Vikan


Vikan - 14.04.1966, Qupperneq 27

Vikan - 14.04.1966, Qupperneq 27
ins og ið hesttiúsi urnveginn sama svæði og nú heftir Holland. Tilgangur hans var ekki aðeins sá, að stöðva yfirgang Franka, heldur og að stórauka enn ítök Dana í verzlun álfunnar. Frfs- ar voru sú germönsk þjóð á megin- landinu, er hvað nákomnust var Norðurlandabúum. Þeir voru táp- miklir sjómenn og kaupmenn og á áttundu öld, þegar Miðjarðarhafs- verzluninni hnignaði vegna her- hlaupa Araba, færðust miðstöðvar viðskipta ( álfunni norður á bóg- inn og varð Rín aðaltengiliðurinn. Mikinn hluta áttundu aldar og lengra fram sigldu kuggar Frísanna með vörur fram og aftur milli Norðursjávarlandanna og allt til Eystrasalts; Dorestad skammt frá Rínarósum var helzta verzlunarborg þeirra, á þeirri tíð líklega sú auð- ugasta í álfunni. Karl Hamar, afi Karlamagnúsar, sá er stöðvaði Ar- aba við Tours, lagði Frísa undir Frankaveldi, og varð verzlun þeirra ríkinu auðvitað til mikilla þrifa. Goðfreður varð sigursæll í Frfs- landi; hernam landið og tók mikið fégjald af ibúunum. Hafði hann fullan hug á að sækja þaðan að höfuðborg Karls, Aachen, en var þá veginn af einum liðsmanna sinna út af einhverjum smámunum. Fór þá herhlaup Dana allt út um þúf- ur, og Frísland gekk þeim úr greip- um. Þetta gerðist árið 810. Hnignun Frankaveldis. Karl sá gerla, að Danir voru eng- in lömb að leika við. Lét hann koma upp víðtæku varnarkerfi með ströndum fram t ríki sínu, enda urðu Frankar fyrir litlum frekari ónáðum af völdum Víkinga næstu áratugina, meðan þeir Karl og son- ur hans, Lúðvík guðhræddi, sátu að völdum. Að frátalinni nefndri innrás Goðfreðs kvað raunar lítið að Víkingum í vesturvegi um þess- ar mundir, þótt fyrstu vikingaferða sé getið í annálum nokkru fyrir aldamótin 800. Af þeim er hvað frægust árásin á klaustrið á Lind- isfarne við Norðymbralandsstrend- ur,- voru munkar þessa staðar kvist- aðir niður af mikilli grimmd og sumir kvaldir. Víkingar þeir, sem hér voru að verki, munu hafa ver- ið norskir. Annars treystu norrænir menn sér lítt til árása á England fyrstu áratugi níundu aldar. Eng- land var þá að vísu klofið í nokk- ur ríki, en sum þeirra voru all- voldug og bjuggu við mikla menn- ingu, er bjó að erfðavenjum aftan úr heiðni og kristinn dómur hafði samlagazt furðu árekstralitið. Þv( til áréttingar má nefna, að trúboð og menningarstarfsemi á meginlandi álfunnar á þesari tíð hvíldi að mestu á herðum engilsaxneskra manna; jafnvel Karl mikli sótti til þeirra kennara og fræðimenn. (rland fékk h insvegar að kenna eftirminnilega á árásum Víkinga — aðallega norskra — þegar frá upp- hafi aldarinnar, enda var landið klofið í mörg máttvana smáríki. Skotar urðu einnig snemma fyrir ónáðum af hálfu Norðmanna, sem munu hafa byggt Hjaltland og Orkneyjar þegar fyrir upphaf vík- ingaaldar. Þegar kom fram á fjórða tug níundu aldar, tóku á ný að magn- ast árásir Víkinga á Frankaveldi, enda var það ríki nú í hraðri hnign- un. Olli þar miklu um, að Lúðvtk keisari Karlsson var hinn mesti aum- ingi en synir hans óráðsiumenn og ribbaldar; fóru þeir í hár saman út af ríkinu þegar að föður sínum ódauðum. Ekki er að efa, að menn á Norðurlöndum hafi vandlega fylgzt með ganginum [ pólitíkinni suður frá og verið fljótir að grípa gæsir þar sem gáfust. Rínarlönd í loga. 834 réðust Danir að nýju á Frís- land, náðu því á vald sitt og rupl- uðu Dorestad, sem áreiðanlega var feitasti biti, sem Víkingar höfðu fram til þessa komizt t. 845 rændu þeir Hamborg. Höfðu þeir Frfsland Framhald á bls. 48. NorSurlandabúar á víktngaöld voru snillingar í listvefnaði, og litríkir bún- ingar Víkinga báru því vitni. Þótt Víkingar ættu beztu hafskip sinna tima, þá olli frankneska riddaraliðið þeim oft miklum vandræðum í land- orrustum. Þessi teikning á að sýna þá á flótta undan riddurum. Víkingar sitja um París. Mynd- in er seinna tíma málverk, franskt. VIKAN 15. tbl. 27

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.