Vikan


Vikan - 08.09.1966, Qupperneq 10

Vikan - 08.09.1966, Qupperneq 10
Þá er nú blessað sumarfrtið bú- ið að þessu sinni og maður farinn að hvíla sig aftur í vinn- unni. Þetta var raunar allra bezta sumarfrí, mikið um góðveður og rigndi ekki nema síðustu dagana, þegar hundrað bílarnir stóðu við ræsið hjá Móum og regnið lamdi þá utan, meðan vegagerðarmenn- 4 irnir stóðu holdvotir í að leggja rafta yfir ræsið en gæsirnar Teits bónda hafa sennilega allar verið inni í þessu foráttuveðri. Þetta leiðir hugann að tvennu Annars vegar að þeirri ófæru, sem bílarnir þarna á suðurleið áttu eft- ir að lemjast gegnum, þegar yfir ræsið varð fært, hins vegar að ís- lenzkum landbúnaði. Ef við lítum á fyrra atriðið fyrst, kemur t Ijós, að það er ekki sjón að sjá. Ég átti leið um kvöldið frá Lágafelli til Reykjavíkur; þessi 14 kílómetra spotti tók mig 40 mínútur á nýleg- um, amerískum bíl í úrvals lagi, og ég ók fram hjá fjórum btlum, sem gefizt höfðu upp á leiðinni, fyrir utan svona einstaka púströraslitur og þess háttar, sem lá hér og þar um veginn. Ekki man ég, hvað þær skifta mörgum tugum eða hundruð- um, milljónirnar sem við vesalings bíleigendurnir höfum greitt til við- halds vega og notaðar hafa verið til annars, en þegar maður verður að aka um veg sem turnast á fá- einum klukkustundum frá þvt að vera allgóður yfir f ókeyrandi nema á beltavélum — og er reyndar þann- ig meiri part ársins — fer ekki hjá þvt að maður stynji og harmi inni- lega þá staðreynd, að viðreisnin fræga skuli ekki ná til þjóðvega landsins, jafnvel ekki I næsta ná- grenni Reykjavtkur. Og margt og mikið mætti skrifa um vegina. Ég ætla þó ekki að gera það núna, heldur minnast of- urlítið á útgáfu vegakorta. Fyrir svo sem tveim þrem árum ruku tvö olíufélög í að gefa út vegakort, sína útgáfuna hvort, og er þar ann- að miklu betra, þótt hvorugt sé gott. Það hefur þann kost að vera úr einhvers konar plastefni og fer ekki strax í hengla, og er auk þess ekki stórkostlega villandi. Hitt er úr pappír einum saman og er orðið ærið lúð eftir fáeinar flettingar. Auk þess er það afar villandi. Á því er til dæmis merktur vegur fram í Hörgárdal án þess að greina hvert hann liggur, og beint á móti hon- um er annar skanki næstum jafn langur, sem er sagður liggja heim að Bægisá. Staðreyndin er hins veg- ar sú, að Bægisá er fast við þjóð- veginn eða svo sem hundrað metra frá honum, en ætli það séu ekki tveir þrír kílómetrar fram t Hörg- árdal. Þar er líka afar villandi veg- urinn Reykjabraut í Húnaþingi, sem liggur frá Svínavatni yfir á aðal- veginn á móts við Giljá; hann er sagður koma í beinu framhaldi af vestari veginum um Svínavatn en austari vegurinn beygir snöggt til vinstri. I rauninni er þetta öfugt; Reykjabrautin beygir skarpt til hægri en Svínavatnsvegirnir koma saman sem einn. Fyrir utan það, að Reykjabrautin er merkt sem „aðrir akvegir" en þjóðvegir, jú, það má kannski til sanns vegar færa, en réttara væri þó að merkja hana með punktalínu, sem þýðir bifreiðaslóðir. Þvt blessuð „braut- in" er varla forsvaranleg fólksbíl- um. Bæði þessi kort eiga það