Vikan


Vikan - 14.04.1966, Qupperneq 47

Vikan - 14.04.1966, Qupperneq 47
BDRDSKREYTING Gerið borðið hátíðlegra með því að brjóta munnþurrkurnar á ýmsa vegu. Tvö brot verða sýnd liér, en síðar e.t.v. fleiri. O.Fig. 1 H.G. B. Brotið efst t.h. heitir „Bandið" og er gert þannig: Brjótið fyrst í fernt, sjá mynd 1. Brjótið efsta lagið C yfir á hitt hornið O. Brjótið ea. >/> huta af horninu aftur upp, mynd 3, og ýtið horninu undir fallið í miðju, mynd 4. Brjótið horn A á sama hátt, en látið það mæta C og liggja eins, mynd 5. Ef bandið á að liggja slétt, eins og á myndinni hér nær, á að brjóta hornunum HG og EF aftur fyrir, sjá mynd 6. Eigi böndin að liggja á ská, er hægri og vinstri hlið brotið saman, sjá mynd. Brotið t.v. heitir „Biskupshúfa" og er sýnt á skýringarmyndinni: Brjótið í miðju eftir línunni EF, sjá mynd 1. Beygið horn- ið AC að miðju O, og hornið F upp að HG, mynd 2. Leggið þurrkuna þannig, að hliðarnar ACOBD snúi að ykkur og brjótið aftur á bak eftir punktalínunni, mynd 3, en látið hornin AC og F standa upp úr, mynd 4. Brjótið endahornin, fyrst E undir þríhyrninginn FOBD, mynd 5, en síðan BD aftur á við undir þríhyrning- inn á hinni hliðinni, mynd 6. Notið litla þurrku, því að annars verður húfan of stór. •xr> MI/NVI/R. N3 HUNSTUC NZ HUNSTUP W.3 Þessi litli 6 ára herra er I norskri peysu, prjónaöri úr Peer Gynt garni. Efni: 300 gr. af hvítu, 200 gr. af koksgráu og 200 gr. af gráu garni. Dá- lítið af grœnu og rústrauðu garni. Hringprjónar nr. 2% og 3 fyrir peysu- bolinn og sokkaprjónar (5 stk.) af sama grófleika fyrir ermar. Prjónið það þétt, að 25 1. prj. með sl. prjóni á prj. nr. 3, mæli 10 sm. Standist þessi hlutföll, má prjóna eftir uppskriftinni óbreyttri, annars verður að breyta prjónagrófleikanum þar til rétt hlutföll nást. Mál: Brjóstvídd 41 sm. öll sidd 48 sm. Ermi 35 sm. Bolur: Fitjið upp 190 1. með koksgráu garni á prj. nr. 2% og prj prj: 1 1. sl. og 1 1. br„ 5 sm. Takið þá prj. nr. 3, prjónið sléttprjón ið út með jöfnu millibili Þar til 208 1. eru á prjóninum. Prj. þá munsturbekk nr. 1. Prjón- ið munstrið hvorki of fast né laust og tyllið milli lykkjanna, um leið og prjónað er, þeim böndum, sem lengst verða. Prj. síðan munsturb. nr. 2+2 umf. með hvítu garni þar til stk. frá uppfitjun mælir um 40 sm. Ath. þá að hættá á réttum stað í munstrinu. Prj. síð- an munsturb. nr. 3+2 umf. með koksgráu garni. Látið þá á þráð 34 1. fyrir öxlum bæði á fram- og afturstk., og prj. hálsmálsl., sem eftir eru, með koksgráu garni, fyrst 1 umf. sl. frá röngu (brot- lína) og síðan 4 umf. sl. sem saum- far og aukið þá út 1 1. í byrjun hverrar umf. Fellið laust af. Prj. hinn hluta hálsmálsins eins. Brjótið saumförin í hálsinn inn á röngu og tyllið lausl. niður í höndum. Ermar: Fitjið upp 48 1. með koksgráu -garni á prj. nr. 2% og prj: stuðla- prj. 5 sm. Takið þá prj. nr. 3 og prj. sléttprj. Aukið út í 1. umf. með jöfnu millibili Þar til 64 1. eru á prjónunum. Prj. munsturb. nr. 1. Aukið jafnframt út 2 1. á undirerminni, hafið 2 1. á milli með 2ja sm. millibili í 5. hv umf. þar til 86 1. eru á prj. þegar munst- urb. nr. 1 lýkur, er munsturb. nr. 2 prj. og jafnfr. aukið út sem áður. Prj. þar til ermin mælir 35 sm. eða um 5 munsturrendur. Prj. 3 umf. með hvitu garni. Snúið erm- inni við og prj. 4 umf. sl. sem Framhald á bls. 50 . stuðla- og auk-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.