Vikan


Vikan - 14.04.1966, Side 44

Vikan - 14.04.1966, Side 44
baka í óttina til hans, en í sama bili krækti hann með öðrum fæti aftur fyrir ökkla hermannsins og sparkaði með hinni í hné hans og maðurinn skall ó bakið, eins og það hefði verið kippt í hólsinn á honum. Um leið og loftið tæmdist úr lungum hans, sparkaði Modesty með ákveðnum þunga á annað gagnauga hans. Willie var þegar kominn upp á fæturna, með þessari snöggu axla- hreyfingu — einu hreyfingunni, sem hún hafði aldrei getað lært, þrátt fyrir þolinmóða kennslu hans. eftir ósléttum troðningnum upp á veginn. Hún hélt hraðanum á fimmtíu í þriðia, þar til þau komu upp á aðalveginn, en þá skipti hún upp í fjórða og steig fast á bensín- gjöfina. Það var löng þögn, sem ekkert rauf, nema notalegt malið í vél- inni og hvinurinn í hjólbörðunum. Henni var Ijóst, að Willie var ekki lengur rólegur við hlið hennar á sama hátt og hann hafði verið, meðan þau voru að komast út. Hann sat stífur og vandræðaleg- ur, mjög beinn. Hún leit snöggt í essa? sagði hann eftir stundarkorn. — Tarrant sagði mér um þig fyr- ir viku. Eg pantaði flugfar, hringdi í Santos í B.A. Bað hann að setja upp fyrir mig allt — áætlunina, mút- urnar, allt. — Baðstu? Það var hneykslun í rödd Willlies. — Ég gat ekki sagt honum að gera neitt. Santos vinnur ekki fyr- ir mig lengur. Þú manst það, vænti ég? — En var hann með á nótunum? — Hann vissi, að ég myndi gera honum lífið leitt, ef hann væri það — Já — fyrir þig. Það var allt- af auðvelt, þegar þú sagðir mér að fara og gera það. Hann renndi hendinni [ gegnum hárið. — Ég gat bara einhvern veginn ekki komizt inn í þetta, Prinsessa. Svona að vera á eigin fótum — það virtust öll sund lokuð. Ég var hræddur um, að sú yrði raunin — en ég varð að gera eitthvað. Hann dró hugsi að sér sígarettureykinn. — Þetta er tilgangslaust. Ég get ekki setið auðum höndum. Ég veit ekki hvernig þú ferð að því, endaði hann með djúpri virðingu. EIGID ÞER i ERFIÐLEIKUM EF SVO, ÞÁ ER LAUSNIN HfeR MEÐ HIRZLU UNDIR SKRÚFUR OO ANNAÐ SMADÓT ? FRAJMLEIDUM HINA ÞEKKTU SKÁPA í ÞREM STÆRDUM 16.24 OG 32 SKÚFFUII 1001 REYKJALUNOUR VINNUHEIMILID AÐ REYKJALUNDI REYKJALUNDI SÍMI UM BRÚARLAND SKRIFSTOFA í REYKJAVÍK BRÆÐRABORGARSTÍO 9 SÍMI 22150.... Þau héldu áfram, fikruðu sig hægt í gegnum dyrnar og horfðu hvort í sfna átt. Allt í lagi. Modesty sneri sér við og kinkaði kolli. Svo tóku þau til fótanna og hlupu af stað í áttina til trjánna. Þegar þau stigu á þykkt teppi af rotnandi jurtaleifum, heyrðu þau hrópin frá fangelsinu. Þau heyrðu hrópin bergmála héðan og þaðan frá götunni, sem var framan við fangelsissvæðið. Sumir fanganna voru komnir út og allt var í upp- námi. Modesty hægði ferðina. Þau hlupu rólega milli trjánna og yfir lítil rjóður. Tunglsljósið snerti þau við og við, þar sem það náði að þrengja sér niður á milli trjánna. Með fimmtíu metra millibili var hvítur pappfrsmiði festur á tré til að vísa þeim veginn. Eftir að hafa hlaupið um hálfa mílu, komu þau út á þröngan leirveg. Bíllinn, svartur Chrysler, stóð þar bak við brúsk af háu grasi. Willie hélt dyrunum opnum meðan Mod- esty settist inn