Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 26
 „Eitt hið síðasta, sem Davíð lagði hönd að, var ritgerðasafn eftir ýmsa höfunda um séra Matthías: Skáldið á Sigurhæðum. Með því kvaddi Davíð.“ Svo segir Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor í sínum hluta bókarinnar Skáld- ið frá Fagraskógi, sem er endurminningar samferðamanna um Davíð Stefánsson, eins og segir á titilblaði. Vera má, að þetta framtak Davíðs Stefánssonar til heiðurs Matthíasi Jochumssyni, sem hann mat mjög mikils, hafi verið rótin til þess, að þessi bók varð til. VIKAN hefur fengið rétt til birtingar á fáeinum glefsum úr þessari bók, ásamt hluta af þeim fjölda mynda, sem hana prýða. Valið var erfitt, og gefur e. t. v. ekki tæmandi hugmynd um innihald bókar- innar, sem er ein forvitnilegasta bókin í flóðinu í ár, því þarna leggja 16 vinir og kunningjar Davíðs Stefánssonar hönd á plóginn og skýra að nokkru sinn hlut frá hverri hlið. Árni Kristjánsson, píanóleikari, á fyrsta kafla bókarinnar. Þeir voru frændur, hann og Davíð, og nákunnugir. Hann segir með- al annars frá því, er þeir gengu saman að gröf Frödings, sem Sigurður Nordal pró- fessor segir í sínum hluta bókarinnar, að Davíð hafi verið mjög hrifinn af og orðið fyrir nokkrum áhrifum frá. Séra Björn 0. Björnsson á þarna kafla, og segir frá fé- lagsskap skáldanna, sem voru saman kom- in í Höfn á námsárunum. Félagsskapur- inn hét Boðn, og var allur hinn merkasti, eins og fram kemur af lögmáli félagsins, sem Björn birtir í grein sinni. Undir lok greinarinnar segir Björn svo: Eftir þetta má segja, að saga Boðnar sé öll. Davíð varði þó eftir stúdents- prófið miklum tíma til samvista við okkur Boðnarbræður, Ragnar og mig, bæði fyrir og eftir Ítalíuferðina. Hann átti þá heima í húsi ekkjufrúar Ingi- bjargar Jensdóttur, Sigurðssonar rektors. Það hús er við Lqufásveg ná- lægt Baldursgötu, en í húsi á mótum Baldursgötu og Bergstaðastrætis áttu þeir heima í tveim samliggjandi herbergjum Hallgrímur og Ragnar. Voru því samgöngur tíðar þeirra á milli. Eitt sinn rakst eg þar inn sem oftar, seinni hluta dags. Hallgrímur var þá sofandi, en Ragnar heima og Davíð hjá honum. Eg vissi, að Hallgrímur hafði verið með lungnakvef og haft áhyggjur af. Hefur þá vafalaust hugsað til draums- ins. Hélt eg fyrst að þessi dagsvefn hans væri í sambandi við þennan kvilla. Þegar eg hafði skamma stund dvalið hjá þeim, spurði annar þeirra: „Eru þrjá- tíu dropar af ópíum stór skammtur, Björn"? „O, ekki svo ýkja stór", hélt eg. Sögðu þeir mér þá, að Hallgrímur hefði vaknað skömmu áður en eg kom, og þeir hefðu gefið honum þrjátíu ópíumdropa. Hann hefði verið svo illa haldinn af tannkýli. Þegar eg gerði mig líklegan til að fara, spurðu þeir mig hikandi og hálf skömmustulegir að mér fannst: „Er það mikið að gefa manni tvisvar á dag þrjátíu dropa af ópfum"? Eg leit hissa á þá. „Hvað, hafið þið gefið honum þrjátíu ópíumdropa tvisvar á dag"? varð mér að orði. „Já, heldur þú Björn, að það sé hættulegt"? „Ne-ei, ætli það", svaraði eg, því mér fannst þeir vera orðnir áhyggjufullir á svipinn. — „Og svo gáfum við honum brennivín, þegar hann vaknaði í morgun, og hann sofnaði þá undir eins aftur". Eg leit hissa á þá. „Hvað, hefur hann þá sofið samfleytt að kalla síðan í gærkveldi"? varð mér að orði. — „Já", svöruðu þeir, „og eiginlega lengur — þetta er þriðji sólar- hringurinn síðan hann sofnaði". „Hvað, þið hafið þá gefið honum inn ópíum og brennivfn í hvert sinn, sem hann vaknaði allan þennan tíma"? spurði eg undrandi. „Nei, nei, nei. Hann vaknaði aldrei í gær eða í fyrradag, nema rétt til að kasta af sér vatni, og svo var hann undireins steinsofnaður aftur". „Hvaða ósköp eru að heyra þetta? Hafið þið ekki náð í lækni"? „Nei, þetta er ekkert dularfullt. Hann át sjö veronal-skammta fyrstu nóttina. Hann var svo illa haldinn af tannkýli og tann- pínu, að hann fékk tíu veronal-skammta hjá lækni. Hann tók bara inn tvo um kvöldið, og svo þann þriðja um miðnættið", sagði Ragnar. „Og þegar eg vakn- aði morguninn eftir, sá eg að hann hafði bætt á sig fjórum um nóttina". „Hann hefur verið orðinn svo svefndrukkinn, að hann hefur ekkert fylgzt með tölu skammtanna", sagði Davfð. „Eg held að eg verði að líta á hann", sagði eg og fór inn til Hallgríms, sem hraut sterklega og var stokkbólginn. „Osköp er maðurinn bólginn", varð mér að orði. „Já, bólgan er nú farin að líða úr", sagði Ragnar. „Honum verður ekki mikið fyrir að hafa sig fram úr þessu", sagði eg, „úr því hann vaknaði aftur eftir að hafa tekið inn sjö veronalskammta á einni nóttu". Með þessum hughreystingarorðum fór eg, og kom aftur næsta dag. Hallgrímur var þá vak- andi og sæmilega hress, enda hafði bólgan hjaðnað mikið. Lá vel á honum og kvaðst vera alheill af brjóstónotunum, og viss um að draumurinn um skamm- lífi væri markleysa ein. Daginn eftir var svo dreginn úr honum jaxlinn, sem bólgunni hafði valdið. Ut af þessu öllu skrifaði Davíð sprenghlægilega smásögu, sem hann nefndi Elfnór Elfnórsson. Þegar Hallgrímur hafði lesið söguna um sjálfan sig, hraut út ýr honum: „Ef þú sýnir þetta nokkrum, Dabbi, þá . , , "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.