Vikan


Vikan - 14.04.1966, Side 43

Vikan - 14.04.1966, Side 43
dettur í hug myndabók, sem Ragn- ar Jónsson gaf út. Ég kynntist þessu nokkuð, af því að ég skrifaði for- móla fyrir bókinni. Þetta var bók með myndum af verkum Asgríms. Ragnar fékk fyrst innlenda mynda- smiði til að taka myndirnar, og þær voru allgóðar. En svo um sama leyti var hér ó ferð Þjóðverji, sér- hæfður ó þessu sviði, og Ragnar fékk hann til að taka myndirnar og henti öllum hinum. Þetta voru af- burða góðar myndir, einstaklega góðar myndir, en svo þegar þær komu úr klissjugerðinni, þó var allt farið út um þúfur. Dg hann hélt ófram: — Mér hef- ur stundum flogið í hug atvik, sem gerðist einu sinni hér á árunum, þegar Bjarni Björnsson var að skemmta. Hann hermdi eftir tutt- ugu manns á fundi, þannig að hann hafði tuttugu stóla og færði sig alltaf á milli þeirra eftir því hvern hann lék. Hann byrjaði á því að raða mjög nákvæmlega upp stólunum, hverjum fyrir sig, svo ekki skeikaði millimeter, og það voru allir orðnir afar spenntir að vita hvað kæmi nú út úr þessu. Svo loksins lauk hann að raða stólun- um og gekk af stað nokkuð greitt meðfram stólaröðinni, en rak þá fótinn í einn og hnaut við, og þá var öll þessi nákvæma vinna ónýt. Mér hefur stundum dottið þetta í hug, þegar þið, I jósmyndararnir, komið með góðar myndir, en svo eru reknar í þær tærnar ( klissju- gerðinni. Þetta var ekki viðtal. Fjarri því. Við fengum aðeins að vera við og taka myndir og hlusta, þegar leik- stjóri og leikritshöfundur komu að glugga á líkan að sviðinu. Nú vor- um við búnir að fá okkar skammt, og þeir Halldór og Baldvin tóku að ræða sín mál. Ég heyrði, að Halldór innti eftir Magnúsi Blöndali Jóhannssyni, en Baldvin sagði að hann væri ekki við, en spurði hvort hann mætti ekki bara koma með þetta heim til Halldórs morguninn eftir? — Mmnei, svaraði Halldór. — Ég var eiginlega búinn að lofa þeim niðri frá að vera hjá þeim á morgun. Þrátt fyrir, að þetta átti ekki að vera viðtal, gat ég ekki á mér set- ið að gjamma fram í: — Þér hafið auðvitað meira en nóg að gera, þegar verið er að færa upp leikrit eftir yður á tveim- ur stöðum ( einu. — Ég reyni að fylgjast svona nokkuð með, svaraði Halldór. —• Það er nú svo, og það hafa marg- ir höfundar einnig sagt mér — hér romsaði hann upp mörgum nöfn- um, sem ég náði ekki að festa í minni — að sviðsetning leikrits sam- svari aldrei ( raunveruleikanum þvt sem höfundur sá fyrir sér í hugan- um þegar hann var að semja. Það er mjög gaman að sjá, hvernig aðr- ir taka við og útfæra þau verk, sem maður hefur unnið, gaman að sjá hvað leikarar vinna úr þeim persónum, sem maður hefur gert pér fáið fleiri rakstra með Silver Gillette, esi ookkru öðru rakblaði og þegar það kemur betra blað, en Silver Gillette, pá verður nafnið Gillette á því. pað bezta í rakstri hefur ávalt komið frá Gillette. Silver Gillette er ryðfría rakblaðið^sem gefurstöðuga mýkt og raunverulega langa endingu. SILVER GILLETTE-GEFUR FLEIRI RAKSTRA EN NOKKURT ANNAÐ BLAÐ. ( huganum. Uppfærslan er eins kon- ar framhald á því verki, sem hefst með því að leikritið er skrifað, og ég hef mjög gaman af að fylgjast með því. ★ Modesty Blaise Framhald af bls. 23. hann þegar í stað vita það. Það var engin ástæða til að segja hon- um að beita eins litlu valdi og hægt væri að komast af með. Hann vissi það. Þau voru um tíu metra frá opn- um dyrunum, þegar þau heyrðu upphrópun, sem kom að utan, og hún vissi, að meðvitundarlaus her- maður hafði fundizt. Maður kom ( Ijós í dyrunum og flýtti sér að bera riffilinn ( skotstöðu. Þau gengu á móti honum án þess að breyta um hraða, og hann starði á þau. Hann lyfti upp rifflinum og þau fóru sitt í hvora áttina ( breiðum ganginum, til þess að hann gæti valið um tvö skotmörk. Hermað- urinn sveiflaði rifflinum á vfxl, frá einu til annars, og fálmaði um öryggið. Modesty lyfti skammbyssunni og dró riffilhlaupið í áttina að sér eins og segulstál um leið og ör- yggið féll frá. Þá átti Willie leik. Hann kastaði sér áfram og fór heljarstökk og riffillinn þeyttist til VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.