Vikan


Vikan - 14.04.1966, Page 26

Vikan - 14.04.1966, Page 26
fernskonar að eðli til. í fyrsta lagi einfaldar ránsferðir, sem farnar voru með litlu liði til að ná skjót- fengnum gróða yfir eitt sumar eða svo til að geta síðan setzt að náð- um þegar vetraði. Þess háttar v(k- ingaferðir hafa verið óteljandi, þótt þeirra sjáist lítil spor í sögunni, en þeim mun meiri í íslenzkum fornbókmenntum; samkvæmt þeim hefur það verið fastur vani þeirra íslendinga, sem utan fóru á vík- ingaöld, eða bregða sér í eina og eina stutta víkingaferð til að afla sér fjár og frama, eins og það var kallað. Lítur út fyrir, að sá hafi ekki þótt maður með mönnum, er þetta lét hjá Hða, l(kt og nú þyk- ir fráleitt að dvelja um hrfð í Lund- únum án þess að skoða Pálskirkju og Tower of London. Norðmenn virðast hafa orðið fyrstir til slfkra ránsferða, en Danir og Svíar tóku þær einnig fljótlega upp. FiöldamorS í nafni Hvíta-Krisfs. í öðru lagi má nefna herferðir, sem farnar voru með landvinninga fyrir augum, svo sem stríð Goð- freðs Danakonungs f upphafi nf- undu aldar gegn Karlamagnúsi og slavneskum þjóðum — Vindum op Óbótrítum — f Austur-Þýzkalandi. í þriðja lagi ber að telja tilraunir til að bvggja unnin lönd af fólki frá Norðurlöndum, og höfðu mik- ilvægustu aðgerðir Norðurlanda- manna f vesturvfkingu tvfmælalaust þann tilgang. Sfðast en ekki sfzt ber að geta þeirra vfkingaferða, sem farnar voru til að ná viðskiptaleg- um ftökum,- mestöll austurvíkingin mun hafa verið rekin f þeim til- gangi. Enn er ógetið einnar ástæðu til UDphafs víkingaferða og er hollt að geta hennar til fróðleiks þeim, sem halda kannski, að þessir glæsi- legu og hugumstóru forfeður okk- ar hafi að tilefnislausu tekið upp á því að drepa sannkristið og sauð- meinlaust fólk sunnar f álfunni. En því fór fjarri; sá neisti, sem Ifk- lega hleypti upprunalega öllum ó- sköpunum af stað, hefur trúlega verið yfirgangur og útþenslustefna voldugasta ríkis Evrópu í þann tíð, Frankaríkis Karls mikla eða Karla- magnúsar þess hins sannkristna, sem fyrr er nefndur. Kristindómur þessa þjóðarleiðtoga, sem ríkti yfir því svæði, er nú telst til Efnahags- bandalags Evrópu, og rúmlega þó, gekk svo langt, að hann lét einu sinni hrannmyrða á fimmta þús- und Saxa á einum degi til að snúa þessu fólki frá Óðinsvillu. Saxar, sem lengst allra Meginlands-Ger- mana reistu rönd gegn hinu fransk- verska ofbeldi, leituðu liðs hjá Dön- um, sem virðast hafa verið all- voldugir um þetta leyti, að minnsta kosti voru þeir óragir við að taka upp vopn gegn Frönkum. Konung- ur þeirra þá var Goðfreður sá, er fyrr er nefndur og mun hafa verið mikill höfðingi. Hann lét hlaða varn- arvegg mikinn á suðurmörkum Jót- lands og kallaði Danavirki; þjón- aði hann bæði sem vörn gegn inn- rásum sunnanfrá og sem hlífð verzl- unarleið þeirri, er konungur kom á fót þvert yfir skagann norðan virkisveggjarins. Miðstöð þeirrar verzlunar varð Heiðabær eða Slés- vfk. Þetta leiddi til þess, að hagn- aðurinn af verzluninni milli Vestur- Evrópu og Eystrasaltslanda dróst nú að miklu leyti f hendur Dana, en áður höfðu viðskipti milli þessara svæða mikið til farið fram yfir Noreg og Svfþjóð. Herjað á Frísland. Ekki lét Goðfreður þar við sitja, heldur fór hann nú með her á hendur Óbótrítum, sem voru banda- menn Karls mikla gegn Dönum og Söxum, dustaði þá ærlega til og lagði f eyði aðalkaupstað þeirra, Rerik í Mecklenburg. Því næst sneri þessi víkingur, sem sannarlega kunni ekki að hræðast, vopnum sfn- um gegn keisaraveldinu sjálfu. Sigldi hann miklum flota til Frfs- lands, en það land var þá nokk- 26 VIKAN 15. tbl. O Þetta málverk sýnlr hugmynd dansks tuttugustu aldar málara um landgöngu Göngu-Hrólfs í Normandf. Úti á sjónum sést grúl viklngasklpa, en sjálfur er Hrólfur kominn upp á klettinn á miðri mynd og hjá honum er dáti með hermerki í fuglslíki, lik- lega hrafns eða arnar. í klettasprung- unni fremst sést hópur lafhræddra Fransmanna. Brenndu höll keisars gerðu dömkirkiuna s 1 ■*Ý'-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.