Vikan


Vikan - 02.06.1966, Qupperneq 49

Vikan - 02.06.1966, Qupperneq 49
Þessir þrír garðar á myndunum hér að ofan og t.h. eru allir fremur litlir, en eiga það sameiginlegt, að íbúarnir hafa álitið, að þeir hefðu betri not af þeim, ef ekki vœri lögð aðaláherzlan á grasflötina, eins og víðast er gert hér í Reykjavík. Sömuleiðis eru þeir allir með hentugum skjólveggjum. Garðurinn efst t.v. hefur háa, lokaða veggi á tvo vegu, auk húshliðarinnar, en endaveggurinn er venjuleg girðing og inngangurinn á henni. Út frá hús- inu er rúmgóð stétt úr harðviði, en lítill grasflötur við enda hennar. en utan með þessu hellulögð stétt, en bilið út við veggina er fyllt af möl, og stór ker með blómum standa upp við veggina, en veggirnir eru svo notaðir fyrir ýmsa skreytingu og blómaker. Garðurinn efst t.h. gæti verið hvaða húsagarður sem er hér í Reykjavík, en verður með þessu fyrirkomulagi að ágætis út- herbergi, scm börnin nota til leiks og annað heimilisfólk til hvíldar og vinnu — í logni og óséð af vegfarendum! Garðurinn t.h. hefur lítið, en hagkvæmt skjólhorn við enda hússins, en að öðru leyti er garðurinn opinn með venju- legri girðingu, en stéttin tengir hann vel við húsið, en hún er steypt í harð- viðarlista, en á víð og dreif eru nokkrir ferhyrningar opnaðir og blómum og trjám plantað þar í. Hœgt væri aö gera fallega veggi ilr Jiolsteini. Þessi veggur uiyndar fallegan bakgrunn fyrir gróðurinn og gott skjól fyrir bekkinn. ViÖ enda lians sést annar skjólveggur úr bastmottu. Skjólveggina hér fyrir ofan og neðan er hægt að panta í gegnum innflutn- ingsfyrirtæki í vissum hæðum og lengdum. Efst er bastvefur, sem festur er á stólpa, neðar samsettar tréplöntur, hvorttveggja vel fúavarið.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.