Vikan - 08.09.1966, Síða 7
leysi, sko: „Ég lagði það hérna,
ég man það svo vel, hvað er
búið að gera af því? Aldrei get-
ur neitt verði í friði“! Svo þeg-
ar það finnst á allt öðrum stað
segir minn maður: „Æ, alveg
rétt, nú man ég að ég setti það
einmitt hérna“. Svo ef konurnar
taka hlutina og ganga frá þeim
á vísum stað fá þær kannski
frið svolitla stund á meðan eig-
inmaðurinn rótar öllu til þar sem
honum er vísað á hlutina — án
þess að finna það sem hann vant-
ar og það endar venjulega með
því að þær verða að koma þrátt
fyrir það og rétta honum allt
upp í hendurnar.
Þegar fjölskyldan er að fara að
heiman eða bara hjónin, þá
byrjar karlmaðurinn alltaf á því
að láta færa sér fötin, þó hann
viti (ef hann nennir að hugsa
um það) hvar þau eru, því næst
klæðir hann sig með aðstoð kven-
fólksins og gengur svo um gólf
og lítur á úrið á tveggja mín-
útna fresti og tautar: „Alltaf er
þetta kvenfólk eins, aldrei tilbú-
ið í tæka tíð“.
Svo má sjá þá liggja og flat-
maga í leti sinni án þess að láta
sér detta í hug að hjálpa til
hvað sem á gengur á heimilinu,
loka bæði augum og eyrum og
rétta ekki einu sinni krakka-
greyjunum hjálparhönd, þó þeir
hljóti að skilja að ef þeir a.m.k.
hjálpuðu konunni með krakkana,
þá myndi allt ganga svo miklu
betur, því það er ekkert dæma-
laust að hún þurfi að hjálpa við
að klæða og afklæða, finna dót
og leikföng, skakka leikinn ef
slagur er og hugga þann sem
undir verður o.fl. o.fl. á meðan
hún er að búa til matinn t.d.
en eiginmaðurinn sitji á meðan
afskiftalaus að öðru leyti en því
að reka á eftir matnum. Svona
er þetta alltof víða a.m.k. þar
sem ég þekki til og mér finnst
engin furða þó konurnar séu vfir
sig þreyttar. Það er verst að það
er líklega ekki hægt að sjá það
á mönnunum svona fyrirfram
hvort þeir verða hjálpsamir eig-
inmenn: Ég verð líklega að reka
mig á það sjálf — ef ég gifti
mig einhverntíma. En hvernig
stendur á að menn eru svona
og eru allir karlmenn svona —
eða flestir, ég veit nú að það
eru til undantekningar en ég
þekki fáar. Lita þeir svona stort
á sg þegar þeir eru orðnir hús-
bændur á eigin heimili eða hvað
er það þetta gamla, að konan
eigi að vera til að þjóna mann-
inum. Ég óska svars við því.
Ein úr hópnum.
E.S. Þú vilt kannski ekki birta
þetta bréf, þar sem það flokk-
ast sennilega undir það að „auka
ófriðinn í kvenfólkinu“ eins og
Bjartur í Sumarhúsum sagði þeg-
ar kýrin kom.
Svar okkar verður: Við liöfum
afar sjaldan heyrt svona val-
kyrjuraddir frá giftum konum.
