Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 53

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 53
um voru ansi margir flækingar í leikhúsunum, og ég er svo sem ekki að kvarta, taktu eftir því. Ég segi ekki, að ég hafi ekki getað skilið það. Þetta var allt saman mjög dramatískt. — Ég heiti Eddy Lishman, sagði millivigtarmaðurinn. Craig leit ó hann með vanþókn- un. Meðan þessi maður stóð hér og var að rífast, gat hann ekki hugsað um Rutter. — Mér er sama hver þú ert, sagði Diamond. — Hana langar ekki að dansa. En hönd hans skalf, þegar hann tók upp glasið sitt. — Jú, jú, það er allt í lagi, svar- aði Tessa. Hún brosti við Craig og renndi sér í arma Lishmans. Hann dansaði með ruddalegri og ósæk- inni leikni, eins og dansinn væri forleikur að nauðgun. Craig horfði á hann þungur á brún. Lishman ætlaði að láta Dia- mond berjast fyrir stúlkunni sinni, og Diamond myndi tapa. Það var slæmt. Honum geðjaðist vel að Diamond. — Hann var einu sinni hnefa- leikamaður, sagði Diamond. — Nú er hann kominn í bísniss. Aðal- lega veðmálabransa. Hann hefur líka fáeinar stelpur á sínum snær- um. Eða svo segja þeir. Hann er þrælbölvaður. Þú skalt ekki blanda þér í neitt, sem hefur með hann að gera, John. — Ég? sagði Craig. — Mér kem- ur þetta ekki við. Hvað um stúlk- una þína? Þú ættir að koma henni héðan út. — Hún er ekki stúlkan mín, svaraði Diamond. — Ég vildi, að hún væri það, en ég myndi ekki voga að fara með hana burt. Lish- man veit, hvar hann á að finna mig. — Það er bezt að við fáum okk- ur aftur í glösin, sagði Craig. Hann keypti aftur í glösin og Lishman kom með Tessu aftur að borðinu og settist hjá þeim. Ungu mennirnir tveir komu lika til þeirra og Lishman keypti drykk handa þeim öllum. Talið snerist þegar í stað að veðmálum, og Craig stundi hátt. Lishman skellti glasinu á borð- ið. — Ég hef keypt handa þér drykk, er það ekki? spurði hann. — Jú, sagði Craig. — Og ég hef ekki kássazt neitt upp á þig, er það? — Nei, sagði Craig. — Hvað er þá að þér? — Veðmál fara [ taugarnar á mér, sagði Craig. Stúlkan Tessa lagði hönd á hand- legg hans til varnaðar. — Áttu við, að ég fari í taug- arnar á þér? spurði Lishman mjúkri röddu. — Já, sagði Craig. Ungu mennirnir tveir litu báðir í einu á Lishman, og þegar hann hló, hlógu þeir líka. Craig hafði leyfi til að vera svolítið skrýtinn; hann var hirðfíflið. Hægt og settlega reis Craig á fætur og fór á klósettið. Hann eyddi löngum tíma við að ausa köldu vatni á andlit sitt og bölva bjána- skap sínum. Ef Lishman hefði ekki •hlegið, hefði hann orðið að berj- ast við hann. Það hefði verið útrás í því að slást við Lishman; það hefði líka verið heimskulegt. Eftir stundarkorn fór hann aftur inn í klúbbinn, fékk sér bolla af svörtu kaffi við barinn og fór með annan að borðinu. — Hvað ertu nú að gera? spurði Lishman. — Ég held, að ég hafi fengið of mikið að drekka, sagði Craig og millivigtarmaðurinn öskraði af ánægju. — Mig langar að dansa, sagði Craig við Tessu. Hún hikaði, en Lishman veifaði hendinni, örlátur í fasi. Craig tók utan um hana og hún sagði undir eins: — Það er bezt fyrir þig að fara heim núna. Og taktu Michael með þér. — Hvað um þig? spurði Craig. — Ég fer, þegar ég er tilbúin, sagði hún. — Heldurðu, að hann leyfi þér að fara? Hún yppti öxlum: — Michael veit það ekki. En hann hefur ónáðað mig áður þessi. Höndin, sem hélt um hans, tók að titra. — Það borgar sig ekki að vísa honum á bug. Hann er hættu- legur. — Hann lítur út fyrir að halda það, sagði Craig. — Ég meina það, sagði Tessa. — Hann er alveg ofsalegur i skapinu. Hann næstum drepur fólk, ef það gerir honum eitthvað. — Er það satt? — Já, það er satt, sagði hún og hristi hann með verndandi