Vikan


Vikan - 14.04.1966, Side 4

Vikan - 14.04.1966, Side 4
yf Síðustu dagana í febrúar varð sá við- burður á íslandi, að Ella Fitzgerald heimsótti Reykjavík og söng í Háskóla- bíói. Um það hafa oft heyrzt raddir á undanförnum árum, að hún væri væntanleg, og var heimsóknar henn- ar beðið með mikilli eftirvæntingu. Hins vegar gerðist það, aðdáendum hennar til furðu og gremju, að hún varð að horfa fram í hálftómt hús, í fyrsta skifti í 15 ár, og kom síðan fram á niðursettu verði á tveimur aukahljómleikum. Hefur þessi útsala vakið mikla furðu og umtal, en Ella sjálf tók henni mjög vel, enda undraðist hún upprunalegt verð miðanna, þegar hún fékk um það að vita. Frétzt hefur, að Ella ætli að koma hér við aftur síðar á árinu og verði þá allur undirbúningur að söngleik- um hennar á hennar eigin vegum, og vonum við sannarlega að af komu hennar verði. Meðfylgjandi myndir tók Kristján Magnússon á tónleikum hennar í Há- skólabíói í febrúar. Skemmtunin hófst fyrir alvöru, þegar Ella tók við hljóðnemanum. Það er rétt að taka fram, að þau Ólafur Stephensen eru ekki í sjómanni. Ella hafði strax orð á því, hve henni þætti vænt um þessar örfáu hræður, sem komu til að heyra hana syngja. Og svo söng hún . . . . . . jafnvel betur en áður . . . . . . fallegar en nokkru sinni fyrr . . . . . . enda var lófatakið ósvikið við lok hvers lags. Í BJÍlHni BMÍ ELLU FIIZUERALI £ VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.