stýrismegin, en hljóp síðan í kringum bílinn og settist f farþegasætið. Án þess að kveikja Ijósin renndi hún bílnum spegilinn og sá sauðarlegan á- hyggjusvip á sólbrúnu andliti hans. Hikandi í bragði þreifaði hann inn í hanzkahólfið, fann sígarettur, kveikti í tveimur og fékk henni aðra. Hún tók við henni og dró að sér reykinn án þess að hafa augun af myrkum veginum. — Við komumst yfir landamærin eftir hálfa klukkustund, sagði hún lágt. — Það er enginn vandi. Ég breiddi gullteppið yfir þau, um leið og ég kom inn. — Mér þykir fyrir þessu, Prins- essa, sagði Willie Garvin og ræskti sig. — Þú hefðir ekki átt að koma. — Ekki það? hún leit snöggt á hann. — Þeir ætluðu að drepa þig, Willie, asninn þinn. Og ég hefði ekki einu sinni vitað það, ef Tarr- ant hefði ekki sagt mér það. — Tarrant? — Sá sami. — Það var fallega gert af hon- um. Hann gretti sig. — En þarf þá ekki að borga það? Hún svaraði ekki. Lét hann svitna. Þetta var í fyrsta skipti í mörg ár, sem hún hafði þurft að veita honum ofanígjöf. Hann hafði beð- ið um það og hann vissi það. — Hvernig komstu hingað, Prins- ekki. Rödd hennar var hvöss: — Hver fjandinn kom yfir þig, Willie? Við hættum, var það ekki? Ekki meiri glæpi. Við græddum okkar fé, skiptum fyrirtækinu og hættum. — Ég var ekkert að gera, Prins- essa . . . — Þegiðu og hlustaðu, Willie vinur. Hún skynjaði snöggan feg- inleikann í honum, þegar hann heyrði hana nota þetta gamla, kunnuglega ávarp. — Þú átt full- an banka af peningum og litla og skemmtilega krá niður við ána. Allt, sem hugur þinn girnist. Hvers- vegna þurftirðu þá að koma hing- að og láta hanka þig sem mála- liða í bananaríkisuppreisn? Willie andvarpaði: — Fram- kvæmdastjóri minn rekur krána bet- ur en ég get gert, sagði hann með nokkurri beiskju. — Ég var að ganga af göflunum, Prinsessa, ég segi þér það satt. Að tapa glór- unni. Ég varð að gera eitthvað. — Þurftirðu að láta ná þér? Og drottinn minn, vera svo bara ró- legur í fangelsinu! Willie, þetta er auðmýkjandi. Þú hefur það oft bjargað þér úr verri klípu f erind- um fyrir mig áður. Modesty beygði út af aðalveg- inum og inn á mjóan troðning og gætti þess að fylgja stffum fyrir- mælum Santos út í æsar. — Ekki ég heldur, sagði hún með hlutlausri röddu. — Þetta er í fyrsta skipti f heilt ár, sem ég finn að ég er lifandi. Willie settist upp með rykk og starði á hana. — Jæja þá, sagði hann mjúklega. — Eigum við þá ekki að snúa aftur í gamla brans- ann, Prinsessa? Byrja upp á nýtt og koma upp nýju Kerfi . . . ? — Það hefði engan tilgang nú- orðið. Við fengum það sem við vildum, og án þess að hafa eitt- hvað til að keppa að, myndum við bráðlega tapa. Hann kinkaði kolli drungalegur á svip. Ljósið var á sínum stað f höfði hans og logaði skært, og hjólin snerust vel og lipurt, og hann vissi að hún hafði rétt fyrir sér. — Hvað eigum við þá að gera? spurði hann vonleysislega. — Ég meina bara til að hreyfa sig ann- að slagið. Þú veizt hvernig það er, Prinsessa. Tíminn milli átakanna er góður, aðeins vegna þess að hann er á milli. Ef enginn átök væru, 44 VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.