Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 35

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 35
ANGELIQUE OG KÓNGURINN Framhald af bls. 19. frá Númidíu, gjöf frá soldáninum í Morocco og tvo indverska fíla. Pom- ponne var túlkur milli dýravarðanna og hinna síberisku starfsbræðra sinna. Frammi fyrir öllum þýddi hann fyrirmælin um, hvernig ætti að hugsa um og ala þennan nýja íbúa dýragarðsins, sem til þess að gera góðfúslega gekk inn í sitt nýja heimili. 1 bakaleiðinni sýndi kóngurinn gestunum garða sína. Madame de Sevigné skrifaði frænda sínum, Bussy-Rabutin: „Fg vil endilega að þú getir skemmt Þér með okkur! 1 dag varð mikið hneyksli við hirð Frakklands. Ég sá það, og nú skil ég, að stríð getur stundum brotizt út í biðsölum konungsins. Með minum eigin augum sá ég eldibrandinn sjálfan. Ég var spennt, næstum stolt. Get- urðu imyndað þér ríðandi menn i Versölum? — Það er ekkert undar- legt, segir þú, en þessi reið beint inn í stóra salinn, sem Þú þekkir svo vel, þar sem konungurinn var að taka á móti sendinefnd frá Rússlandi. Og reyndu ekki að segja mér að Það sé ekkert óvenjulegt við það. Og það sem er þó enn merkilegra, hann reið á harðaspretti. Hvernig lízt þér á? Heldurðu, að mig sé að dreyma? Nei, fimm hundruð manns sáu þetta jafn vel og ég. Hann kastaði rýtingi. Nei, mig er ekki að dreyma, og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af geðheilsu minni. Rýtingurinn festist við fætur ambassadorsins og enginn vissi, hvað hann átti að gera. Þá sé ég hvernig eldibrandurinn tók að glæðast og verða að báli. Fóturinn, sem steig á neistann og slökkti í honum, var þessa villihests, sem var eins og hestarnir, sem Húnar höfðu einu sinni riðið upp að hliðum Parísar. — Var það ekki heilög Geneviéve, sem kom í veg fyrir að Húnar réðust inn i París? spurði hún Gilandonstúlkurnar. — Jú, Madame, svöruðu þær kurteislega. Ekkert kom þeim á óvart; það var einn af kostum þeirra. Lítil- fjörlegt útlit þeirra og lágkúrulegur persónuleiki losaði Angelique við félágsskáp einhverra, sem væru of frekar eða framgjarnar. Hún hafði ekki gaman af félagsskap þeirra en henni var sama. Hún var ólík flest- um fyrirkonum að þvi leyti, að hún Þurfti ekki að hafa einhvern til að tala við allar stundir sólarhringsins. Að vera alein, var einhver sú mesta plágá sem þær gátu hugsað sér, og vörðu sig með því að hafa launaðan félagsskap til að lesa fyrir sig, þangað til þær sofnuðu, eða til að halda þeim félagsskap, þegar þær gátu ekki sofnað. Angelique notaði sér hve lítið Gilandonstúlkurnar voru fyrir sam- ræð.ur, til að hugsa svolítið í ró og næði. Vagninn rann í gegnum Meudonskóginn og Saint-Cloud. Köld, svört vetrarnóttin lokaðist utan um kyndlana ,svo ekkert sást annað en dauf- ur geislahringurinn umhverfis Þá. —■ Hvar ■ myndi Rakoczy vera? Angelique hallaði höfðinu aftur á bak að flauelsbólstrúðu sætinu. Þegar hún var þannig ein með sjálfri sér, fann hun æðarnar slá alveg fram i fingurgóma. Hún hugsaði um græna drykkinn, sem Baktiari Bay hafði gefið henni í allt of greini- legri tilraún til að þíða hana. Það var örugglega ástardrykkur. Við þessá' hugsun varð Angelique ljóst, að hún þurfti á elskhuga að halda, eða hún myndi verða veik. Hún hafði verið heimsk, þegar hún afneitaði hinum glæsilega Persa. Hvað hafði komið henni til þess? Handa hvaðá drottni og húsbónda var hún að geyma sig? Hvern varð- aði um líf -þennar? Hún hafði ekki gert sér grein fyrir því, að hún var frjáls. A U T O M AT I C ■ihHHHMES HnBÐFJÐRfl H.t HVMHSGOTU 49 lítill og nettur. Þa8 var fótur Madame du Plessis-Belliére sem þú hittir einu sinni heima hjá mér og varðst eitthvað smávegis hrifinn af. Svo þessi saga ætti Þessvegna að veita Þér tvöfalda ánægju. Hún fékk Þá ljómandi hugmynd að gefa fylgdarsveini sínum, litlum negra, merki, og hann töfraði rýtinginn burt með fimi, sem sæmt heföi vasaþjófi á Point-Neuf. Friðardúfan sneri til baka með olívukvist i nefinu og við fórum öll út að horfa á villidýr. Hvað sérðu nú i þessari sögu? A8 Madame du Plessis er ein af þeim konum, sem konungurinn þarfn- ast í kringum sig. Ég held, að konungurinn hafi vitað það lengi. Þeim mun verra fyrir sigurvegarann okkar, Canto (í bréfum sínum gaf Ma- dame de Sevigné Madame de Montespan þetta nafn).... Samt megum við vera viss um, að hún mun ekki verða felld úr sæti fyrirhafnarlaust, svo vi8 getum búizt vi8 mikilli tilbreytingu i Versölum." Angelique var ekki boðiö til Fontainebleau, en hún gleymdi þvi ekkl, að konungurinn hafði beðið hana um að fara og hugga Grande Made- moiselle, svo hún sneri til Parísar. 