Vikan


Vikan - 14.04.1966, Qupperneq 48

Vikan - 14.04.1966, Qupperneq 48
Víkingarnir Framhald af bls. 27. að mestu á valdi sínu lengst af aldarinnar og notuðu það sem bæki- stöð til árása á England og Frakk- land. Þaðan herjuðu þeir einnig langt suður með Rín og brenndu borgir eins og Köln, Bonn, Koblenz og Trier. Aachen rændu þeir einn- ig, notuðu dómkirkju staðarins fyr- ir hesthús og brenndu höll Karla- magnúsar. Voldugasta ríki kristinna manna var orðið að fótaþurrku heiðingja norðan af útskögum. rændu þeir París; stýrði þeim leið- angri Ragnar nokkur, sem er tal- inn hafa verið loðbrók sú, er fræg- ust hefur orðið í (slenzkum sögum. Karl sköllótti, konungur Vestur- Franka og sonarsonur Karlamagn- úsar, keypti hann loks af höndum sér fyrir ógrynni fjár. Ekki var ham- ingjan þó einhliða á bandi Ragnars, því á heimleiðinni komst pest upp í liði hans og drap eitthvað af fólki. Lofuðu Frakkar þá Guð og kenndu krankleikann heilögum Ger- manusi, en kirkju hans höfðu Vík- ingar ruplað. Dó Ragnar sjálfur úr plágunni, segir sögn þessi, þótt okk- hörmungar þær, er yfir þessi sömu lönd gengu í upphafi síðari heims- styrjaldar. Kristindómur á vonarvöl. Ekki verður því neitað, að yfir- völd Frankaríkis á þessum tíma gerðu einstaka sinnum myndarleg- ar tilraunir til að reka þessa skelfi- legu heiðingja af höndum sér, en voru sjaldan sigursæl. Ungur prins af Karlungaætt, Lúðvík stami, stóð sig hvað bezt í þeim erjum, en átti ekki löngu lífi að fagna. Piltur þessi var nefnilega með þeim ó- sköpum fæddur, að hann trylltist við Víkinga á sléttum velli, en borgaði þeim þess í stað fé til að fara frá borginni og leyfði þeim góðfúslega að halda áfram suður í Búrgund. Olli þar sjálfsagt nokkru um, að greifi sá, er yfir þeim lands- hluta réði og Bósi (Boso) hét, hafði þá nýskeð brugðið trúnaði við keis- ara og gerst sjálfstæður þjóðkon- ungur. Hefur Karl því talið honum meira en mátulegt að fá Víkinga á hálsinn. Vörn Parísar má heita undantekn- ing, því yfirleitt áttu Víkingar engri sigursælli mótspyrnu að mæta af Franka hálfu á þessum árum. Þá Upp úr 880 brást gæfan þó Vík- ingum í Þýzkalandi og Hollandi. Tókst mönnum Karls keisara digra, sem annars var mesti vesalingur, eins og flestir afkomendur Karla- magnúsar, að myrða foringja þeirra með svikum. Misstu Danir eftir það ítök sín í austurhluta Frankaríkis, og kvað lítt að hernaði þeirra þar uppfrá því. Mikið atriði í þessu sambandi var það, að Danir áttu nú sem mest að vinna í Frakklandi og Englandi, auk þess sem þá virðist hafa skort öfluga konungs- stjórn, er ætt Goðfreðs var liðin undir lok. Ragnar loðbrók og Heilagur Ger- manus. Um 840 tóku Víkingar að sækja Frakkland heim, og héldu þeim ó- velkomnu vísitasíum áfram framyf- ir fyrsta tug tíundu aldar. Rændu þeir þar og brenndu til dæmis borg- ir eins og Rouen, Chartres og Tours, með öðrum orðum sagt auðugustu og fjölbýlustu staði landsins. 845 ar fornsögur hermi að Englending- ar hafi notað hann til fóðurs skrið- kvikindum. Sá var háttur Víkinga, að koma sér upp bækistöð eða vígi í lönd um þeim, er þeir herjuðu á, eink- um í námunda við fljótsmynni. í Frakklandi hreiðruðu þeir þannig einkum um sig á eyjum í Signu og Leiru og herjuðu þaðan vítt og breitt um landið. Sátu Danir eink- um við fyrrnefndu ána, en Norð- menn við þá síðarnefndu, en sam- vinna þessara þjóða um ránskap- inn var góð. Hernaður Víkinga á meginlandinu — einkum þó í Frakk- landi og Belgíu — var hvað svæsn- astur á árabilinu 878—892, enda hörfuðu þá margir þeirra yfir til meginlandsins frá Englandi, þar sem Elfráður ríki af Wessex kreppti þá sem mest að þeim. „Enginn sá vegur er í landinu", segja frankn- eskar króníkur þessara ára, „að hann sé ekki stráður líkum presta, leikmanna, kvenna, barna og brjóst- mylkinga". Minnir þessi lýsing á er hann sá pils, og eitt sinn er hann í óðagoti elti kvenmann innum lág- ar dyr, rak hann sig uppundir og dauðrotaðist. Þá hafa Víkingar sjálfsagt hlegið. 885 ákváðu Signuvíkingar að herja suður í Búrgund, en París var þröskuldur á þeirri leið. Réðust Vík- ingar þá að borginni, þar sem fátt manna var til varnar, en víggirð- ingar góðar. Varð Víkingum því ekki ágengt, en fengu nokkuð mann- spell af sjóðandi olíu og bráðnu biki, sem Parísingar helltu yfir þá af miklu örlæti. Þá lágu dýrlingar borgarinnar ekki á liði sínu frekar en fyrri daginn, ef trúa má frönsk- um Klausturbókum, einkum German- us (St. Germain) sá, er drap Ragnar úr pest. Var hann í þetta sinn skæður með að breyta neysluvatni Víkinga í blóð, einkum ef þeir tóku það úr brunnum, sem honum höfðu verið vígðir. Hrundu borgararnir öllum áhlaupum, uns Karl keisari digri kom á vettvang með miklu liði. Hann þorði þó ekki að berjast kunnu hinir fyrrnefndu vel að not- færa sér sundrung hinna ýmsu höfð- ingja og þjóðarbrota landsins, til dæmis hefðbundna andúð Akvítana í Suður-Frakklandi, sem nátengdir voru rómverskum og keltneskum erfðum, á Frönkum norðurlandsins. Gætti á þessum tímum á megin- landinu mikils vonleysis um fram- tíð keisaraveldisins og kristninnar í heild, enda bar það ósjaldan við, Ilvernig gengur þaö meö tilraun- ina, aö gera f6lk ósýnilegt. VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.