Vikan


Vikan - 14.04.1966, Qupperneq 45

Vikan - 14.04.1966, Qupperneq 45
Þetta er hin nýja og stórglæsilega olivetti rafritvél Verö kr. 13.860oo, með söluskatti. Vélritunarhraði 840 slög á mínútu. Leturborðið með ásláttarstilli. Stafirnir geta slegið fastar ef mörg afrit eru nauðsynleg. OLIVETTI 5 lyklar síritandi ef með þarf. Aukið afköstin - notið rafritvél. Árs ábyrgð - fullkomin viðgerðarþjónusta. IJ T ‘ g/hELGASON & MELSTEÐ H.F., RAUÐARÁRSTÍG 1 - SÍMI 11644. veeri þetta bara eins og . . . Eins og gamall bjór. — Það sem Tarrant vill fá í stað- inn, sagði hún hægt, — er svolítið verkefni af hendi leyst. En ég veit ekkert um það ennþá. — Við, að vinna undir stjórn Tarrants? f rödd Willies mátti heyra bæði von og óánægju. — Ekki undir stjórn hans, held- ur fyrir hann. Og sérstakt verk- efni. Og hann þvingaði mig ekki, Willie. Ég veit ekki, hvort það get- ur orðið „við". Ég veit ekki, hvort hann hefur orðið svo hrifinn af þessu síðasta verki þínu. — Nei, sjáum nú til Prinsessa! Það er allt annað! Þú getur sagt Tarrant það. Ég á við, að ég hef aldrei gert svona í buxurnar mínar áður, ekki allan þann tfma sem ég vann fyrir þig, er það ekki? — Nei. En nú er þvf lokið Willie. Ég get ekki tekið þig með, einungis vegna þess að ég gæti þurft á hjálp að halda. Það þýðir, að þú myndir þurfa að taka við skipun- um frá mér aftur. Og nú ertu orð- inn stór strákur. Ég vil, að þú sért sjálfur maður. — En ég vil það ekki. Það var kvíði og hiti í rödd hans. — Ef þú tekur mig ekki aftur, er ég búinn að vera. — Ó Willie . . . Ég veit það ekki. Hún var hugsi. — Heyrðu, við skul- um sjá hvað Tarrant á f pokahorn- inu. En ég vil ekki vera of viss um þig, og ég vil ekki að Tarrant verði það heldur. Láttu mig bara um þetta, og haltu nefinu utan við. Ég vil ekki, að þú lendir í neinum vandræðum. — Engar áhyggjur, Prinsessa. Ég hef hlaupið nóg á mig. Mér þykir fyrir því. — Ég hef engar áhyggjur. Fram- undan blöstu við Ijósin á lítilli landamærastöð, og hún létti á hægri fætinum og sneri sér að hon- um til að horfa vandlega á hann eitt andartak. Willie sá sjaldgæfa brosið, sem allt f einu lýsti upp andlit hennar, bros, sem var þess virði að bíða heila viku eftir þvf. — Það eina, sem ég hef áhyggjur af núna, eru flugáætlanirnar, Willie. Ég á stefnumót f Covent Garden næstkomandi þriðjudag. Þriðji kafli. Tónlist Tchaikovskys dunaði og dó út. Svanirnir flugu burt. Sieg- fried fór á eftir gestum sínum og skildi Wolfgang eftir einan og drukkinn á sviðinu. Tjaldið féll að loknum öðrum þætti í Svanavatninu og aðdáend- urnir skelltu saman lófum í viður- kenningarskyni. Þegar Modesty Blaise kom inn í stóra og ríkmannlega skreyttan barinn, var hann þegar orðinn full- ur. Hún var f fölgrænum kvöld- kjól með útsaumuðum jakka og axlaslæðu. Hvítir hanzkar náðu upp að olnbogum. Hún bar hálsmen með stórri ametystu, meistaralega slípaðri. Karlmennirnir gutu hvössum, laumulegum augum til hennar og konurnar störðu opinskáar, en hún tók ekki eftir því. í augum henn- ar skein glóðin af skemmtun undan- farinna klukkustunda. Framhald f næsta blaði. UMGFRÚ YNDISFRÍÐ býð'ur ythjr kK) teod^ie&ilsfea konfekt í»é íí ó A. HVAR ER ÖRKIN HANS NOAt ÍSSfiL líMfilSSL. ðrfcfcr M A BBs . fi % a Sið»«t tt Me'ffiS rar kltut vsrttaunln: Benedikt Arnbjörnsson, Bergsstöðum, ASaldal, S-Þing. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 15. tbl. VIKAN 15. tbl. 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.