1 vagninum tók hún rýting prinsins fram úr fellingum kjóls sins og velti honum fyrir sér með blönduðum tilfinningum; áhyggjum og gleði. Hún var ánægð að hafa náð rýtingnum. Uppreisnarmaðurinn átti ekki skilið, að hann félli í aðrar hendur, því hún var að likindum eini vinur hans i öllu konungdæminu. Þegar hún tók eftir því, að Gilandonstúlkurnar, sem sátu sín hvorum megin við hana, horfðu á rýtinginn með eins mikilli ákefð og græn- metisheilar þeirra leyfðu, spurði hún þær, hvort þær vissu, hvað hefði orðið af manninum á smáhestinum. Það lifnaði ofurlítið yfir stúlkunum tveimur. Eins og allir aðrir í Versölum, frá lægsta þjóni upp i yfir- þjóninn sjálfan, höfðu þær fylgzt með þessu óvenjulega atviki. Nei, sögðu þœr, uppreisnarmaðurinn hafði ekki verið handtekinn. Hann hafði sézt ríða á harðastökki í áttina til skógarins, eftir að hann var kominn niður. Varðmennirnir, sem höfðu farið á eftir honum, komu tómhentir til baka og stömuðu afsökunarbeiðnir. — Svo hann hefur sloppið, hugsaði Angelique. — Gott! Svo ásakaði hún sig fyrir slíkar hugsanir. 1 fyrsta lagi átti slík fram- koma refsingu skilið. En þetta hafði verið vel gert, eigi að siður. Með sjálfri sér var hún stolt af því. Lúðvík XIV hafði langað til að leika kött og mús og reyna þýlyndi þræla sinna. Nú varð hann að eiga bæði við Rakoczy prins og de Lauzun. Myndi Lauzun verða tekinn höndum? Hvar myndi Rakoczy leita skjóls? Hann myndi allsstaðar þekkjast vegna Þessi hugsun skaut hvað eftir annað upp kollinum á henni, þegar hún var i París, þar sem einamanaleiki húss hennar og autt svefnher- bergið gerði hana dapra í sinni. Hún kaus að dvelja i Versölum og fara að enduðum dansleik beina leið á morgunmessu. 1 hennar augum átti nóttin að vera full af ástríðu og rómantík. 1 Versölum var hver og einn hluti af heildinni, var aldrei einn með örlögum sínum. —• Með hinum döpru örlögum sínum? hugsaði Angelique meðan hún skálmaði aftur og fram um herbergisgólfið, eins og síberiska tígris- dýrið I búri sinu. Hversvegna hafði henni ekki verið boðið til Fontainebleau? Var konungurinn hræddur um að valda með Því gremju Madame de Montes- pan? Til hvers ætlaðist kóngurinn af henni? Ot í hvað var hann að ýta henni, me8 hinni slóttugu, óbilgjörnu hendi sinni? Fyrir hvers- konar líf varstu sköpuð, systir Angelique? Hún nam staðar I miðju herberginu. — .... konunginn! sagði hún upphátt. Roger, þjónninn hennar, kom til að spyrja hana, hvað hún vildi fá að borða. Hún leit á hann með æði í augum, hún var ekki svöng. Marie-Anne de Gijandon kom til að bjóða henni grasaseyði. Allt i einu langaði Angelique að gefa henni utan undir, eins og þessi uppástunga væri hámark niðurlægingarinnar. Aðeins til að gera Þvert á móti, bað hún um flösku af plómukoníaki. Hún skellti í sig tveimur glösum í röð. Ekkert var betra en alkohól, þegar hún var döpur. Rýtingur Rackozys lá á borðinu. Angelique gekk að perlumóður- skreyttu svartviðarskrifborðinu og tók skrín upp úr skúffu, opnaði það og lagði rýtinginn þar í. Sá forvitni þjónn, sem hefði langað til að hnýsast í Þann fjársjóð, sem Madame du Plessis-Belliére geymdi svo vandlega falinn í þessu skríni, myndi hafa orðið undrandi og fyrr vonbrgðum að sjá þá ólíku og verðlausu gripi, sem þar voru. En þeir höfðu sína þýðingu fyrir hana. Þeir voru eins og skeljar, sem öldurótið hafði kastað upp á strönd fortíðar hennar. Oftar en einu sinni hafði hún ætlað oð losa sig við þessa hluti, en gat aldrei komið sér að því. Hún fékk sér enn eitt glas af koniaki. Blái steinninn á fingri hennar skein með mjúkum glampa við hlið steinsins, sem skreytti hjöltun á rýtingi Rakoczys. — Ég er undir merki túrkisanna, hugsaði hún. Framhald í næsta blaði. öll réttindi áslcilin — Opera Mund'i, Paris. VIKAN 49. tbl. gg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.