Vikan


Vikan - 09.06.1966, Page 47

Vikan - 09.06.1966, Page 47
Það á ekki að stinga með gaffli í kjöt eða annað, því að við glóðarsteikingu mynd- ast húð utan á matnum, en það má ekki gsra gat á hana, svo að vökvinn renni út og maturinn verði þann- ig þurr og skorpinn. Þegar matur er þræddyr upp á spjótin, er kryddinu stráð á rétt áður en hann er fullsteiktur. Stönginni er svo snúið eftir þörfum, en hún verður að vera það ’.öng, að ekki verði of heitt á hend- urnar. Þótt hver gestur hafi sína stöng, á ekki að borða beint af henni, heldur setja matinn á disk. Handgrind, gaffall og spjót, allt með löngu handfangi með basti á endunum. Hafið helzt ekki fleiri gesti en svo, að hægt sé að steikja matinn næstum allan [ einu. Gafflar, spjót og grindur verður allt að vera með löngum handföngum. Nauðsynlegt er að hafa stóra svuntu, því að stundum vill slettast fita eða neist- ar úr glóðinni. Þykkir grillhanzkar eru sjálfsagðir, en þá má fá hér öðru hverju, en auðvitað er líka hægt að sauma þá sjálfur. Þeir verða að vera vel fóðraðir, þannig að ekki hitni mikið í gegnum þá og skemmtilegt er að hafa þá skrautlega í sterkum litum. Skjólveggur úr timbri, en ar glóðarsteikt er. á honurn eru hankar og hillur fyrir allt, sem þægilegt er að hafa við höndina, þeg- Hennar grilllianzki, mcS blúndu þvert yfir. Hans grilllianzki, legging á efri hlutanum, sem lítur út eins og hnepping. Hér í Reykjavík hef ég séð útigrillofna af þremur gerðum, en vel getur verið að fleiri tegundir séu til. Sá dýrasti var á hjólum og hægt var að ýta grindinni upp og niður á stöng í miðjunni, en lítið borð úr sama efni fylgdi með, sem hægt var að láta standa upp við ofninn. Þessi ofn kostaði kr. 807.—. Heldur minni ofn á háum fótuin kostaði kr. 421.— . Brúnin utan með náði ekki alia leið í kring, heldur var opin að framan og grindina var hægt að færa í fjórar misjafnar hæðir með því aö stinga henni i misháar raufir. Þann ofn mátti taka alian í sundur og fæturna undan honum, þannig að auðvelt var að hafa hann með á ferða- lögum eða geyma yfir veturinn í litlu plássi. Sá ódýrasti var af svipaöri gerð. nema mcð lágum fótum og ætlaður til að standa á borði eða öðru i réttri hæð, og kostaði hann kr. 285.—. Gafflar hafa veriö hér tll með skafti, sem hægt var að lengja og stytta, og kostuðu þeir rúmar tuttugu krónur, en spjót ca. fimmtan kr. Handgrind lief ég ekki séð hér, en hugsanlegt er að þær fá- ist hér samt. Á sama stað og ofnarnir eru seldir, fengust viðar- kol og kostar 10 punda poki kr. 72.—, en íkveikjulögurinn 18 kr. brúsinn. Þar var líka hægt að fá margs konar krydd, sem heppi- legt er við glóðarsteikingu og kostaði glasið kr. 45.— . VIKAN 23. tbl. 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.