Vikan - 02.06.1966, Page 41
Sólgleraugiin 1966
Mikið úrvai
Dömur!
Spyrjið verzlun ySar
um Hannover sólgleraugun
og þér getiS valiS þá gerð
sern fer yður vel.
KAUPMENN
KAUPFÉLAGSSTJÖRAR
Sólgleraugun sem vöktu mesta athygli „EILDSölub,rgdIH!
á vorsýningunni í Hannover eru komin H. A. TULINIUS - heilcflver*zlun
hann í eigin persónu vorið 1963,
þegar hann sat hátíðaveizlu eina
með okkur. Hann sat smástund við
hvert borð. Ég talaði við hann, að-
allega á kínversku enda þótt hann
kunni ensku. Hann hafði heyrt, að
ég væri einn bandarísku Kóreuher-
mannanna, sem heldur höfðu vilj-
að fara til Kína en snúa aftur til
Bandaríkjanna. Hann spurði hvort
ég ætlaði að fara aftur til föður-
lands míns og hvort ég ætti þar
nokkra vini, sem myndu vilja heim-
sækja Kína. Ég svaraði því til, að
ég ætlaði að skreppa heim ein-
hverntíma og sjálfsagt væru þar ein-
hverjir, sem vildu heimsækja Kína
en gætu það ekki. Hann sagði að
það væri vegna þess að bandaríska
stjórnin veitti þeim ekki fararleyfi.
Að morgni annars brúðkaupsaf-
mælisdags okkar heyrði ég í útvarp-
inu, að Kennedy forseti hefði verið
myrtur. Mér brá hastarlega. Flokks-
félaginn, sem var deildarstjóri hjá
okkur, sagði: ,,Nú, þá erum við
lausir við hann". En mörgum kín-
verskum menntamönnum þótti þetta
leitt, þótt þeir mættu ekki láta á
því bera. Kfnverjar halda að ekki
sé eins mikið spunnið f Johnson og
Kennedy, en þeir óttast að sá fyrr-
nefndi muni gjarnari en hinn á að
beita valdi.
Veturinn 1963 varð ég veikur.
Það var mjög kalt í fbúðinni okk-
ar, og við sátum þar og skulfum,
þótt við værum kappklædd. Ég fékk
kvef hvað eftir annað og eitt kvöld-
ið pissaði ég blóði. Daginn eftir
falaði ég pláss á sjúkrahúsi. Mér
var sagt að ég fengi samskonar
meðhöndlun og Kínverjum væri lát-
in í té. Ég svaraði að það væri trú-
lega í lagi. En ég vissi ekki hvað
beið mfn.
Sjúkrahúsið var í fátækrahverfi.
Allir gangar voru troðfullir af fólki
— gamalmennum og krypplingum,
skítugum og druslulegum og margir
voru með opin sár. Að lokum var
ég skrifaður inn og svo var mér
sagt að fara í biðröð. Það var á-
líka kalt innanhúss og utan. Rúður
voru brotnar úr gluggum, gólfin
slitin og salernunum ætla ég ekki
að reyna að lýsa. Ég varð að bíða
í fjóra tfma áður en ég náði fundi
læknisins. Hann gat ekki fundið út
hvað var að mér og vildi senda
mig áfram til annarrar deildar. En
ég var búinn að fá nóg af þessu
sjúkrahúsi.
Rauði krossinn gaf mér leyfi til
að fara til sjúkrahúss þess í Peking,
sem ætlað er útlendum sérfræðing-
um í þjónustu stjórnarvaldanna og
háttsettum embættismönnum kín-
verskum. Þegar erlendir fréttamenn
vilja fá að sjá kfnverskt sjúkrahús,
er þeim vfsað þangað. Þar var mér
sagt, að ég yrði meðhöndlaður eins
og „óbreyttur" sjúklingur og að ég
fengi ekki aðgang að sérdeildum
útlendinganna og embættismann-
anna. Ég náði þó fundi læknis, en
hann gat ekki fremur en hinn fund-
ið út hvað að mér var. Hann lof-
aði mér tíma síðar, en ég kærði
mig ekki um að ónáða hann frek-
ar.
Þessi reynsla hafði mikil áhrif á
mig. Ég sá fram á, að ég gæti orð-
ið alvarlega veikur án þess að Kín-
verjarnir skeyttu hið minnsta um
það. Og þá kom að því að við hjón-
in ákváðum að draga ekki lengur
að yfirgefa Kína.
Fyrir milligöngu brezka ræðis-
mannsins í Peking náði ég sam-
bandi við bandarísku ræðismanns-
skrifstofuna í Hongkong. Ég fór
einnig að skrifa bréf til Bandaríkj-
anna og Evrópu til að verða mér
úti um starf á grundvelli kunnáttu
minnar í kínversku. Og f febrúar
1965 fór ég til kínverska Rauða
krossins og tilkynnti, að ég hefði
ákveðið að snúa heim til Banda-
ríkjanna. Maðurinn, sem ég talaði
við, sagði: Þér fáið að fara, en við
vonum að þér hugsið yður betur
um áður.
Það var sáralítil hætta á því að
þeir færu að fangelsa mig eða
hefna sín á konunni minni. Aður
var Kínverjum mjög f mun að eng-
inn yfirgæfi landið, og margir úr
mínum hópi frá Kóreu höfðu verið
settir í fangelsi, þegar þeir kröfð-
ust þess að fá að fara heim. En nú
Ifta Kínverjar svo á, að vilji útlend-
ingur yfirgefa land þeirra, þá sé
bezt að leyfa honum það. Þá er
reynt að gera vel við hann að skiln-
aði, í von um að hann beri þá land-
inu þokkalega söguna.
Sextánda september fór Kaí-jen
til lögreglunnar og fór fram á vega-
bréfsáritun vegna ferðarinnar er-
lendis. Ég vissi að hægt var að neita
henni um áritunina. Ef þeir hefðu
gert það, hefði ég einnig orðið
kyrr í Kína. En þeir voru alúðlegir
við hana. Ég þurfti líka að fá árit-
VIKAN 22. tW.