Vikan


Vikan - 08.09.1966, Page 13

Vikan - 08.09.1966, Page 13
íilli, er stóð opin. Það logaði Ijós... geti maður ekki lifað hana í raunveruleikanum spyr maður heldur ekki um hana. — Birgðu þetta ekki inní þér. Hugsaðu þetta frá þér. Storminn hafði lægt og aftur komið logn yf- ir dalnum og nóttinni, og yfirborð Hylsins kyrrt. Eg er að hugsa um þig, kæra Freyja, meðan þú bíður þess að Hirðstjórinn komi. Eg hefi tekið eftir að fætur þínir, grannir og fagurskapaðir, eru mjög brúnir eftir sólina og þannig er einnig andlit þitt og brjóst. Og ég er að hugsa um fagurt yfirbragð þitt, stundum glettið eins og bjartir aprílvindar, en oftar frá- hverft og dreymandi, af því hugræn mýkt Ijóðs- ins vakir í geði þínu. Eg var búinn að fara í kringum þig í nokkra mánuði, vitandi í allri kvenfólkseklu dalsins gat enga betri en þig. A þessu tímabili varst þú með mörgum strákum. Það voru aðallega pilt- ar, sem áttu gamlar bifreiðar, og óku þeim af einum samkomustað á annan, eftir því sem yf- ir varð komizt. Þú skiptir blessunarlega oft um pilta. Eg get ekki nema í níu skipti af hverjum tíu hugsað þú elskaðir bifreiðarnar meira en piltana, sem óku þeim. Stundum, þegar ég var ekki mikið drukkinn, bauð ég þér uppi dans á þessum samkomum. Meðan við dönsuðum töluðum við um skáld odj ég sagði þér allar hneyklissögurnar frá vikunni á undan. Og meðan ég ekki þraut af sögunum varst þú mjög kát í dansinum, og augun þín Ijóðræn og heillandi, svo hætti ég á að segja þér ekki fleiri sögur, en reyndi að nálgast þ'g á annan hátt. Þá varstu strax mjög treg, en ekki afundin. Eftir það fór ég að fyrirlíta pilt- ana, sem óku þér í bifreiðum sínum um allan fjórðunginn. Þeir myndu ekki hafa kaup sem erfiði. Svo bar það við seint um haust, ég gisti á bæ þínum. Það skeði sama sumarið, sem varð- inn var reistur á fjallinu, og þetta sama haust saztu oná Hirðstjóranum úr réttinni, af því hann var orðinn of drukkinn til að stýra og hafði feng- ið minna drukkinn mann að aka fyrir sig í nátt- stað. Við sváfum sitt í hvoru herbergi, aðeins ein hurð á milli, er stóð opin. Það logaði Ijós I báð- um herbergjunum. í birtu þess gat ég horft á andlit þitt hvdandi á koddanum, og [ augu þ(n dökk. Eg sá að sængin reis hærra, þar sem hún huldi brjóstin. Þannig töluðum við saman gegnum opnar dyrnar, þangað til þú reist upp ( rúminu, slökkt- ir á lampanum, lokaðir hurðinni og tvílæstir. Á eftir fór ég að hugsa um að ekki hefði verið þrekraun karlmanni að fara uppí til þín. Þú varst mjög fögur er þú komst á fætur morgun- inn eftir, grátlega fögur og eftirsóknarverð eft- ir svefninn. Og fögur varstu er þeir reistu varð- ann uppá fjallinu. Ég man þú stóðst hjá Briml- inum meðan þeir héldu ræðurnar. Og þegar þeir luku við að tala og syngja og afhjúpa varðann fórst þú inní bílinn með Brimlinum og þið ókuð saman norður. Ég hafði orðið fljótt mikið drukkinn er ég sá ykkur saman við varð- ann. En á leiðinni norður sá ég að hafið og eyj- arnar voru rauðar sem blóð, en blámi yfir döl- unum fremra. Ég gleymdi þá um stund að þú varst til. Ég bætti miklu á mig meðan Brimill- inn dansaði uppihaldlaust við þig um kvöldið. — Nú er Hirðstjórinn kominn, sagði Straum- urinn, þau standa bæði upp við jeppann hann og Freyja. Nú koma þau oná bakkann. Hann heldur á koníakinu og þau eru að tala sam- an. Bara koníakið hans væri komið nú, hugsaði ég. — Hopp og hí, ástir og vin, gljáfraði Flúð- in, án þess orðum hennar væri gefinn gaum- ur. — Reyndu að líkja eftir orðum þeirra, sagði ég við Strauminn. bakkanum og drukkuð ginið og ég kallaði ( þig uppí bílinn. Þær höfðu allar karlmenn þar nema ég. — Það var mikið gin í þeim réttum. — Af hverju komstu ekki? — Þá var ekki orðið nógu dimmt fyrir ást- ina. — En síðar um kvöldið? — Já, og eftirminnilegt að sitja með þig ( fanginu í bílnum og þurfa ekki alla leið suð- — Gengurðu mikið nakin að ofan, Freyja? — Stundum. — Er það gott? — Já, þegar heitt er. — Og láta strákana horfa þannig á sig. — Þeir eru mjög elskulegir. — Það er ekki kvenlegt. — Ekki vera svona gamaldags. — Ég er orðinn mjög gamall. — Ekki í réttunum ( fyrra. — Nei, kannske ekki þá, en alltaf endranær. — Þá varstu mjög ungur og fullur og hörku- mikill kvennamaður. — Þeir sögðu það. — Manstu þú sazt ásamt skáldinu oná ár- ur. — Ekki drekka meira koníak í nótt, vinur. Þú kemst ekki heim ef þú drekkur meira. — Nú skiptir ekki máli hvenær ég kemst suð- ur. Og enn ætla ég í margar réttir verandi ung- ur og hörkukvensamur, án þess að fara alla leið suður í myrkrinu. — Nei, þarna máttu ekki hafa höndina. Ég sagði áðan ég væri sólbrunnin á brjóstunum. — Ertu svona Ijúf og eftirlát við alla stráka? — Skammastu þín. — Elsku fyrigefðu. — Hann er að verða regnlegur yfir brún- inni á móti. Kannske rignir hann í nótt- vinur? Framhald á bls. 44. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.