Vikan


Vikan - 14.04.1966, Page 40

Vikan - 14.04.1966, Page 40
lengur um borð, heppnaðist mér og Monsieur Savary að koma skips- bátnum í sjóinn. Og hann er svo sannarlega sjómaður, sá gamli! Samt gat hann ekki komið í veg fyrir, að fiskimenn Signor Paolo næðu okk- ur, en við vorum heilir á húfi og Þeir gáfu okkur að éta. Þegar við komumst að því, að þér höfðuð einnig bjargazt, vorum við eins ánægð- ir og við gátum verið. — Já, drengur minn, það er sannarlega nokkurs virði að vera lif- andi, en við erum aldeilis í nauðum stödd. Við erum í höndum glæpa- manna af verstu tegund. — Þessvegna kom ég hingað. Það er hérna skip í þann veginn að ieggja í haf. Já, kaupmaður, sem Signor Paolo hefur lagt hald á, en ætlar að reyna að laumast burt. Hann er fús að bíða eina klukkustund eftir okkur, en við verðum að flýta okkur. Angelique þurfti ekki langan umhugsunarfrest. Allt sem hún átti, bar hún á sér. Hún litaðist um í herberginu, flaug í hug, að einn af Þau heyrðu sjóinn gnauða við sandströndina, þar til þau komu að litlum helli, þar sem nokkrar verur voru á rjátli í kringum lítið skip. — Svo það eruð þér, sem eruð að láta fiskana við Korsiku og Sardínu éta yður? spurði rödd, með hreim, sem gaf til kynna ,að eigandi hennar væri frá Marseilles. — Já, það er ég, svaraði Angelique. — Biðið, hér er nokkuð í ómaks- laun. * — Við skulum tala um það síðar. Upp í skipið með yður. Nokkur fet í burtu var Savary og leit út eins og illur andi í myrkr- inu, þar sem hann þeytti særingum út i næturvindinn: — Græðgi yðar mun flytja yður óhamingju. Þér óseðjandi barnablótari, þér risakol- krabbi, þér fúla snikjudýr, sem lifir á auðæfum annarra. Ég bauð yður allt, sem ég átti, og þér afneituðuð því! — Ég skal borga fyrir hann, sagði Angelique. — Það verða of margir um borð, muldraði skipstjórinn. ZEISS IKON er trygging fyrir vönduð- um myndavélum. Árs ábyrgS. Ábyrgðarskýrteini fylgir hverri vél. EINKAUMBOÐ OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA: IKOMATIC A með innbyggðum Ijósmæli og sjólfvirkri Ijós- opsstillingu. Rauður punktur myndast í glugganum, yður til aðvörunar, þegar birta er ekki næg til myndatöku. IKOMATIC F með 2ja hraða lokara (1/30, 1/90) er skiptir sér sjólfur þeg- ar flash er notað. ZEISS IKON Myndavélar fyrir Kodapak-kassettur, sem smellt er í vélarnar á augabragSi. Einnig úrval myndavéla og sýningarvéla. Garðastræti 6, sími 16485, pósthólf 1006. Útsölustaðir: Fótóhúsið, Garðastræti 6, sími 21556. Filmur & vélar, Skólavörðustíg 41, simi 20235. Jón Bjarnason, Hafnarstræti 94, Akureyri, sími 11175. rýtingunum, sem hún sá á veggnum, gæti komið sér vel og renndi hon- um upp í ermi sína. — Hvernig komumst við út úr kastalanum? —• Við verðum að reyna. Fólkið hér hefur verið að drekka, til að halda upp á skipbrot galeiðunnar. Það var töluvert af vini um borð, sem eyði- lagðist ekki. Það eru flestir drukknir eins og grisir. — Hvað um Signor Paolo? — Ég sá hann ekki. Ætli hann hafi ekki dáið í einhverju horninu líka? Angelique spurði um lautinant Millerand, en Flipot sagði henni, að hann hefði verið settur í svarthol, og þau gætu ekki hugsað um hann. Þau laumuðust niður stiga eftir stiga, ofurhægt, og dragsúgurinn hafði næstum því hvað eftir annað slökkt á lampanum íyrir þeim og jafnvel kæft ljósin á luktunum, sem hengdar voru á veggina hér og þar. Þegar þau voru komin alla leiðina niður, tók Genúamaðurinn á móti þeim, og brosið á vörum hans boðaði ekkert gott. — Ah, Signora che coa c’é? Hafið þér komið til að halda mér félags- skap? Ég er upp með mér! Angelique átti enn eftir nokkur þrep alla leið niður og sá þegar í stað, hvernig allt var í pottinn búið. Uppi yfir Signor Paolo di Viseonti var tréhringur með fjórum, háum, sverum kertum, og hékk á streng, sem lá gegnum hring i stigaveggn- um. Það tók Angelique tvær sekúndur að þrífa rýtinginn og skera á línuna. Hún fékk aldrei að vita, hvort þessi klunnalega Ijósastika lenti á höfði Genúamannsins eða ekki, því það slokknaði á öllum ljósum, en þau heyrðu hann formæla og gerðu sér ljóst, að þó hann væri ekki dauður, var hann að minnsta kosti í óþægilegri stellingu. Þau notuðu sér myrkrið og ringulreiðina, sem á komst, og náðu heilu og höldnu útfyrir. Flipot hljóp á undan eins og köttur og vísaði veg- inn til mótsstaðarins. Dökk ský skýldu fullu tungli. — Þessa leið, sagði Flipot. Svo fór hann, tók stýrið og lét sem hann sæi ekki, þegar gamli mað- urinn klöngraðist um borð með pokann sinn, regnhlífina sína og flösk- urnar. Framhald. í nœsta blaöi. öll réttindi áslcilin — Opera Mundi, Paris. Prjónastofan Sólin Framhaid af bis. 19. — ÞaS má taka hér úr, sagði Gunnar. — ÞaS má mjókka sviSiS hér, alveg að skaðlausu. Hann tók hlífina frá dívaninum og benfi í þilið ofan við höfðalagið. — Og svo verður þetta meira gert með 1 jós- um, þannig að Ijósin skammta meira breiddina á sviðinu. í þessu sneri Halldór sér að Kristjáni Magnússyni og sagði: — Þið getið tekið myndir af þessu og þær koma út eins og þær væru teknar af raunverulegu sviði? — Já, svaraði Kristján. — Nema hvað Ijósið hjá mér kemur bara að framan, en lýsingin á raunverulegu sviði er inni á því. — Já. En það er sama hvað þið takið góðar myndir, þær verða all- ar eins þegar þær koma úr klissju- gerð. — Það bætir ekki úr skák, mald- aði ég [ móinn, — að við fáum ekki að prenta blöðin á nema dagblaða- pappír, þótt við viljum gera bet- ur. — Það er eins og dagblaðapapp- ír geti verið góður líka, svaraði Halldór. — Eg man ég sá úti í Sví- þjóð mynd í dagblaði, sem var mjög vel prentuð, en svo sá ég þessa sömu mynd prentaða aftan á bókarkápu hér, á góðan pappír, óg hún var bara hvít klessa. Við ræddum þetta um stund, og þar kom, að Halldór sagði: — Mér VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.