Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 20
HÚN ER KOMIN HEIM í FÆÐINGAR- BÆINN TIL AÐ VERA ÖM KYRRT. EN FRÆNDI HENNAR, GAMLI GORTARINN, ER BÚINN AÐ FYLLA ÞORPSBÚA MEÐ ALLSKONAR LYGA- SÖGUM UM FRAMA | HENNARíSTÖRBORG- INNI. ÞETTA KEMUR SÉR ILLA FYRIR HANA OG VELDUR HENNI MESTU VANDRÆÐUM, SEM ÞÖ GREIÐIST ÚR. - andra haí'öí gehgíS yf'ir akrana frá brautarstöð- inni. Nú stóð hún á hæð- arbrúninni og horfði yf- ir litla sjávarþorpið í Cornwall, sem henni þótti svo vænt um. Fyrir þrem árum síð- an, kvöldið áður en hún fór að heiman, höfðu þau staðið hér, hönd í hönd, hún og Steve. Þau höfðu virt fyrir sér þorpsgöt- urnar, þar sem þau léku sér sem börn, og vogskorna ströndina, þar sem þau höfðu baðað sig og siglt á smábátum, hvorugt þeirra haf ði nokkurt hugboð um það, hvort þessir hamingjudagar kæmu aft- ur. En Steve var ekki búinn með læknisnám sitt og henni hafði verið boðin freistandi staða í New York ... Þrjú ár síðan! Lestin sem hafði flutt hana á litlu syfjulegu brautarstöðina var farin lönd og leið. Árin í New York og þetta eina ár, sem hún hafði verið á skrifstofu fyrirtæk- isins í London, voru eins og fjar- lægur draumur. Loksins var hún komin heim og hún ætlaði aldrei að fara að heiman aftur. Hún setti frá sér töskuna og hallaði sér upp að múrveggnum, sem umgirti útsýnishæðina, og sökkti sér niður í minningar sín- ar. Milli hennar og Steve höfðu aldrei verið neinir kveðjukossar, — engin loforð, — aðeins þetta þögla ósýnilega band sem tengdi þau saman. Þau höfðu ekki einu sinni skrifað hvort öðru allan þennan tíma, en hún var samt hárviss um að Steve bæri ennþá sömu tilfinningar til hennar og áður. Sumarkvöldið var kyrrt og hlýtt. Hún andvarpaði, dálítið taugaóstyrk en hamingjusöm. Svo lagði hún af stað og gekk hægt niður hlíðina og framhjá fyrstu húsunum við mjóu, krók- óttu þorpsgötuna. Þegar hún kom að fyrstu búðinni, gægðist hún inn um gluggann og sá Bettý Marples, svolítið eldri og ekki eins snyrtilega og áður, en samt sömu ungu stúlkuna og verið hafði bekkjarsystir hennar. Hún ýtti hurðinni upp og Bettý hrópaði upp yfir sig af undrun. — Sandra, komstu gangandi frá brautarstöðinni? — Því ekki það? Búðin hafði ekki heldur tekið nainum stakkaskiftum, þar var ennþá sami hrærigrauturinn, allt frá nylonsokkum að niðursuðu- vörum, en litla, ljóshærða hnokk- ann, sem horfði feimnislega á hana úr dyrunum inn í bakher- bergið, hafði hún aldrei séð áður. — Þetta er þó ekki sonur þinn, Bettý? — Því ekki það? svaraði Bettý, í sama tón og Sandra áður, og svo fóru þær báðar að hlægja. — Ætlarðu að vera hér yfir helg- ina? Sandrá vár komin heím fyrir fullt og allt, en það hefði tekið of langan tíma að skýra það fyr- ir Bettý. Hún sagði því aðeins: — Ég veit ekki hve lengi ég verð hér. Hefirðu talað við Henry frænda? — Hann sagði að þú ætlaðir að vera hér frá laugardegi til miðvikudags, en að það gæti jafnvel verið að þú þyrftir að fara strax á mánudag til baka, vegna þess að þú hefðir svo mik- ið að gera. Hún horfði með hálf- gerðri öfund á klæðskerasaum- aða dragt Söndru og ljóst og glansandi hárið. — Geturðu ekki lofað mér að koma með, þegar þú ferð? sagði hún glettnislega. — Þér mundi finnast það hræðilegt. En hvemig hafið þið það annars öll sömul? Látum okkur sjá, hverjir eru eftir hér heima? Jennifer... — Hún er gift og er flutt til Truro. ■— Það hefur Henry frændi ekki sagt mér. Hvað er að frétta af Susan Moore og Steve Bart- lett? Hún sagði þetta eins kæruleys- islega og hún gat, en Bettý brosti, hún mundi hvernig allt hafði verið