Vikan


Vikan - 14.04.1966, Síða 19

Vikan - 14.04.1966, Síða 19
Það er mjög gaman að sjá, hvernig aðrir taka við og útfæra þau verk, sem maður hefur unnið. Prjónastofan Sólin rædd og vegin ... .. . leiksviðið mótað____ I Þjóðlelkhúsinu PRJÓNASTOFAN I DEIGLUNNI Texti Sigurður Hreiðar Myndir Kristján Magnússon að voru mörg ár síðan ég hafði séð hann nema þá ( fjarska, og mér fannst hann öðru v(si en mig minnti, þegar hann kom inn úr dyrunum. Mér fannst hann bæði stærri og feitari, og meira að segja and- litið öðru v(si. Kannski af því maður er orðinn svo vanur karríkatúrnum. Sama var að segja um röddina. Hún var öðru vísi. Og öll þessi búkhljóð, sem hermikrákur leggja áherzlu á — þetta er allt saman mikið ýkt. Hans rétta rödd er fágaðri, ekki eins mik- ið ofan ( kverkunum, meira að segja minna en þegar hann les sögur sínar ( útvarp, enda beit- ir hann röddinni sjálfsagt öðruvtsi dags dag- lega en þegar hann les upp. Og fasið, það var líka breytt. f minni minn- ingu var hann alltaf blátt áfram og óþving- aður, eðlilegur og afslappaður. Nú var hann á verði, minnugur um kurteisisreglur og strang- ar siðavenjur, framkoman eftir forskrift á heims- mælikvarða. Kannski var þetta allt saman vitleysa. Kannski var ég aðeins óstyrkur og á verði í nánd þessa mikla manns, eina íslendingsins, sem fengið hefur Nóbelsverðlaun, mannsins, sem við reyn- um að koma að seint og snemma ( viðræðum okka við útlendinga og ef við förum með þeim um Mosfellssveitina, bendum við þeim á Gljúfra- stein og segjum: — Þarna á Halldór Kiljan Lax- ness heima. Þetta var niðri ( Þjóðleikhúsi, ( kompunni þar sem þeir mála leiktjöldin. Gunnar Bjarnason, leiktjaldamálari, hafði nýlokið við að gera l(k- an að sviðinu ( Prjónastofuna Sólina, sem Þjóð- leikhúsið æfir nú af kappi og frumsýnir á næst- unni. Það var von á Halldóri og Baldvini Hall- dórssyni, sem er leikstjóri ( Prjónastofunni Sól- inni, til að skoða og ræða um sviðsltkanið. Við biðum smástund eftir þeim; á meðan var Lárus Ingólfsson að smyrja rauðu og grænu Hörpusilki á haminn af Andskotanum úr Gullna hliðinu. Svo hengdi hann gallann fram við blásarann og setti í gang, og rétt um sama leyti komu þeir Halldór og Baldvin. — Gunnar minn, geturðu ekki lækkað þenn- an hávaða, spurði Baldvin, og Gunnar slökkti á blásaranum. Máttvana hamur Óvinarins hætti að dingla fyrir blæstrinum. Að kveðjum gengn- um tók Halldór að rýna í módelið. — Jahá. Jahá. Svona er það. Jahá. Er ekki þessi litur einum of hlýlegur, ha? Það var verið að berja og banga ofan f kjallara, svo ég heyrði ekki vel, hvað þeim fór á milli. Þeir ræddu eitthvað saman allir þrfr, Gunnar, Baldvin, Halldór; virtust mjög á eitt sáttir. Þegar þrenningin gliðnaði Ktið eitt, skaut ég inn spurningu: — Er þetta módel svipað því, sem þér hugs- uðuð yður sviðið í Prjónastofunni Sólinni? — Já. Ég fæ ekki betur séð, en þetta sé mjög líkt þv(, sem sviðinu er lýst ( bókinni. Svo héldu þeir áfram að skoða sviðið. Hvað- an Ijósin myndu koma, hvernig hægt væri að raða húsgögnunum og hver þau yrðu, og svo sagði HKL: — Vantar ekki eitthvað hér, við prjónavél- ina? Eitthvað til að leggja frá sér dót á? Eða stól? — Móðir mfn stóð ævinlega við sfna prjóna- vél, sagði Baldvin. — Annars er það sjálfsagt breytilegt. Það er hægt að hafa eitthvað þarna. Einhvers konar knakk. — Já. Já. Eitthvað til að leggja frá sér á. Mmmmm — ég óttaðist kannski, að bilið hér á milli — hann snerti fremstu tjaldvængina hvorum megin — sé of breitt. — Þetta eru nú ekki nema átta metrar, svar- aði Gunnar. — Átta metrar já. Átta metrar. Haldór sneri sér út f herbergið hægra megin við borðið og lyfti augum út að fjarri veggnum: — Eru þetta átta metrar? Gunnar mátaði fjarlægðina með augunum og anzaði: — Þetta eru Kklega ekki nema sex metrar. Baldvin stikaði vegalengdina stuttum skref- um og var óánægður með talninguna. Hann stillti sér upp við vegginn og stikaði lengri skref til baka. Það voru sex á móts við Halldór. Átta rétt um mitt borðið. Framhald á bls. 40. Þctta eru mennirnlr, sem velja verk ÞJóðleikbússins. Hver um sig hafa þeir breytilega titla, en sltjl þeir saman eins og bér, heita þeir ÞJóðleikhúsráð. Þeir eru, talið frá vinstri: Guðlaugur Bósinkrans, Gylfi Þ. Gíslason, Vilhjálmur Þ. Gfslason, Ilalldór Laxness, Valur Gíslason. Átta mctrar, já, átta metrar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.