Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 31
ALFRÆÐASAFN
m
^uirn^
Í0|<
*tÆ |
M-s
öí
ö
AlfrœSasafn AB er nýr bókaflokkur um þýðingarmikil svið vís-
inda og tœkni, sem hafa vaxandi þýðingu fyrir hvern einstakl-
ing í heimi hraðrar framþróunar.
Alfrœðasafnið er með sama sniði' og bókaflokkurinn Lönd og
þjóðir og er róðgerð útgófa a.m.k. 10 bóka. Koma bœkurnar
samtímis út í 12 Evrópulöndum. Hver bók er um 200 bls. að
stœrð og í hverri þeirra eru um 110 myndasíður, þar af 70 í
litum, auk fjölda smœrri skýringarmynda. Texti bókanna, sem
skrifaður er af kunnum vísindamönnum, og hið fjölbreytta
myndaefni þeirra, gera þessi þekkingarsvið auðskiljanteg hverj-
um manni. í hverri bók er rakin þróunarsaga ýmissa tœkni- og
vísindagreina og lesendurnir kynnast fjölda heimsfrœgra vís-
indamanna, lífi þeirra og vandamólum.
Atriðisorðaskró fylgir hverri bók.
Ritstjóri Alfrœðasafns AB er Jón Eyþórsson, veðurfrœðingur.
FRUMAN
í þýðingu dr. Sturlu Friðrikssonar, erfðafrœðings, er fyrsta bók-
in í ALFRÆÐASAFNI AB. Gerir bókin ýtarlega grein fyrir frum-
unni, grundvallareiningu alls lifs ó jörðinni og segir fró því,
hvernig hún starfar, hvernig henni fjölgar og hvernig hún verst
órósum. Hún fjallar einnig um það, hvernig þekking mannsins
á frumunni auðveldar baróttuna fyrir betra lífi.
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
FPUMAN
ÞÝÐ. DR. STURLA FRIÐRIKSSON
>ÝÐ
PÁU
k°ika
Og
Gu»jón
'Ness6n
%
%
Gortarinn
Framhald af bls. 13.
ur. Hann sat andspænis henni
og kinkaði við og við gráum koll-
inum.
— Ertu búin að hitta einhvern
af kunningjunum? spurði hann.
— Bettý Marples og Steve
Barlett.
Jæja, svo þú ert búin að hitta
Steve. Hann er duglegur læknir,
en hann hefði ekki átt að setj-
ast að hérna í fámenninu. Það
var heimskulegt af honum að
taka við af pabba sínum. Sjáðu
nú bara sjálfa þig.
— Mig, endurtók h'ún undr-
andi.
— Já, hvernig værir þú ef þú
hefðir verið kyrr hér?
— En ég hefi hugsað mér að
setjast að hérna, sagði hún. —
Ég sagði þér þaö í bréfinu.
— Bréfinu? Hann nuddaði hök-
una. — Já, það er rétt. Þvílík
vitleysa, ég tók það ekki alvar-
lega.
Hann gaut augunum til henn-
ar. — Og hvað hefirðu hugsað
þér að gera hér?
— Ég veit það ekki ennþá.
— Ég veit það ekki heldur.
Þessi bær liggur í dvala. Hér er
enginn iðnaður, yfirleitt ekki
neitt. Þetta er eingöngu staður
fyrir gamalt fólk.
— Ég finn mér eitthvað til,
sagði hún. — Og hvað hefir þú
haft fyrir stafni, síðan þú skrif-
aðir mér síðast?
— Ég? Henry frændi hló. Hon-
um létti sýnilega við að skifta
um samtalsefni. — Tja, ég er
orðinn latur að vinna mikið. Ég
keypti hlut í fiski-flota.
— Flota? Hún horfði á hann,
vantrúuð á svipinn. — Það eru
ekki smámunir. Það leysir líka
mitt vandamál, er það ekki? Þá
hlýturðu að geta útvegað mér at-
VIKAN 49. tbl.