Vikan


Vikan - 02.06.1966, Page 7

Vikan - 02.06.1966, Page 7
oftast er sagt: „nei, (því miður) ekki til“? ... nei, þá áttu heldur ekki bíl. Og að lokum: Hvað gera Grikk- ir viS tíkall togarana sem þeir kaupa af okkur? Varla veiða þeir ýsu í þá? Mikið held ég, ég svæfi betur ef þú svaraðir einhverju af þessu (og ég kann ágætlega við útúr- snúninga). Þinn AULT. Aulinn minn. Það mun vera gömul venja kvik- myndafyrirtækja, að hafa skýr- ingatextana neðst, en hverjar á- stæður upphaflega lágu til að sú venja var tekin upp, vitum við ekki. — Það mun talið kurteis- legra að snúa andlitinu að þeim, sem maður ryðst framhjá til að komast í sætin, þótt möreum virðist ókunnugt um þá reglu. Þriðju spumingunni getur sá, sem þetta ritar, ekki svarað, enda á hann ekki bíl og eignast von- andi aldrei. Líklegt má telja, að Grikkir ætli að nota togaraskriflin til fiskveiða, þótt ekki sé gott að geta sér til um, hvað þessi undir- fijruli þjóðflokkur ætlast fyrir með þá. Og þótt þeir fiski cilt- hvað á þá, þarf það auðvitað ekki endilega að vera ýsa. Svo vona ég að þú sofir sem iongst og bezt. VILL EKKI SJÁ GRÆNLAND. Kæri Póstur Vikunnar! Nýlega las é'g í blaðinu, bréf frá Eiriki rauða, um rétt íslend- inga til Grænlands, óskar hann eftir að heyra álit fleira manna um þetta. Og þessvegna sendi ég nú línur þessar. Jú, ég las á sínum tíma flest það sem Jón Dúason skrifaði um þessi mál. Það getur svo sem vel verið að hann hafi haft nokkuð rétt fyrir sér, en hverju máli skiptir það fyrir okkur hvort við hefðum einhvern fornan söguleg- an rétt til þess lands, fremur en aðrir, fyrst við höfum ekkert með hann að gjöra? Ég veit ekki bet- ur en unnið sé markvist að því að leggja stóra landshluta af fs- landi í eyði, jafnvel heila hreppa, og hvað ættum við svo að gera með meira land? Jú, það væri kannske hægt að stofna nýtt ráð- herra embætti, „nýlendumála ráðherra“, með ýmsu tildri þar í kring. Ætli það yrði nú ekki eini gróðinn, að nokkrir gæðing- ar stjórnarinnar hlytu þarna bita og spón (eða eigum við heldur að segja ugga og roð). Annars hefir mér einatt fundist asskoti lítið til um þennan „sögulega rétt“, sem margir virðast leggja töluvert upp úr. Réðust ekki Kín- verjar á Tíbeta og Rússar á Eystrasaltslöndin, og lögðu und- ir sig og þóttust byggja á sögu- legum rétti. Héldu Englendingar því ekki fram í „þorskastríðinu“ við okkur að réttur þeirra til veiða hér væri byggður á gamalli hefð. Ég veit ekki betur en á- sælnin þykist einatt byggja á „sögulegum rétti“. Vitanlega á hver þjóð það land sem hún byggir. Grænland eiga engir nema Grænlendingar sjálfir, réttur Dana til yfirráða þar, er svipaður og annarra nýlendu- ríkja, n.l. enginn. Og fyrr eða síðar verður hann af þeim tek- inn þessi ímyndaði réttur. En hvernig var það, er ekki almennt álitið að írar hafi ver- ið hér þegar Norsararnir komu til landsins? Og af hvaða orsök- um urðu íslendingarnir útdauða í Grænlandi? Ætli önnur þjóð hafi ekki verið þar fyrir þegar þeir komu. Og þá færi nú íslenzki rétturinn til Grænlands, að verða svipaður og írski rétturinn til íslands. Nei, Eiríkur minn. Eig- um við bara ekki að láta öðrum það eftir að þykjast fiskar, þótt þeir séu aðeins auðvirðuleg hornsíli? Þorkell þunni. Það fær DG fyrir eftirfarandi sögu: Reykvísk móðir bannaði dóttur sinni, 3 ára gamalli, að fara út á götuna, því þar gæti hún orð- ið