Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 09.12.1965, Blaðsíða 23
stuttklippt 00 svo svortlitað, að það var blátt ( rafmagnsliósinu, alvar- leg brún augu, sem höfðu sé8 mjög fátt skoplegt, langa langa lengi; þó var munnur hennar víður og gefinn fyrir hlátur, svignaSi upp við munnvikin, undan þunglama- legri fyndni Diamonds. Hún var í rauðum, baklausum kjól, og lát- lausum, dýrum leðurskóm. Enginn giftingarhringur. Andlit, Ifkams- vöxtur og föt sameinuðust um aS gera hana langsamlega glæsileg- ustu stúlkuna f klúbbnum, en hún hafði engar áhyggjur af því. Hún kom þarna til að drekka og til að hlægja með Michael Diamond.Craig gazt vel að henni fyrir það og ýtti frá sér minningunum stundarkorn og reyndi að vera almennilegur. Hún virtist búast við að hann dans- aði við hana, svo hann gerði það við og við, og meðan þau döns- uðu, talaði Diamond við þjónustu- stúlkuna. Það voru þrír menn við næsta borð. Tveir þeirra voru ungir og stórir, klæddir f dökk ítölsk föt og Chelsea skó. Sá þriðji var kominn undir þrftugt, hafði Ifkamsvöxt og fas hnefaleikara í millivigt. Hann langaði að dansa við Tessu. Craig fannst það skiljanlegt, þvf Tessa var kynferðislega aðlaðandi og dansaði mjög vel, en millivigtar- maðurinn var illskulegur til munns- ins og Diamond var vinur hennar og þessi maður, sem kallaði sig John Reynolds, var aðlaðandi á nýjan og furðulegan hátt, sem hún ekki skildi. Hún vildi heldur vera kyrr þar sem hún var, láta enda- laust hjalið í Diamond róa sig og reyna að vekja athygli þessa nýja vinar hans á sjálfri sér. Craig heyrði varla til þeirra. Hann hafði drukkið mikið af vfni og síðan, jafnvel á mælikvarða klúbbsins, mikið af viskfi. Hann var eins og í þoku þess meðvitandi, að þarna var falleg stúlka í baklaus- um, rauðum kjól, sem fannst gam- an að dansa við hann, og þessi óþreytandi íri hélt áfram að hjaia um tvo gamla flækinga, sem bjuggu í ruslatunnum. Klúbburinn sjálfur var ekki mikið meira en skærlitur bar með glymskratta, og fyrir Craig var hann í rauninni ekki til. ( hug- anum var hann f Tangier að drekka Pernot með Rutter. Það var 1955 og þeir voru að heyja orrustuna upp á nýtt. Þeir höfðu hitzt f frfi og bráðlega áttu þeir að fara út að borða með tveim spönskum stelpum, en meðan þeir biðu töl- uðu þeir, fylltust afturverkandi heimþrá til strfðsins, þegar þeir minntust sigra sinna og áhættunn- ar, sem gerði þá mögulega. Með mestu varfærni hafði Craig fært talið að vopnasmygli, og Rutter hafði næstum brostið í grát, svo þakklátur var hann fyrir tækifæri til að verða hetja á ný. Hann vissi aldrei, að Craig hafði elt hann uppi, eins og hann sjálfur hafði verið eltur uppi, veitt honum eftirför til Tangier og af slíkri einskærri til- viljun rekizt á hann í hótelbarnum. En það skipti raunverulega ekki máli. Hvernig ætti það að vera? Rutter hafði vitað um áhættuna og fengið sinn hlut og meira en sinn hlut. Fyrir Rutter hafði lífið verið svo þrautleiðinleg kvöð, að hann kaus að Ijúka þvf af sem fyrst; gerði ekki annað en veita þvf tilræði. Það hafði verið gott að vera í þess- um bar, köldum og svölum, með lágværa, arabiska tónlist á segul- bandinu. — Ertu raunverulega endurskoð- andi? var Tessa að spyrja. — Já, svaraði Craig. — Hvað gerirðu þá? — Endurskoða. Rutter. Baumer. Charlie Green og ef til vill Alice líka. Á einn og ann- an hátt hafði hann töluvert að endurskoða. — Skelfing hlýtur þetta að vera leiðinlegt hjá þér stundum, sagði Tessa. Þá brosti Craig. — Nei, sagði hann. — Ekki leið- inlegt, erilsamt. — Hafið þið nokkurn tíma séð þetta þarna með vitfirringunum tveimur? spurði Diamond. — Nei, svaraði Tessa. Svo við Craig: — Komdu að dansa. Millivigtarmaðurinn kom til þeirra og bauð henni upp enn einu sinni. Hún hristi höfuðið: — Þvf mið- ur, sagði hún. — Ég er með þessum tveimur sjentilmönnum. — Láttu þá eiga sig, sagði milli- vigtarmaðurinn. — Annar þeirra hafði fengið raf- magnssjokk, sagði Diamond. — Hann komst f náin kynni við flæk- ing. Hann leit á millivigtarmann- inn. — Tessa er með okkur, sagði Framhald á bls. 52.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.