Vikan


Vikan - 09.06.1966, Page 20

Vikan - 09.06.1966, Page 20
Rnssnesk HidirstÍfla amerísk vál íslenzk vtirbygging Menn eru löngu hættir að snúa sér við þótt nýjar gerðir af bifreiðum sjáist á göt- unum, það er svo aigengur viðburður. Hinsvegar hefur mörgum orðið starsýnt á jeppa einn all sérkennilegan og sumir hafa gizkað á, að nú væru Japanir komnir á markaðinn með einn 1 viðbót. Að vísu gætu fallegar línur bílsins og frágangur bent til þess að hann væri japanskur, en svo er þó ekki; hann er í rauninni ís- lenzkur en tilbúinn úr ýmsum gerðum bifreiða. Höfundur bílsins er Stefán Árnason, ungur maður, sem nú mun vera kominn til Bandaríkjanna til þess að vinna þar fyrir Loftleiðir. Hann hefur áður verið í Bandaríkjunum kom þá við á þeim stöð- um, sem selja hluti úr ónýtum eða af- lögðum bílum. Þar tíndi hann saman eitt og annað og flutti með sér heim til fs- lands. Hann hóf verkið með því að útvega sér grind af rússajeppa, ásamt öxlum fjöðrum, hjólum og millikassa. Rússajepp- inn hefur vakið athygli fyrir góða fjöðr- un og prýðilega eiginleika á vegi. Hann hefur líka þann kost að vera hjólastór, svo hátt verður undir hann. En meira not- aði Stefán ekki af Rússanum. Mótorinn er 6 strokka V-155 hestafla Buickvél af árgerð 1965. Sjálfskipting er einnig frá Buick. En Stefán vildi haida í þá kosti jeppans að geta notað bæði hátt og lágt drif svo og framhjóladrif og varð hann því að færa millikassann til að koma sjálf- skiptingunni fyrir á réttan hátt. Yfirbyggingin er smíðuð úr prófílastáli og það gerðu þeir Ingólfur og Hjörleifur Herbertssynir. Verk þeirra er svo vel af hendi leist, að fæstum dettur annað í hug en að yfirbyggingin sé gerð í bíla- verksmiðju. Gluggarnir eru mjög stórir eins og myndirnar bera með sér og litað gler í þeim. Framsætin eru úr Thunder- bird, framstuðarinn af Falcon, afturstuð- ari af Thunderbird, mælaborð úr Mercury Comet, framrúða og stýri einnig úr Com- et. Bólstrun á mælaborði hefur verið unn- in hér heima, sömuliðis á aftursætinu sem er sérsmíðaður hringsófi. Grillið að fram- an er af Mercury og sagað utan af því báðum megin. Vélarlokið er hinsvegar af Willysjeppa. Stefnuljósin eru af Thunder- bird, ílöng og blikka þrjú, hvert í fram- haldi af öðru. Öryggisljós eru í öllum hurðum. Bensíneyðslan er um 16—17 lítr- ar á hundrað km. en ókunnugt er um há- markshraða. Grindin og hjólin eru af Rússajeppa. Hér sýnir Stefán hvað jeppinn getur klifrað. Afturendinn er opnanlegur eins og myndin sýn- ir. Stuðarinn er af Thunderbird, yfirbyggingin íslenzk. Stýri og mælaborð úr Comet. Milli framsætanna er stokkur með allskonar aukamælum, sjálfskipt- ingin og stengur fyrir háa og lága drifið. Framsætin eru úr Thunderbird og framúrskar- andi þægileg. Aftursætið er sérsmíðað og bólstr- að. Stefán Árnason, höfundur jeppans, sem sést á myndinni og vakið hefur mikla athygli. 2Q VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.