Vikan


Vikan - 14.04.1966, Side 9

Vikan - 14.04.1966, Side 9
Yorkbúa, hefur hann bókstaf- lega ekkert gert annað en auglýsa sjálfan sig, oftast með neikvæðum árangri. Hann hefur ekki hreyft við þeim vandamálum, sem þessi risa- borg á við að etja, og er þar þó af nógu að taka. Og litlar líkur eru taldar á því, að hann hreyfi nokkurntíma við þeim. Kunnáttumenn um stjórnmál ljúka næstum því upp einum munni, er þeir ræða um hann: — Strákurinn er laglegur og hefur tileinkað sér svipaða framkomu og Kennedy. En hann hefur ekki sérlega mikið á efstu hæðinni. Forseti verð- ur hann örugglega aldrei. Aumingja hann. * , <;. ^ V""'ýv * -■ -- Norrænt samstarl Þetta kort af Natólöndum birtist nýlega í sænsku blaði, og eru þar öll hlutaðeigandi ríki merkt inn á, — að Is- landi undanskildu. Kortinu fylgir grein, sem fjallar um hin ýmsu vandamál banda- lagsins — deilur út af út- breiðslu kjarnorkuvopna, fjandskap Grikkja og Tyrkja, derringinn í de Gaulle. Hvergi í greininni er Nató-ríkisins fs- lands getið einu orði. Svíar virðast annars tölu- vert áhugasamir um þetta bandalag um þessar mundir, því í öðru blaði þeirra var fyrir skömmu ræddur sá möguleiki, að það kynni að leysast upp vegna áður- nefndra vandamála. Kæmi þá til greina, var haldið fram í greininni, að Norðurlönd mynduðu sitt eigið varnar- bandalag, er Svíþjóð, Finn- land og Nató-ríkin Danmörk og Noregur ættu aðild að. Ekki var heldur minnzt á ís- land í grein þessari, og höfum við þó sannfrétt, að r*ki þetta sé aðili að Nató og meira að segja talið til Norðurlanda. Þessi tvö dæmi verða látin nægja, en þau eru gott dæmi um það algera áhugaleysi, sem langvoldugasta og ríkasta þjóð Norðurlanda hefur á „sögueyjunni“, sem veizlu- glaðir framámenn „með augu köld en kurteisan brag“ nefna gjarnan svo í skálaræðum. Það er sama hvort rætt er um hugsanlegt norrænt varn- arbandalag, óhóð stórveldum, eða hugsanlega samstöðu Norðurlanda gagnvart efna- hagssamsteypum álfunnar; alltaf virðast þessir stærri bræður okkar gleyma því að við séum til, og er síður en svo að sjá að það minnisleysi valdi þeim neinu samvizku- biti. Þetta er ónotalegur sann- leikur, en sannleikur engu að síður, sem okkur er jafngott að taka tillit til, þegar við reynum að móta afstöðu okk- ar til alþjóðamála. Það end- emis húmbúkk, sem kallað er „norrænt samstarf", verður okkur ekki að meira gagni þótt þingmenn, sem fá ó- keypis utanferðir og kokk- teilveizlur út á það einu sinni eða svo á ári. flytja þegar heim kemur hjartnæmar út- varpsræður um „bróðurkær- leika“ í þessu sýndarsam- starfi, í þeim tilgangi einum að blekkja þjóð sína. Svoleið- is nokkuð hressir að minnsta kosti ekki upp á minni Svíans. Fermlngarúr Allar ný|ustu gerðir r BREÍTLING Öll Þekktuslu merkln ORSMIÐIR BJÖRN & INGVAR Laugavegi 25. — Box 204. — Sími 14606. Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Vesturver — Aðalstrasti 6 — Sími 11315 — Reykjevik. VUAK 15. tU. 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.