Vikan


Vikan - 14.04.1966, Page 23

Vikan - 14.04.1966, Page 23
Eitt andartak breytti hún stefnu skammbyssunnar og snöggur smell- ur heyrðist. Kúlan gekk á kaf í kassann, milli útglenntra fingra mannsins, og hann sat eins og stytta og hafði ekki augun af hvæs- andi málmhólknum, frekar en hann væri dáleiddur héri. Einn mannanna féll til hliðar og lognaðist á gólfið. Svo féll undir- foringinn og sá þriðji aðeins fimm sekúndum seinna. Henni til skemmt- unar sá hún, að fjórði maðurinn hélt niðri ( sér andanum. Andlit hans dökknaði og augun tútnuðu út í höfði hans í vonlausri örvænt- ingu. Svo hvein í manninum, þegar hann gat ekki lengur varizt því að anda, og hún heyrði hjálparvana og sogandi andardrátt hans. Svo breyttust augun ( stein, lokuðust, og hann rambaði út af. Modesty sneri sér að hlutunum tveimur, sem hún hafði tekið eftir á veggnum, um leið og hún gerði sér grein fyrir herberginu — fjölda af stórum lyklum á hring, hang- andi á krók; og þar undir á sama krók héngu undarleg axlabönd úr svörtu teygjubandi. Við það voru tvær ftngerðar skeiðar úr hörðu leðri og í hvorri um sig var flatur kasthnífur með svörtu skafti. Síðar, þegar hættan var liðin hjá, og hún gat hleypt tilfinningunum að á ný, olli þetta andartak henni blönduðum tilfinningum. Hún fann til dapurleika af að sjá hlut, sem minnti á draum, sem aldrei myndi rætast. Og loks var eitthvað, sem nálgaðist ótta yfir að sjá þennan hlut einan, skilinn frá manninum, sem hann tilheyrði. Hún tók niður lyklana og axla- böndin, fór í flýti út úr herberginu og lokaði dyrunum á eftir sér. Svo lagði hún hraðstig af stað niður breiðan ganginn milli klefanna og tók af sér gasgrímuna á leiðinni. Willie Garvin lá á fltsóttum tré- bekk og hvfldi hendur undir höfði. Hann starði fullur drunga á sporð- dreka 1 rifu í loftinu. Ljósgeisli ut- an úr ganginum kastaði mjóum, svörtum skuggasúlum af rimlunum í dyrunum yfir steingólfið. Hann var stór vexti, einn eða tvo þuml- unga yfir sex fet, þrjátíu og fjög- urra ára að aldri, með úfið, Ijóst hár og blá augu í andliti, sem byggt var upp af litlum, flötum eigindum. Hendur hans voru stór- ar og fingurnir þverir fyrir að framan og líkaminn var stæltur og vöðvamikill, sérstaklega vöðvarnir, sem lágu frá hálsinum út í axllrn- ar. Á hægra handarbaki bar hann stórt ör, eins og ófullgert ess. Það hafði verið gert með rauðheitum hnífsoddi og maðurinn, sem gerði það, hét Suleiman, og essið var ófullgert vegna þess, að Modesty Blaise hafði komið inn í herbergið undir vöruhúsinu og drepið Sulei- man með því að brjóta á honum hálsinn og notaði sér eigin Ifkams- þunga mannsins, til að koma þvf í verk. Willie Garvin lá einn f þessum litla klefa með magnleysisdofa yf- ir huganum. Þetta var eins og f gamla daga, sem voru allir dag- ar fram að sjö sfðustu árum; dag- arnir fyrir Modesty Bla'ise, sem hafði allt í einu með töfrasprota haft endaskipti á heimi hans og gert allt eins og það átti að vera. En nú var Ijósið, sem hafði log- að í höfði hans, sfðastliðin sjö ár, ekki lengur á sínum stað. Hinn gamli, lamandi óskýrleiki var kom- inn aftur. Willie Garvin vissi, að hann átti að vera að gera eitthvað. Hópur af skítugum og tötrum klæddum hermönnum hafði náð honum og sett hann f fangelsi og myndi bráð- um skjóta hann. Ef þetta hefði ver ið fyrir nokkrum árum, í erindum fyrir Prinsessuna, hefði þetta ver- ið tittlingaskítur. Hugur hans hafðl verið fullur af hugmyndum. Ef hann hefði fengið tveggja klukkustunda ráðrúm, hefði hann getað hugsað upp sex mismunandi aðferðir til að ganga út úr þessarl rottuholu. Og fyrir nokkrum árum hefði hann þar að auki ekki lent f þessu — ekki gegn svona hálfvolgri mót- stöðu. Hann fór f taugarnar á sjálfum sér. Það var ekkert hægt að gera, vegna þess að Ijósið var slokknað og hjólin í höfði hans voru hætt að snúast. Eftir að hafa gengið í sjö ár, eins og hann væri tíu fet á hæð, var hann nú aftur orðinn að engu, án akkeris, án tilgangs eða vona. Og svo var hann dauð- ans matur. — Sú verður aldeilis reið út í mig, þegar hún heyrir þetta, hugs- aði Willie óskýrt. í sama bili glamraði eitthvað við rimlana f hurðinni. Hann sneri höfð- inu og sá svörtu veruna, sem klúkti f Ijósgeislanum. Hann þekkti hana undir eins. Hann settist hægt og rólega upp, sveiflaði fótunum fram á gólfið og gekk til dyra. Og meðan þetta gerðist, kviknaði Ijósið aftur í höfði hans, mjúklega og án þess að hann yrði nokkurs undurs var, og hjól- in tóku að snúast. Hinn nýliðni tími féll burtu eins og fölnandi draumur. Hún horfði rannsakandi á hann, kinkaði lítiliega kolli, rétti honum sfðan axlaböndin milli rimlana og tók að reyna lyklana sex við lás- inn. Willie renndi sér úr óhreinni skyrtunni, setti axlaböndin á sinn stað með hnffssköftin liggjandi f röð upp við vinstra brjóstið, svo fór hann í skyrtuna aftur en hneppti hana ekki nema rétt ofan við nafl- ann. Lykli var snúið og dyrnar opn- uðust. Hinum megin við ganginn horfðu fjórir, horaðir fangar f litl- um klefa á þau með sljóum, áhuga- lausum augum. Modesty lét lykl- ana á gólfið, rétt um armslengd frá þeim, og sá vonina kvikna í augum þeirra. Hún kinkaði kolli til Willies. Nú var hann kominn með hnff í hönd og hélt um hnffs- oddinn milli tveggja fingra og þum- alfingurs. Þau gengu hlið við hlið fram eftir miðjum ganginum, án þess að flýta sér um of, og þegar þau komu að skiptingunni, þar sem gangurinn lá til beggja hliða, tóku þau stefnu f áttina að varðher- berginu f endanum. Modesty fann notalegan kunnug- leikann hreiðra um sig hið innra með henni og fann hlð sama ger- ast með Willie. Hún gekk á eftir og sneri upp á sig til hálfs, þann- ig að hún fylgdist með því sem var fyrir aftan þau og til vinstri, svo hún gat ekki séð hann, en hún vissi, að augu hans myndu grandskoða það, sem væri fyrir framan og til hægri og þegar eitt- hvað kæmi upp á teninginn, myndl Framhald á bls. 43. VIKAN 15. tfcl. 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.