milli Söndru og Steve. — Susan er ennþá sami stelpu- kjáninn, hún þroskast ekki. Steve hefir heldur ekki breytzt. Þegar hann var í skóla minnti hann alltaf á lækni, en núna þegar hann er orðinn læknir, minnir hann á stúdent. Hvernig er það með þig, Sandra, sé ég þig ekki áður en þú ferð? — Jú, örugglega. Hún hélt áfram eftir götunni, sem var full af sumargestum. Henry frændi hennar bjó í hin- um enda bæjarins, í litlu hvítu húsi, sem stóð í alltof þéttvöxn- um garði. Þar hafði hann bý- flugnabú undir eplatrjánum. En fyrst kom hún að húsi Bart- letts læknis. Það var langt og lágt og næstum hulið af vafn- ingsviði. f garðinum voru vel hirtir grasblettir og grátvíðir hékk yfir girðinguna. Hún flýtti sér að bílskúrnum, þar var hún áður alltaf viss um að hitta Steve. Nýrr bíll — já, og hann ekki af verri endanum! Hún mundi ennþá eftir gamla mislynda skriflinu, sem hann átti meðan faðir hans lifði, og hún fékk sting í hjartað við hugsunina um að' hann væri farinn. Hún heyrði einhvern tala inni í húsinu, líklega í símann. Hún smeygði sér fram hjá fína bíln- um inn í skýlið. Þarna stóð gamli. strástóllinn ennþá og slitnu bæk- urnar. Já, árarnar úr bátnum lágu yfir bekkinn, eins og áður, og þarna var gamla hópmyndin af Steve og skólabræðrum hans. Plún var að virða myndina fyr- ir sér og reyna að koma auga á Steve meðal drengjanna þegar skuggi féll á bekkinn. Hún sneri sér snögglegá við.- Um stund stóðu þáú ög hofíðu hvort á ánnað. Steve hafði breytzt, hún gat ekki gert sér grein fyrir að hvaða leyti hann mar breyttur, en gömlu buxurn- ar og ilskóna þekkti hún aftur. Munnurinn var ákveðnari, augna- ráðið stöðugra. Hún vissi ekki hevrnig hún átti að ávarpa hann. — Þetta er svei mér óvænt ánægja! — Þú hlýtur að hafa vitað að ég ætlaði að koma? — Já, allur bærinn veit það. Frændi þinn hefir séð fyrir því. Hann leit á töskuna hennar. — Ég er ekki búin að fara heim ennþá. Hliðið stóð opið svo ég — svo ég... — Af gömlum vana! — Já, einmitt. — Ég skal aka þér heim, nema þú sért sjálf á bíl... — Nei, ég gekk frá stöðinni, sagði hún. Hann starði rannsakandi á hana. — Ég er glaður yfir því að þú hefir það svo gott, og þú lít- ur ljómandi út. Verðurðu lengi hér? Hún hafði ekki getað skýrt þetta fyrir Bettý og því síður fyrir Steve. — Ég veit það ekki, sagði hún. — Komdu inn og fáðu eitt- hvað að drekka. Hún fylgdi honum inn í hús- ið. — Ég hefi ráðskonu, sagði hann, — og þótt hún sé ekki upp á það allra bezta, get ég ekki kvartað. Húsið hafði ekki tekið neinum breytingum. Hún tók eftir ein- staka hlutum sem hann hafði líklega keypt, eftir að faðirinn dó. En allsstaðar voru blóm, sem fylltu stofuna angan. Hann bland- aði drykk í tvö glös og kom til hennar. —■ Þú hlýtur að hafa mikið að gera, sagði hún. — Já, sérstaklega þegar hér eru margir sumargestir eins og núna. — Áttu gamla bátinn þinn enn- þá? Hann gaut augunum til henn- ar. — Jú, hann liggur þarna enn- þá, en ég hefi ekki notað hann neitt að ráði. Hún settist, lagði frá sér glas- ið og spennti greipar um hnén. Hann brosti. — Svona varstu vön að sitja ... — Já í gamla daga, góðu gömlu dagana. Á ég að segja þér nokkuð- hélt hún áfram, alvar- leg á svipinn. — Þú veizt ekki hve lánsamur þú ert. Ég hefi oft óskað að ég hefði aldrei far- ið í burtu. — Þetta segir þú núna. En þeg- ar þú kemur til London í næstu viku, verðurðu á allt annarri skoðun. Við getum ekki stillt klukkuna aftur á bak. Það væri að neita allri framþróun. Hún andvarpaði ósjálfrátt. Allt 2Q VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.