Ekki mun það þó vera af
því, að þær séu svo bæld-
ar að þær þori ekki að láta til
sín heyra, heldur fremur hinu,
að þegar þær eru sjálfar komn-
ar i hjónabandið, skilja þær bet-
ur ýmislegt í mannlegu eðli og
kringumstæður flestar verða
þeim Ijósari. Ekki dettur okkur
þó í hug að halda, að allir egin-
menn séu englar, en hvort myndu
allar eiginkonur vera það? —
Annars e.r sambúð hjóna, og allt
sem þar getur komið til greina,
of viðamikið mál til að leysa
það í einu svari í Póstinum. En
eitt ætlum við að segja þér: Þú
getur moð' nokkurri vissu séð
fyrirfram, hvort eiginmanns-
kandídat er Iíklegur til að verða
hjálpsamur eiginmaður. Þú get-
ur markað það af ýmsu, svo sem
framkomu hans vð aðra (fram-
komu hans við þg er ekki nógu
vel að marka, þótt þú getir líka
liaft hana til hliðsjónar), hvernig
hann hagar sér í umferðinni, ef
hann ekur bíl, hátterni hans í
samkvæmum og fleiru. Þar að
auki liefur góð kona bætandi á-
hrif á manninn sinn, án þess
að hann geri sér það ljóst — ef
hann gerir sér það Ijóst, er hún
tæpast góð!
Svar til 69:
Okkur þykir undirritun bréfs
þíns svo mjög varhugaverð, að
við veigrum okkur við að svara
því fyllilega að svo stöddu. En
ertu alveg viss um, að fjarvist
læknis Ráðleggingarstöðvarinnar
hafi ekki verið auglýst í dag-
blöðunum, t.d. í dagbókum
þeirra? Þar er iðulega notað mjög
smátt le.tur, svo það gæti hafa
farið fram hjá þér.
Fyrsta flokks frá FONIX:
KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR
KÆLING er aöferðin, þegar geyma á tnatvæli ituttan
tima. Þetta vita allir og enginn vill vera án kæliskáps.
FRYSTING, Þ. e. djúpfrysting viö a. m. k. 18 stiga frost,
er auðvcldasta og bezta aðferöin, þegar geyma á mat-
væli langan tima. Æ íleiri gera sér ljós þægindin við
að ciga frysti: fjölbrcyttari, ódýrari og betrí mat, mögu-
ieikana á þvi að búa i baginn með matargerð og bakstri
fram i timann, færri spor og skemmri tima til innkaupa
— því að „ég á það í frystimim".
Við bjóðum yður 5 stærðir ATLAS kæliskápa, 80—
180 cm háa. Allir, nema sá minnsti, hafa djúpfrysti-
hólf, þrír með hinni snjöllu „3ja þrepa froststillingu“,
scm gerir það mögulegt að halda miklu frosti í
frystihólfinu, án þess að frjósi neðantil í skápnum;
en einum er skipt i tvo hluta, sem hvor hefur sjálf-
stæða ytri hurð, kæli að ofan mcð sér kuldastillingu
og alsjálfvirka þiðingu, en frysti að ncðan með eigin
froststillingu.
Ennfreinur getið þér valið um 3 stærðir ATLAS frystikista
og 2 stærðir ATLAS frystiskápa
Loks má nefna hina glæsilegu ATLAS viðar-Uæliskápa i
hcrbergi og stofur. Þér getið valið um viðartcgundir og
2 stæröir, með eða án vínskáps.
Munið ATLAS einkennin:
•ír Glæsilegt og stílhreint, nýtízku útlit.
<r Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand-
aðri markvissri innréttingu.
■ír Innbyggingarmöguleikar með sérstökum Atl-
asbúnaði.
☆ Sdmbyggingarmöguieikar (kæliskópur ofan ó
frystiskóp), þegar gólfrými er lítið.
■ír Færanleg hurð fyrir hægri eða v instri opnun.
☆ Filjóð, létt og þétt segullaesing og möguleikar
ó fótopnun
■ít 5 óra óbyrgð ó kerfi og traust þjónusta.
Um allt þetta fóið þér frekari upplýs-
ingar, með því að koma og skoða,
skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun-
um við leggja okkur fram um góða af-
greiðslu. — Sendum um allt land.
FÖNIX
SÍMI 24420. SUÐURGATA 10. RVÍK.
Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nókvæmar upplýsingar. m.a. um verð
og greiðsluskilmála.
Nafn: ......................................................
Heimilisfang: ...............................................................
VIKAN 7