Vikan


Vikan - 02.06.1966, Qupperneq 31

Vikan - 02.06.1966, Qupperneq 31
tók upp úr henni bréfiö, sem Angelique hafði skrifað í íangelsinu. — Er þetta ekki bréfið, sem þér létuð frsenda minn hafa? Savary þreif snepilinn, lagaði á sér gleraugun og las. — Jú, svo sannarlega, sagði hann. — Hversvegna náði þetta ekki á áfangastað? Andlit Mohammeds Raki tók á sig sársaukasvip. 1 kvörtunartón klagaði hann yfir greinilegri tortryggni Savarys í hans garð. Vissi ekki háæruverðugur herramaðurinn, að Bone var strandvirki í höndum kristinna, og tveir fátækir Márar, synir Spámansins, gátu ekki hætt sér inn i borg öfgafyllstu kaþólikka heimsins, án þess að leggja lifið að veði? — Þér komuð samt til Möltu, sagði Savary. Fullur þolinmæði útskýrði Arabinn fyrir þeim, að i fyrsta lagi væri Malta ekki spönsk, og í öðru lagi hefði han gripið tækifærið til að skjótast inn í borgina með því að látast vera þjónn AJimet Sidi prins, sem var nýkominn írá Möltu, til að semja um lausnargjaldið fyrir Lai Loum prins, bróður konungsins í Aden, sem riddararnir höfðu nýlega tekið höndum. Savary tók útskýringuna gilda. — Er það ekki skylda mín, sagði hann við Angelique, — að vera tortrygginn? Svo benti hann á Berbann. — Hvaða sannanir höfum við fyrir þvi, að þér séuð Mohammed Raki, fyrrum þjónn mannsins, sem við erum að leita að? Andlit mannsins dökknaði á ný og hann lokaði augunum hneyksl- aður. Svo birti aftur yfir honum: — Húsbóndi minn elskaði mig, sagði hann. — Hann gaf mér jarteikn. Upp úr sama leðurpungnum tók hann eðalstein i silfurumgerð. Ange- lique þekkti hann undir eins. Tópasinn! Þetta var ekki dýrmætur gimsteinn, en Joffrey de Peyrac hafði þótt mjög vænt um hann, vegna þess að hann hafði tilheyrt fjöl- skyldu hans í marga ættliði. Hann kallaði hann venjulega Heillastein- inn sinn. Hún hafði séð hann bera hann í silfurkeðju í vestisvasanum. Síðar hafði hann látið sýna föður Antoine í Marseilles hann sem jarðteikn. Hún tók dýrgripinn úr höndum Márans, lokaði augum sínum og snerti hann með vörunum. Savary horfði þegjandi á hana: — Hvað ætlið þér nú að gera? spurði hann. — Komast til Bone, hvað sem það kostar. Það var ekki auðvelt að fá Riddarana af Möltu til að taka hana um borð i eina af galeiðunum þeirra og skilja hana eftir í Bone. Roche- brune greifi og de la Marche ráðsmaður, de Roguier og jafnvel Don José de Almada, reyndu allir að tala hana ofan af þessari fásinnu. Þeir sögðu: Kristin kona getur ekki lent í Barbaríu án þess að yfir- vofandi séu ósegjanlegar hættur. Þar er kona ekkert annað en þræll, sem lagðar eru verstu vinnuskyldur á herðar, eða ef bezt léti ambátt, lokuð í kvennabúri. Aðeins Gyðingakonurnar gátu ferðast þar frjáls- ar, og þó var þeim bannað að fara út yfir Gyðingahverfin. — En ég ætla að fara til Bone, sagði hún. — Það er kaþólskt virki. — Ennþá verra, sögðu þeir. í virkjum á borð við þetta á ströndum Afríku, höfðu Spánverjarnir grafið um sig eins og maurar til að pirra Berbaljónin. Hvað myndi hún, frönsk aðalskona, hafa að gera til þess- ara auðvirðulegu kaupmanna, sem voru verndaðir af Andalúsískum her- deildum, jafn herskáum og Márarnir voru sjálfir? Hvers vænti hún að finna á þessum afskekkta stað? Vildi hún komast i meiri vand- ræði en þau, sem hún hafði heilu og höldnu komizt í gegn um? Að lokum fór Angelique til sjálfs stórmeistara reglunnar, Nicholasar Cotoner, prins, Frakka af enskum uppruna og háum stigum. Hún sagði honum allt af létta um ást sína, og hvernig hún hefði eftir tíu ár loks- ins komizt að því, að eiginmaður hennar var enn á lífi. Stórmeistrainn hlustaði á hana með athygli. Þegar hún hafði lokið máli sínu, þagði hann lengi. Svo andvarpaði hann. Honum fannst margt í sögu hennar ólíklegt, sérdeilis að aðalborinn, kristinn maður eins og eiginmaður hennar var, skyldi hafa sezt að á stað á borð við Bone. — Þér segið, að hann hafi ferðazt heilu og höldnu um þessi svæði? — Svo er mér sagt. — Þá hlýtur hann að hafa kastað trúnni. Sennilega lifir hann eins og Múhameðstrúarmaður og á kvennabúr með fimmtiu konum. Ef þér finnið hann, verður það aðeins til að hryggja sál yðar — svo ekki sé minnst á lífsháskann. — Ég veit ekki hvort hann er fátækur eða trúvillingur, sagði hún og hana skar í hjartað. — Ég veit aðeins, að hann er eiginmaður minn fyrir guði, og ég ætla að finna hann aftur. Svipur stórmeistrans mýktist: — Hamingjusamur er sá maður, sem nýtur slíkrar tryggðar! Svo hikaði hann aftur: — Ö, barnið mitt, æska yðar og fegurð gengur mér nær hjarta. Hvað getur ekki komið fyrir yður hér á Miðjarðarhafssvæðinu, sem einu sinni var kristið, en er nú í höndum Islam? Hvílíkri sorg hefur það ekki valdið okkur Riddurun- um í Jerúsalem, að sjá liðsafla okkar allsstaðar í undanhaldi! Nú verðum að endursigra, ekki aðeins hina heilögu staði, heldur Kon- Stantinópel hina fornu Býzantíum, þar sem kristnin fann rætur undir hvelfingum Santa Sophia, sem nú er moslca. Hann þagnaði þungt hugsi. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, París. Framh. í nœsta bl. Leitað að krabba- meini Framhald af bls. 22. augu, sem virtust ekki taka eftir aumkunarverðu klæðaleysi mínu. Hann tók að raeða við mig. Ekki eins og rannsóknardómari, heldur miklu fremur eins og félagi og jafningi, rétt eins og við sætum inni ó Tröð eða Borginni og vær- um að ræða um góða veðrið og aflaleysið hjó bótunum. — Það var allt f lagi með prufurnar, sem úr mér voru teknar. Hins vegar benti yfirheyrslan til þes, að maginn í mér væri ekki alveg [ fullkomnu standi. Ekkert alvarlegt, en óstæða til að athuga hann frekar. Og væg stress einkenni. (Þeim, sem vilja fræðast um stress, er bent ó fróð- lega grein Póls Kolka í 10. tölu- KEXIÐ Ijúffenga MEÐ SMJÖRI OSTI EÐA MARMELAÐI OG ÖÐRU ÁVAXTA- MAUKI. FÆST í FLESTÖLLUM MAT- VÖRUVERZLUNUM LANDSINS. JACOBS CREAM CRACKERS VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.