fyrir bíl og dáið. „Það gerir ekkert til“, sagði sú litla, ,,þá fer ég bara upp í himininn tii Guðs og kem svo aftur“. Móðir hennar dró mjög í efa, að henni yrði afturkoman auð- veld. „Jú víst“, sagði sú litla, „þá geri ég mig bara pínulitla og fer inn í magann á einhverri annarri konu“. BAHCO 'bankett VIFTAN YFIR ELDAVÉUNA Hreint og hressandil Það er gaman að matreiða i nýtízku eldhúsi, l>ar sem loftið er hreint og ferskt. Það skapar létta lund, vinnugleði og veUíðan, hvetur hug- myndaflugið — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt hárið né óhreinka föt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna ekki og kreingcrningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! IMeð Bahco Bankett fáið þér raunverulega loftræstingu, því auk þess að soga að sér og blása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins í eldhúsinu og næstu herbergjum. Sog- getan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. Hljóð! Þrátt fyrir soggetuna heyrist varla í viftunni. Balico Bankctt er senniiega hljóðasta viftan á markaðinum. Engin endurnýjun á síum! Athugið sérstaklega. að Bahco Bankett þarfnast engrar endumýjunar á lykt- og gufueyðandi sium, sem dofna með tímanum. Bahco Bank- ett hefur engar slíkar, en heldur ailtaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr ryðfríu stáli! Bahco Bankett hefur hins vegar 2 stórar, varanlcgar fitu- síur úr ryðfriu stáli. sem ekki einungis varna því, að fita set.iist innan í útblásturs- stokkinn. heldur halda viftunni sjálfri hrcinni að innan. því að loftið fer fyrst gegnum siurnar. Fitusíurnar eru losaðar með einu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæð, innbyggt Ijós og rofar. Lögun Bahco Bankett skapar óþvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. Innbyggt ljós veitir þægilega Iýsingu og rofamir fyrir ljós og viftu eru vel og fallega staðscttir. Falleg, stílhrein og vönduð — fer alls staðar vel! Bahco Bankett cr teiknuð af hlnum fræga Sigvard Bernadottc, eins og mörg fallegustu heimillstækin í dag. og er sænsk úrvalsframleiðsla frá einum stærstu. reyndustu og nýtízkulcgustu loft- ræstitækjaverksmið.lum álfunnar. BAHCO ER BETRI. Það er einróma álit neytendasamtaka og reynslustofnana ná- grannarfkjanna, að útblástursviftur einar veiti raunvcruiega loftræstingu. Hagsýnir húsbyggjendur gera því ráð fyrir útblástursgati eða sérstökum loftháfi. Þeir, sem endurnýja eldri eldhús, brjóta cinfaldlcga gat á útvegg eða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn margborgar sig. NÝJUNG: Bahco raðstokkar. Við höfum nú á boðstólum létta og sterka, hvíta plaststokka með beygjum og öðru tilheyrandi, sem hver og einn getur raðað saman, án minnsta erfiðis cða sérstakra verkfæra. Veljið því rétt, veljið viftu, sem veitir raunverulega loftræstingu og heldur allt- af fullum afköstum — kostnaðarlaust. Veljið BAHCO BANKETT. • • Síí;!'~ Komið, skrifið eða útfyllið úrklipp- una og fáið allar upplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. SÍMI 24420. SUÐURGÖTU 10. RVlK. Sendið undirrit. Bahco Bankett myndalista með öllum upplýsingum: Nafn:............................................................... Heimilisfang:....................................................... Til Fönix s.f., póslhólf 1421, Reykjavik. VIKAN 22. tbl. rj

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.