sameig- inlegt, að þar er fátt greint af örnefnum og bæjanöfnum, þótt við þjóðvegi séu. Þetta er afar mikill galli, því fólk ætlast til meira af vegakortum en aðeins að fá upp- lýsingar um hvar vegurinn byrjar og hvar hann endar. Gott vegakort á að vera nákvæmt og sannferðugt og gefa góðar upplýsingar um ná- grenni veganna. Fyrir slíkt kort myndu flestir gefa glaðir þrefalda eða fjórfalda þá upphæð, sem nú þarf fyrir ómyndirnar tvær, sem til eru. Þú með þín vegakort, lætur Óm- ar Ragnarsson Guðmund fjallabíl- stjóra segja. Þegiðu kona, og lokaðu glugg- anuml Látum nú útrætt um vegina og snúum okkur aðeins að landbúnað- inum. Ef til vill fara greinar um hann senn að verða minningargrein- ar, að minnsta kosti kúabúskap- inn, ef svo fer fram sem horfir um innvigtunargjöld og afurðalán og þess háttar. En meðan hann var- ir, er gaman að sjá, hve vel hann er vélvæddur. I vor ferðaðist ég nokkuð um eitt af frjósamari lönd- um þessarar kringlu, Búlgaríu, þar inn á traktornum og moka heyinu heim ( garð þar sem blásarinn rað- ar heyinu fyrirhafnarlaust inn í hlöðu og blæs svo undir það á eft- ir. Upp í garð til Sæmundar, sagði kerlingin forðum og hafði svo ekki meira fyrir því. Draumur þjóðsög- unnar um púkana hefur rætzt, góð- ur, þá fjarlægur draumur orðinn að veruleika, og hvað gerir það til, þótt enn standist sá þáttur þjóð- sögunnar, að púkarnir — vélamenn- ingin — hirði að launum sálina alla eða part af henni, þetta er ákjós- anleg tækni og nauðsynleg, ef við eigum ekki að flytja inn allar okk- ar landbúnaðarvörur frá Danmörku eða Hollandi eða Nýja-Sjálandi, en frá síðast talda landinu er mér sagt að það sé raunar, (slenzka dilkakjötið, sem étið er meiri hluta ársins ( íslenzku fæðumiðstöðvunum úti um heiminn, þv( það íslenzka er ekki til nema rétt á haustin ( sláturtlðinni. Sem sagt, þessi vélabúskapur er bæði æskilegur og nauðsynlegur, en gífurlegt fjármagn þarf til að kom- ast yfir tækin, halda þeim við og endurnýja þau. Það gefur þv( auga leið, að neytendur verða að greiða gott verð fyrir landbúnaðarvöru, en bændur og búalið verða líka að nota sín samtök til þess að draga sem mest úr öllum kostnaði og reka fyrirtækin sem hagkvæmast. Ég leyfi mér til dæmis að efast um, EFTIR Sl sem búskapurinn var þá þegar ( fullum sumargangi. Það sem vakti mest athygli mfna þar, var hve ómögulega búlgarskir bændur voru tæknivæddir og hve fornaldarlegir margir þeirra búskaparhættir virt- ust vera. Kannski er það einmitt þess vegna, sem ég ók með svo léttu hjarta um sveitir íslands ( sumar og þótti vænt um hvern ein- asta bónda, sem ég sá að slætti með dráttarvélinni sinni, meðan sumarbarn eða heimasæta sne/i með tætlu aftan ( gamla traktorn- um eða jeppanum eða tók saman með hjólmúgavél, til_ þess að hægt væri svo að koma með heygaffal- að tveir traktorar, svo ég segi ekki jeppi og vörubdl l(ka eigi rétt á sér á öllum bæjum, þótt verkefnin séu næg yfir blásumarið. Ef við l/ vesælir neytendur gætum verið vissir um, að alls staðar væri rek- in rétt bústærð miðað við vélakost 10 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.