Vikan


Vikan - 02.06.1966, Side 46

Vikan - 02.06.1966, Side 46
Hér myndar hús og garður fallega heild. Gengið er beint úr stofunni út í garðinn, en þak er yfir hluta hans og veggir á tvo vegu. Þar sem útsýnið er fallegt. er annar veggurinn með glerrúðum, en til þess að sá veggur verði ekki of léttur samanborið við húsið og heila vegginn, er fiöturinn rof- inn skemmtilega af stórum tréplötum, sem myndi reyndar líka enda heila veggsins. Þess er lika gætt, að heili veggurinn verði ekki of tilbreyting irlaus. Næst húsinu er hann gerður úr breiðum þverborðum, siðan mynda röftin ferhyrnda fleti og loks teygir gluggaveggurinn sig yfir á endann með sömu ljósu og dökku andstæðum og að íram-.n. Margir hugsuðu sjólfsagt með öfund til þeirra, sem ættu garðhús eða atrium- hús, eins og talað var um f 17. tölublaði VIKUNNAR, og ættu þannig kost á skjóli fyrir vindi og forvitnum augum. En þeir, sem búa í venjulegum húsum, geta hæglega veitt sér svipað skjól, og er und- arlegt til þess að hugsa, að í þessari borg, þar sem allir þekkja hvern annan og næstum aldrei er logn, eru flestir garðar opnir og skjóllausir. Oft eru þeir girtir girðingu í þeirri hæð, sem tíðkaðist þar sem verjast þurfi ágangi kinda og annars húspenings, en eru annars að litlu gagni fyrir garðeigendur. Þar með er ekki sagt, að girða þurfi hvern garð hárri girðingu út í allar yztu brúnir; skjólgarðar inni í miðjum garði, við húsið eða á einhverri brún hans, koma oft að jafngóðum eða betri notum og skapa oft skemmtilega tilbreytingu fyrir augað, auk skjóls- ins, sem þeim er ætlað að veita. Eg leitaði mér upplýsinga hjá Jóni H. Björns- syni, garðaarkitekt, og veitti hann mér þær fús- lega. En satt að segja féll mér allur ketill i eld við að heyra hann lýsa þeim fjölbreyttu mögu- leikum, sem stæðu flestum garðeigendum opn- ir, ef þeir hefðu hug á, og sá ég að mér yrði aldrei auðið að gera þessu efni nokkur skil að ráði. Hvarf ég því frá því, að eiga við hann blaðaviðtal í venjulegum skilningi þess orðs, en birti hér lítið brot af þeim fjölda mynda, sem hann sýndi mér, og með þeim svolítið af því, sem hann fræddi mig um þær. Að það er ekki meira né ýtarlegra er m!n sök, en ekki hans. Eg kom til að spyrja hann um gerð og fyrirkomu- lag skjólveggja í görðum, en það virðist vera þannig með garðskipulagningu, að sé komið inn á eitt svið, opnast ótal önnur, hvert öðru skemmtilegra og nýstárlegra. Það má kannski segja, að möguleikarnir séu ekki eins fjölbreyttir hér og í heitari löndum, en þó hefði mig aldrei grunað, að jafnmarg- breytilegt kæmi hér til greina, sem framkvæma mætti með góðum árangri. En við gerð skrúð- garða er ekki verið að skapa neitt óumbreytan- legt; þetta er lifandi efniviður og það þarf að hugsa mörg ár fram í tímann. Einmitt vegna þess, hve sumartíminn er stutt- ur og stopull hér hjá okkur er hann okkur svo dýrmætur, og sjálfsagt þykir að nota hann út í yztu æsar. Garðurinn verður til þess að svo sé hægt, sé hann vel skipulagður, og eru skjól- garðar ekki sízta leiðin til þess. Eins og þið sjá- ið á myndunum, geta þeir verið úr margs kon- ar efnivið, af óteljandi gerðum og staðsettir hreint eins og bezt hentar hverjum garði. Jón H. Björnsson sagði mér, að það væri síður en svo að garðarnir sýndust minni við skjólveggi, jafnvel þótt þeir væru utan um allan garðinn; fengi augað eitthvað til að staðnæmast við sýndist rúmið stærra. Hann sagði, að á ferða- lögum sínum erlendis, hefði hann komizt að raun um, að aðrar þjóðir notfærðu sér slíka skjólveggi miklu betur en tíðkaðist hér, þótt segja mætti, að við hefðum þó allra þjóða mesta þörf fyrir þá. Þaö er ekki nauösynlegt að girða lóðina alla til að fá góð- an skjólgarð. Hér er garður- inn opinn frá götunni og inn- keyrslan greið, en skjólveggur byggður nær húsinu, þar sem íbúar hússins geta setið óséð- ir frá götunni. Veggurinn er í hæfilegri hæð til að byrgja vegfarendum innsýn um stofu- gluggann. í beðunum, sem lögð eru inn í stéttina, er not- uð bergflétta í stað grass, og væri það skemmtíleg tilraun til að skapa fjölbreytni hér — þar að auki mikill vinnusparn- aður, . ef vel tækist, þar sem aldrei þyrfti að slá eða klippa.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.