ó- þolinmæði. — Hann slóst við mann, sem heitir Harry Corner — það geta allir hérna sagt þér um það. Það varð að setja Harry á sjúkrahús. Og Harry er töff, skal ég segja þér. — Hræðilegt, sagði Craig. — Drottinn minn, geturðu ekki orðið edrú, hvíslaði hún. — Honum þykir gaman að þér núna, en ef þú gerir hann reiðan . . . heldurðu, að þetta sé bara eins og í sjón- varpi? Eitthvað, sem hægt er að setjast við og horfa á, og skrúfa svo fyrir, þegar maður hefur feng- ið nóg? Nei, það geturðu ekki, trúðu mér. Michael hefði aldrei átt að koma með þig hingað. Það er bezt þú farir núna — og takir hann með þér. Ég skal reyna að halda honum hérna þar til þið eruð farn- ir. Ef annarhvor strákanna hans eltir ykkur, skaltu bara æpa. Og haltu áfram að æpa. Það gæti ver- ið, að þú fyndir hraustan lögreglu- mann. — Allt í lagi, sagði Craig, — ég skal fara, en Diamond verður að sjá um sig sjálfur. Stúlkan kipptist við, en Craig hristi af sér vanþóknun hennar, tók varla eftir henni. Tveir veikgeðja LILUU LILJU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð Endurnýjum sængur og kodda. Fljót afgreiSsla. Höfum einnig æSardúns-, gæsadúns- og dralonsængur. Póstsendum um land allt. DÚN- & FIÐUR- HREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi). Sími 18740. aumingjar áttu sitt undir miskunn eins, sem var sterkari; það kom honum ekki við. Það, sem honum kom við, var að komast af, og til þess að ná því takmarki, vog- aði hann ekki að blanda sér í mál- in. Dansinum lauk og hún leiddi Craig aftur að borðinu. — Gerðu nú eins og ég sagði þér, hvíslaði hún. — Ljúktu við drykkinn þinn og flýttu þér heim. Hann settist og fékk sér einn bolla enn af sjóðheitu kaffi. Lish- man sagði: — Segðu eitthvað, láttu mig hlægja. — Þetta hefur verið mjög skemmtilegt kvöld, en ég held að það sé bezt, ég fari að fara, sagði Craig. — Einmitt, sagði Lishman. — O, endi-endi-lega! Hann öskraði af hlátri og leit á Tessu. Nauðug brosti hún líka. Diamond leið sálarkvalir. Craig reis á fætur. — Jæja, sagði hann. — Það hefur verið gaman að kynn- ast ykkur. Lishman hló aftur og sló Tessu á lærið; sleppti ekki, heldur kreisti, þar til stúlkan greip andann á lofti. — Mið langar ekki að þú farir strax, sagði hann. — Það er of gaman ennþá. Nú skal ég segja ykkur nokkuð. Við skulum koma heim. Ég skal hringja í fáeinar stelpur og við skulum halda raun- verulegt partý. Hvernig líst þér á það elskan? — Ojá, sagði Tessa uppskrúfuð. — Það væri mjög gaman. — Ég held ég geti ekki komið, sagði Diamond. — Það er allt í lagi, sagði Lish- man. — Ég var ekki að bjóða þér. Þú getur farið í rassgat. — Ég er ekki búinn með drykk- inn minn, sagði Diamond. — Ojú, sagði Lishman og skvetti úr glasinu framan i hann. Craig minnti sjálfan sig á, meir en nokkru sinni fyrr, að þetta væri ekki hans mál. Það var alls ekki hans mál, þótt Diamond yrði kast- að út og stúlkan, sem honum gazt vel að, dregin á brott. Það var fullt af stúlkum og ennþá meira af auð- mýkingu. En hún drap engan. Hann horfði á Diamond fara. Horfði á Tessu sækja kápuna sína, og lauk við kaffið sitt. — Ég held nú samt ég ætti að fara líka, sagði hann. — Mig lang- ar ekki í partý í nótt. — Nú er nóg komið, sagði Lish- man. — Ég ætla að hafa partý og þú ætlar að koma, og svo ekki meir um það. Rödd hans var ennþá alúðleg, en það var komin einhver viðvörun i hana; hvassbrýnd egg ofsans, sem hann reyndi ekki að dylja. Craig var kyrr. Það væri fárán- legt að fara í partý til Lish- mans, en hann vildi ekki stofna til óeirða á almanna færi. Þegar Tessa kom aftur, reis hann á fætur. Ungu mennirnir í ítölsku fötunum þýddu réttilega augnaráðið og tóku sér VIKAN 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.