Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 15
en konungi hafði verið sögð sú saga kvöld eitt, er hún leyndist í sæng- urhorninu. Muladeva hafði svarað spurningu, sem kvenmaður hafði lagt fyrir hann, með þessari vísu: Só er sparkar í sáran óvin, þótt sár ( huga sé og gramur, hann smánar siðakenninguna, og svívirðir einnig þrenninguna. Þegar hún minntist þessa, gaf hún samþykki sitt, en bætti samt við: „Þú mátt ekki koma til máltiða á röngum stað og röngum tíma". „Hvað er réttur staður og réttur tími"? spurði flóin. „Þar sem eg er nýkomin á þessar slóðir, þekki eg ekki allar reglur". Lúsin svaraði: „Þegar líkami konungsins er undir áhrifum víns, þreytu eða svefns, þá máttu bíta fæt- urnar á honum, en með gætni samt. Þetta er hinn rétti staður og rétti t(mi". Og flóin gekk að þessum skilyrðum. En af því að flóin var orðin langsoltin, þá gleymdi hún skilmálunum, og beit kónginn í bakið snemma kvölds, er hann hafði rétt blundað. Og veslings kóngurinn hentist upp úr rúminu eins og hann hefði verið brennd- ur með eldibrandi, bitinn af sporðdreka eða brennimerktur með glóandi járni. Hann klóraði sér á bakinu og hrópaði á herbergisþjóninn: „Hæ! Það beit mig eitthvað. Þú verður að leita í rúminu, þangað til þú finn- ur kvikindið"! Flóin heyrði skipun konungsins og faldi sig dauðskelfd í rifu á rúm- inu. Þjónar konungs komu nú þjótandi og leituðu gaumgæfilega í rúm- inu að boði konungs. Eins og við var að búast fundu þeir Gripplu í sængurfellingu. Þeir drápu hana og alla hennar fjölskyldu. Og önnur smásaga úr 1. bók: SKJALDBAKAN OG GÆSASTEGGIRNIR. í vatni einu var einu sinni skjaldbaka, sem Skjöldur hét. Skjöldur átti tvo vini. Það voru gæsasteggir tveir, sem hétu Sleipur og Greiður. [ rás tímans kom það fyrir, að ekki kom dropi úr lofti í tólf ár. Þá vakn- aði þessi hugsun hjá gæsasteggjunum tveimur: „Þetta vatn mun þorna upp. Við skulum fara að leita okkur að öðru vatni. En fyrst verðum við að kveðja Skjöld, okkar gamla og góða vin". Þegar þeir voru að kveðja Skjöld, mælti hann: „Hví eruð þið að kveðja mig? Eg er vatnabúi, og hér mun eg bráðlega sálast úr þorsta og sökn- uði, þegar þið eruð farnir. En ef þið berið hlýjan hug til mín, þá ættuð þið að reyna að bjarga mér úr klóm dauðans. Þótt vatn þetta þorni, þá breytir það ekki miklu fyrir ykkur, nema hvað þið hafið minna að borða, en fyrir mig þýðir það algera tortímingu. fhugið, hvort sé alvarlegra, að verða fyrir matartjóni eða lífstjóni". Steggirnir svöruðu: „Okkur er ekki unnt að taka þig með okkur, þar sem þú ert vængjalaus vatnabúi". Skjaldbakan hélt áfram: „Til er úr- ræði. Finnið gott viðarprik". Steggirnir gerðu það, og skjaldbakan beit utan um mitt prikið. Svo mælti hún: „Bitið um sinn hvorn enda, fljúgið svo upp og farið með jöfnum flughraða, þangað til við finnum annað vatn". Steggirnir mölduðu í móinn: „Það er galli á gjöf Njarðar. Ef þú skyld- ir opna munninn á leiðinni, misstir þú takið, féllir niður og færir í klessu". Skjaldbakan svaraði: „Á þessu augnabliki sver eg þagnareið, og hann skal vara á meðan við erum á flugi". Það varð því að samkomu- lagi að framkvæma áformið. Steggirnir flugu upp með skjaldbökuna hangandi á prikinu, og var það ekki áreynslulaust. En þegar þeir flugu yfir nærliggjandi borg, tóku borgarbúar eftir fyrirbæri þessu, og það gerðist háreysti mikil þegar menn spurðu hver annan: „Hverskonar far- artæki er þetta, sem fuglarnir bera í nefinu"? Þegar skjaldbakan heyrði þennan hávaða, gat hún ekki á sér setið og ætlaði að segja: „Hvað er fólkið að tala um"? En um leið og hún opnaði munninn, missti blessaður einfeldningurinn takið og féll til jarð- ra. Og hungraðir menn, sem langaði í kjöt, skáru hana sundur í smá- bita með beittum hnífum. Þriðja sagan úr sömu bók: FÓRNFÚSl RÆNINGINN. Einu sinni var kóngssonur. Hann hafði valið sér tvo vini. Annar var kaupmannssonur, hinn var menntamannsonur. Vinirnir þrfr eyddu öllum stundum alla daga í fánýtar skemmtanir og kvenfólk. Það leið ekki sá dagur, að kóngssonurinn lýsti ekki óbeit sinni ó bogalist og reiðmennsku með því að vanrækja sínar konunglegu skyldur. Og svo þegar konungurinn faðir hans gaf honum harða áminningu dag nokkurn fyrir að vanrækja allar konunglegar dyggðir, þá hljóp hann rakleitt til vina sinna og tjáði Framliald á bls. 44. VIKAN 49. tbl. Jg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.