Vikan


Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 11
 ■ rétt er það, en of mikið má af öllu gera. En þá er spurningin: Hvaða liti á heldur að velja? Eg kann vel við græn þök til tilbreytingar. En sums staðar sér maður líka rauð hús; það er svo sem allt í lagi með það, rpeðan þau eru ekki bleik. Mig minnir, að einhvers staðar í Miðfirðinum sé ferlega nærbuxna- bleikt hús, það er Ijótt. Og græni liturinn á Reykhólum í Hrútafirði er hryllilegur. Þá vildi ég frekar sjá án tilbreytingar hvítt rautt. En svo þegar kemur í bæi og þorp, þá eykst heldur en ekki lita- gleðin. Tízkuliturinn núna er hvítir veggir og kremgulir með marínblá- um ferhyrningum undir gluggum og í þar til gerðum flötum á húsunum. Þetta er alveg einstaklega æpandi samsetning og andstyggileg. En tízkan vill hafa þetta svona; einu sinni voru þessi ferhyrningar koks- JMARFRÍ Vangaveltur um vegi og vegakort, traktora og tízkuliti, kvikmyndagerð í Þingeyjarsýslu,sand- fok og skógrækt. Eftir Sigurð Hreiðar. og annað umfang, myndum við síður kvarta undan dýrum mjólkur- og kjötvörum, jafnvel þótt hyrnurn- ar okkar hérna í Reykjavík séu ó- lánlegar í laginu. En það var Teitur í Móum á Kjalarnesi, sem kom þessum bún- aðarþönkum af stað. Hann hætti nefnilega fyrir nokkrum árum að púla upp á kúgrasið og tók í stað- inn að rækta gæsir til manneldis. Þetta fyrirtæki hans fékk ýmsa barnasjúkdóma til að byrja með, en eftir því, sem mér er sagt, gengur þetta orðið býsna vel. Og það er gaman að aka um Kjalarnesið á góðviðrisdögum og sjá fannhvíta fuglana hans kjaga sér til beitar skammt utan við veginn. Þarna skifti hann um blað í búskapar- bókinni og jók fjölbreytnina, og á heiður skilið fyrir það. Og þarna við hliðina á Móum stóðu hundrað bílar stopp við ónýtt ræsi og fæst- ir sem í þeim voru hafa haft hug- mynd um átakið, sem gerf var í látlausum bænum við hliðina á þeim. Én svona er hægt að gera, ef vit og vilji er fyrir hendi. Já, það kemur margt upp í hug- anum, þegar ferðazt er um land- ið. Sjáið til dæmis öll þessi hús, svona snjakahvít með hárauðum þökum. Víðast fer þessi litur vel. gráir og annað dugði ekki, kannski var það þó skárra en þessar sker- andi bláu klessur. Sumir mála held- ur varla nokkurn skapaðan hlut ut- Framhald á bls. 36. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.