Vikan


Vikan - 14.04.1966, Side 39

Vikan - 14.04.1966, Side 39
— Hvað eigum við nú að gera? Lautinantinn komst hjá því að svara, því í sama bili komu tiu sól- brenndir menn hljóðlaust aftan að þeim og gripu þau. Hendur þeirra voru bundnar aftur fyrir bökin og síðan ráku árásar- mennirnir þau á fund Signor Paolo di Visconti, sem ríkti yfir þessum stað í kastala sínum á hæðinni. Þetta var íþróttamannlega vaxinn Genúamaður, svo vöðvastæltur, að hann virtist í þann veginn að sprengja utan af sér satínskikkjuna. Undirförult bros hans og grimmdarlegur svipurinn sýndi glögglega, að hann var þorpari. Því það var hann og ekkert annað, og réði yfir korsískum þegnum, sem voru jafn miklir barbarar og hann. Hann virtist mjög glaður yfir föngunum tveimur. Ránsfengurinn í gömlu galeiðunni og fáeinir illa farnir þrælar voru honum fremur lítils virði. —■ Liðsforingi úr flota hans hátignar Frakkakonungs! hrópaði hann Genúamaðurinn og krosslagði flatar hendur á bringu sér. — Mér hefði þótt svo leitt að valda yður vandræðum. En nú er allt í lagi. Hann sneri sér að Angelique. ■— E'ruð þér þreytt, Signora? Ég skil. Eg er ruddi. Ég skal vísa yður til — hvað kallið þið það á frönsku — íbúð? Hæst uppi í kastalanum var vel loftræst herbergi með stóru rúmi með útsaumuðum rekkjuvoðum og brekánum úr brókaði. Herbergið var fullt af feneyskum speglum, frönskum klukkum og tyrkneskum hertygjum. Angelique flaug í hug, hve mjög þessu herbergi svipaði til birgðageymslu þjófanna i Nesleturninum. Korsísk þjónustustúlka krafðist þess, að hún færi í bað og síðan i bráðþokkalegan kjól, sem hún tók út úr skáp, þar sem margir fleiri héngu, örugglega allt fatnaður úr ferðakistum óhamingjusamra sæ- farenda. Angelique naut þess að lauga sig í heitu vatninu og teygja úr þreytt- NYTT..! Diplomat vindill: Glæsilegur mjór vind- ill, sem i einu hefur fínan tóbaksilm og þægilega mildi. Lengd: 130 mm. Danish Whiffs smávindill: Sérstaklega mildur, mjór smávindill, sem er reyktur og virtur víða um lönd, Lengd: 95 mm. SKANDINAVISK TOBAKSKOMPAGNI Leverandor til Det kongelige danske Hof á lélegri frönsku. — Þér eigið vænti ég fjölskyldu, sem þykir vænt um yður, Signor, ef til vill fjölskyldu sem á mikið af peningum? Do mio, ohe bello ragazzo! andvarpaði hann um leið og hann strauk Ange- lique um vangann með skítugri hönd, prýddri mörgum hringjum. Millerand lautínant stirðnaði upp: — Madame du Plessis-Belliére, sagði hann í kynningarskyni. — Kona Madonna! Ma garda che carina! Che bella ragazza! Mér þykir mjög vænt um ungt fólk, en kona eins og þessi — er mjög sjald- gæf! Millerand lautinant komst að því, að storminn hafði borið þau að ströndum Korsíku, lítt numdu og fábýlu landi, sem raunar var undir stjórn Genúa. Vegna virðingar fyrir stöðu fanganna, bauð Italinn þeim til matar. Gestrisni hans var furðuleg blanda af íburðarmikilli risnu og rudda- legum einfaldleik. Borðdúkarnir hans voru úr fínasta efni, en það voru engir gafflar, og hinar fáu skeiðar voru aðeins notaðar til að ausa með. Þau átu með því að dýfa fingrunum ofan í silfurdiska, sem báru vörumerki frægs, feneysks gullsmiðs. Signor di Visconti bauð þeim steiktan grís, kryddaðan með fennel og kastaníuhnetum. Svo komu þjónarnir með stóran málmpott fullan af kjötsúpu, rauðri af saffrani með bitum af brauði og bökuðum osti. Þrátt fyrir kvíðann át Angelique eins mikið og hún gat. Genúa- maðurinn hafði ekki augun af henni og gætti þess að fylla stöðugt silfurbikarinn hennar af dökku, ilmandi víni, sem fljótlega færði roð- ann fram í kinnar hennar á ný. Hún leit hvað eftir annað áhyggju- full á Millerand, sem skildi augnaráð hennar og kom henni til hjálpar. — Madame du Plessis er mjög þreytt. Getur hún ekki fengið að hvíla sig á einhverjum rólegum stað. — Þreytt? Er Signora ef til vill ástmær yðar Signor? Ungi maðurinn roðnaði upp í hársrætur: — Nei. — Ah! mér líður strax betur, ég get dregið andann að nýju, sagði um ‘fótunum, sem saltið og sólin hafði farið illa með, en hún hélt fast við að klæða sig aftur í sín eigin föt, þótt þau væru stíf og óhrein og rifin. Hún gætti þess vel að hafa beltið, fullt af gulli, á sínum stað. Henni fannst nokkur vörn í karlmannafötunum og peningunum. Þegar hún lagðist upp í, fannst henni rúmið hreyfast eins og skip í stórsjó, og henni þvarr allur þróttur. Andlit Nicholasar og hinna glæpa- mannanna og Signor Paolos þyrluðust umhverfis hana, starandi og glottandi. Að lokum féll hún í órólegan svefn. Hún vaknaði við að barið var á þykkan, járnbentan gluggahlerann, sem notaður var í hurðarstað. 1 gegnum hann heyrðist ógreinilega kallað: — Húsmóðir! Húsmóðir! Það er ég! Madame Marquise, opnið þér! Hún neri ennið. Iskaldur vindur gnauðaði i gegnum herbergið. — Það er ég, Flipot! Hún steig fram úr og þreifaði sig til dyra, opnaði þær og fyrir framan fann hún litla þjóninn sinn með olíulampa. — Hvernig líður yður, Madame Marquise? spurði hann og brosti eyrna á milli. — En.... en hvernig.... Hún vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. — En Flipot, hvaðan kemur þú? — Af galeiðunni eins og þér, Madame Marquise! Angelique lagði hendur á axlir hans og kyssti hann. — Ó hvað mér þykir gaman að sjá þig! Ég hélt að þú hefðir annaðhvort orðið fórnar- lamb glæpamannanna eða drukknað, þegar skipið fórst. — Nei, Calembredaine þekkti mig, þegar við vorum enn á galeið- unni. Hann er einn af okkur, sagði hann. Ég bað hann einnig að þyrma gamla apótekaranum, því hann gæti ekki með neinu móti gert þeim miska. Þeir lokuðu okkur inni í birgðaklefanum, en Monsieur Savary stakk upp lásinn. Það var koldimmt og stormurinn i hámarki. Þræl- arnir voru að væla í lestinni og þeir, sem voru ekki hlekkjaðir, voru allsstaðar skríðandi. Þegar við komumst að því, að þér voruð ekki VIKAN 15. tbl. gQ

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.