Vikan - 02.06.1966, Side 45
tjöldin eru sterk
og ódýr.
Tjöldin meS bláu
aukaþekjunni eru góð,
falleg litasamsetning.
ViSgerSarþjónusta.
Teppasvefnpokarnir
eru hlýjir og hæfa vel
íslenzkri veSráttu.
PALMA
vindsængur eru viður-
kenndar fyrir gæði.
Verð frá kr. 485.
Verzlið þar sem úrvalið er.
Verzlið þar sem hagkvæmast er.
Verzlið í stærstu sportvöruverzlun
landsins.
LAUGAVEGI 13 - KJORGARÐI
NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ HUGA AÐ
irrnn ~~1 pflfl flTffD] ífi ÍSII íifl flll
JLyjL!3 !□ Sli JIJUi jyi ínlli ulfíJL M
Gasferðaprímusar - Pottasett, margar gerðir
Gúmmíbátar. Munið eftir veiðistönginni.
Póstsendum
rauSa vespan stóð. Þetta var nýtt
tæki, vel með farið. Sætið var með
gljúpu áklæði, og undir áklæðinu
var svampgúmmí. Hann tók salt-
sýruflöskuna upp úr vasanum og
hellti úr henni á sætið. Svampurinn
drakk vökvann þegar í sig.
Hann kastaði tómri flöskunni í
ruslatunnu, gekk aftur í kringum
húsið og út um framdyrnar. Lam-
bretta Nicole stóð við gangstéttina.
Hann tók sér nægan tíma, skrúfaði
frá eldsneytinu og stillti blöndung-
inn. Ut undan sér sá hann Chaldier
flýta sér yfir götuna og inn í sund-
ið.
Willie setti vespuna í gang og
lagði hægt af stað. Um leið heyrð-
ist vespa rifin hressilega af stað,
inni í bakgarðinum, og hann sá í
speglinum, hvar Chaldier kom niður
sundið. Maðurinn gretti sig og Willie
sá hann rísa upp á fótstigunum og
seilast aftur fyrir sig með annarri
hendi og toga í setuna á buxunum
sínum.
Willie herti ögn á sér og beygði
til hægri eftir Rue Vauban, í áttina
að Place General de Gaulle. A eft-
ir honum kom Chaldier í hlykkjum
og skrykkjum. Þeir óku í hring á
torginu, og Willie leit um öxl, þegar
þeir komu að horninu. Chaldier stóð
nú til hálfs á fótstigunum í hræði-
legri stellingu, og teygði aðra hönd-
ina niður á milli fótanna, til að
toga í rakar buxurnar.
— Ég hef séð þá tekna fasta
fyrir minna en þetta, hugsaði Willie
ánægður. Hann fann ánægjuna
breiðast út hið innra með sér, en
svo hvarf hún aftur, þegar hann
minntist símtalsins við Modesty.
Hvað gat hafa borið að höndum
strax? Og hverskonar vandi var
það, sem Modesty réði ekki við?
Ovissan nagaði hann. Einhver hlaut
að hafa setið yfir henni, annars
hefði hún talað frjálslega í símann.
Og hún hlaut að hafa hringt til
hans eftir skipun, til að ná honum
heim í íbúð Hagans. Það var ofur-
lítil huggun að vita það. Það þýddi,
að hver sem var þar, vildi fá Willie
Garvin í netið, áður en hann léki
næsta leik.
Hann hætti að hugsa um þetta
og einbeitti sér að akstrinum og
fylgdist með Chaldier í speglinum
jafnhliða því, sem hann varð nokk-
uð óþolinmóður. Brúðkaupskaka
þorparans hlaut að vera sútuð og
hert; hann hlyti bráðum að verða
að stanza og þjóta í áttina að al-
menningssalerni — eða að minnsta
kosti eitthvað út úr sjónmáli, svo
hann gæti farið úr buxunum. Og
svo hægt væri að sjá um hann.
Þeir voru næstum komnir niður
Rue Albert núna, og ennþá fylgdi
Chaldier. Willie sneri til höfðinu til
að sjá aftur, og sá þjáninguna og
skilningsleysið á andliti mannsins,
þegar hann sveigði hættulega þvert
yfir götuna og svo aftur til baka.
Willie beygði til hægri og ók
sjávargötuna, þar sem lágur vegg-
ur skildi milli götunnar og strand-
arinnar. Allt í einu var eins og
Chaldier gengi af göflunum. Hann
reyndi að komast af vespunni, án
þess að nema staðar. Hún rakst á
rennusteininn og hann valt með
alla anga útglennta yfir gangstétt-
ina. Willie nam staðar og sneri sér
við til að fylgjast með.
Chaldier barðist við að ná sér úr
buxunum og stökk um leið ofan af
lágum veggnum niður á ströndina.
Þetta fór ekki vel saman. Hann
lenti f hafti, móður, másandi og
sparkandi, til að losna við buxurn-
ar.
— Ræfillinn! tautaði Willie, gátt-
aður á því hve vel honum hafði
heppnast bragðið. Undir buxunum
var maðurinn í skrautlegum stutt-
buxum með hvítum og bláum rönd-
um. Allskonar fólk safnaðir.t að með
miklum hraða, og hneykslunarhróp-
in bárust
— Est il fou?
— Ah, c'est dégoutant!
— Devant les enfants, voyons!
Lögregluþjónn gekk yfir götuna
og stytti sér leið í gegnum hópinn.
Chaldier var að staulast út í sjó-
inn með röndóttar stuttbrækurnar
um annan öklann. Hann settist, þeg-
ar hann var kominn í mittisdýpi, hélt
annarri hendinni um höfuðið, en
hin var undir sjávaryfirborðinu.
Röndóttar stuttbuxurnar flutu burt.
Lögregluþjónninn skálmaði niður að
sjávarströndinni. Hann blés í flaut-
una til að vekja athygli Chaldiers,
og benti honum að koma.
Willie fannst nú nóg að gerast.
Hann sleppti kúplingunni og opnaði
fyrir bensingjöfina, og stefndi f átt-
ina að veginum, sem lá þvert yfir
Cap d'Antibes. Hann var þakklátur
fyrir að hafa fengið lambrettuna
lánaða í staðinn fyrir að ná í bíla-
leigubílinn, sem hann hafði skilið
eftir skammt frá markaðinum. Með
þessari umferð, sem nú var, myndi
hann komst miklu fyrr til Cannes en
í bíl.
Eftir tuttugu mínútur var hann
kominn til Boulevard de la Croisette
og hafnarinnar. Þegar hann ók upp
þröngar, krókóttar götur gamla
hverfisins, sá hann mann ganga
spottakorn framundan, rólegan í
fasi, með göngustaf. Hann var há-
vaxinn og gráhærður. Hann var í
dökkum buxum, í Ijósbleikum, þunn-
um jakka, brúnum gönguskóm.
Willie ók upp að gongstéttinni fyrir
framan manninn og steig af vesp-
unni.
— Halló, Sir G. Átti ekki von á
að sjá þig hér.
Tarrant hallaði sér fram á staf-
inn. Hann fann einhverja spennu I
Willie Garvin, og velti því fyrir sér,
hvort Paul Hagan hefði verið erfið-
ur.
— Þetta er nú ekki beinlínis opin-
bert, sagði hann. — Ég átti fyrir
löngu að vera farinn í frí, og hans
hágöfgi krafðist þess, að ég kæmi
hingað með honum. Og úr því að
ég átti að sjá persónulega um þetta
mál, fannst mér góð hugmynd að
koma.
Framhald í næsta blaði.
VIKAN 22. tbl.