Vikan


Vikan - 08.09.1966, Side 17

Vikan - 08.09.1966, Side 17
Ámundi Ámundason. Ámundi aér fyrlr öllu Mick JagBcr — kcmur hann hingað ásaml hinum Bollingunum? Á nafnspialdinu stendur: Ámundi Ámundason, um- boðsmaður skemmtikrafta. Aðeins þeir, sem hafa spiald þetta undir höndum, vita, hvar hægt er að komast í samband við manninn. Það þýðir ekkert að leita í síma- skrónni. Enginn veit, hvar hann hefur skrifstofu sína. Hann auglýsir aldrei starf- semi sína. Það vita allir, hvort sem er, að Ámundi Ámundason er umboðsmaður skemmtikrafta. Eða eigum við kannski að segja bara „hljómsveitamiðl- ari"? Hingað til hefurÁmundi einkum fengizt við að útvega hljómsveitum atvinnu og danshúsum hljómsveitir — en hann segist vera að færa út kvíarnar. Hann er farinn að sýsla með „óperusöngvara og svoleiðis". Hann ber nafn- ið umboðsmaður skemmti- krafta með réttu. Og það verður ekki af Ámunda skafið, að hann er ötull umboðsmaður, þótt ung- ur sé að órum, fæddur 14. aprll 1945. Fljótt ó litið virð- ist næsta ótrúlegt, að svona strákpjakkur skuli vera fær um að standa í stórræðum. Stundum sýslar hann með 10 hljómsveitir og hann lætur sig dreyma um þann dag, er hann tekur á móti Rolling- unum á Reykjavíkurflugvelli. Hann hefur haft þetta sýsl að aðalstarfi undanfarin þrjú ár og hann játar hreinskilnis- lega, að það var ekki eins auðvelt í fyrstu og það er nú. — Þeir voru margir, sem trúðu þvi ekki, að ég væri umboðsmaður, þegar ég byrj- aði á þessu, segir hann. Fólk hélt, að ég væri að grinast! Nú er þetta orðið auðvelt. Þetta gengur eins og smurð vél. Ámundi er Reykvíkingur. Á frumbernskuárunum seldi hann blöð á götum borgar- innar og vann í síldinni fyr- ir austan. Hugurinn hneigð- ist snemma til verzlunarstarfa og um skeið starfaði hann við afgreiðslu í Hreyfilsbúð- inni hjá Pétri Péturssyni, sem einnig hefur starfað sem um- boðsmaður skemmtikrafta. Hjá Pétri kynntist Ámundi skemmtanaiðnaðinum. Fyrsta hljómsveitin, sem Ámundi tók að sér umboð fyrir, var Hljómar, en þeir voru þá nýbyrjaðir að láta að sér kveða. Þeir léku í fyrsta skipti í Reykjavík á Hljómsveitin Thc Scarchcrs kom til Rcykjavíkur á sinum tíma á vegum Ámurnla Ámundasonar. Ásamt þeim á þessari mynd cr hljómsveitin Sóló, sem kom fram á hljómleikum þeirra. Mynd- ina tók Sigurgcir Sigurjónsson í Austurbæjarbíói. EFTIRI KbMH Andrés Indrlðason hans snærum i Sigtúni og í Iðnó. Ámundi hefur alla tíð verið umboðsmaður Hljóma og lætur mjög vel yfir samvinnunni við þá. Segir hann enga hljómsveit jafn gott að auglýsa og Hljóma og þurfi þar engin lýsingarorð heldur sé nóg að segja „Hljómar í kvöld". Uti á landsbyggðinni hlýtur engin hljómsveit jafn góðar viðtökur og Hljómar að sögn Ámunda. Hann hefur ótal sinn- um farið í reisur um landið með hljómsveitir, þar af þrisvar sinnum með Hljómum, og er nú nýkominn úr tveggja mánaða reisu með þeim um Norður og Austurland. Á slíkum ferðum þarf Ámundi í mörg horn að líta. — Það þarf að útvega samkomuhús, auglýsa í útvarpi og festa upp spjöld á stöðunum sjálf- um og jafnvel víðar, fá leyfi yfirvalda á við- komandi stöðum og sjá síðan um miðasölu, þegar dansleikurinn hefst. Framhald á bls. 29. I»egar brezka hljómsveitin The Animals var að leika lagið „Inside Looking Out“ á hljóm- plötu, kvartaði söngvarinn Eric Burdon yfir því, að hann heyrði ekki nógu vel undirleik- inn. Félagar h?.ns í hljómsveitinni urðu skelf- ingu lostnir og álitu, að Eric væri farinn að missa heyrnina — og umboðsmaður hljóm- sveitarinnar fór þegar í stað með Eric á næsta sjúkrahús, þar sem þekktur heyrnar- sérfræðingur var kvaddur til. Þegar liann fór að rannsaka vinstra eyrað, ætl- aði hr.nn vart að trúa sínum eigin eyrum, þeg- ar hann sá, að pappírsuppvafningur sat fast- ur i eyrnagöngunum. Það tók hann langan tíma, ?.ð ná pappírnum úr eyra Erics. Dagblaðsræman liafði setið í eyranu í þrjá mánuði. Þegar erfitt var að sofna kvöld eitt sökum fyrirgangs í aðdáendum fyrir utan liótel citt, þá tók liann til þess bragðs að stinga pappírsuppvafningum í eyrun — en hann gleymdi bara ?.ð taka þá úr aftur! VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.