Vikan


Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 08.09.1966, Blaðsíða 22
 Fyrsti kafli. Sagan byrjar vel. Það er stúlka að nafni Tessa og þú ert kominn aftur til hennar. Líf þitt og henn- ar hafa verið í hættu, en þú hef- ur drepið manninn, sem ógnaði ykkur báðum. Þið eruð saman, og ástríða ykkar hefur orkuna og blíð- una, sem sprettur aðeins af ást. Þetta atriði er dásamlegt en þó skelfilegt, vegna þess sem á eftir kemur. Maðurinn, sem þú drapst, átti tvo vini. Tvo Korsíkumenn. Mann kallaðan Puœlli. Mann kall- aðan Duclos. Þeir ræna Tessu og gera þér til- boð. Fyrst eru það peningar, og þá lætirðu af hendi undir eins. Síð- an verður það miklu verra. Þitt líf fyrir hennar. Þú verður að fara til neðanjarðarjárnbrautarstöðvar- innar í Knightsbridge, niðu'- langa hreyfistigann, framhjá Berkley og Little X og Jantzen og Gossard; niður að vesturlínunni, þar sem stúlkan þín bíður eftir þér og lítur út fyrir að vera veik og slæpt, og líka dásamleg, vegna þess að hún er alltaf þín stúlka. Með henni eru Korsíkumennirnir. Þú ert með Colt Woodsman, sjálfvirka skammbyssu í axlahulstri, en það kemur ekki til mála að nota hana. Pucelli og Duclos eru of liprir. Þú gengur í áttina til þeirra með útglenta fing- ur niður með hliðunum og munn- urinn er þurr, þótt hendurnar séu rakar. Þú ert hræddur, ef það væri ekki Tessu vegna myndirðu hlaupa, en Tessa er þarna og þarfnast þín og þú heldur áfram. Jafnvel hvern- ig hún ber sig, segir þér að hún elskar þig. Það heyrist í lestinni í fjarska og þú sérð, að Pucelli segir henni að fara, en hún hreyf- ir sig ekki. Hávaðinn í lestinni verð- ur að ærandi öskri. Hún hreyfir sig ekki enn, og þú ert kominn alveg að þeim. Þú nemur stað- ar, varkár, og bíður. Pucelli hróp- ar ,,farðu" og hrindir henni frá sér, en hún nær í handlegginn á honum og slengir honum af öllu afli að Duclosi og hrópar „Hlauptu, elskan, hlauptu"! og hengir sig á Pucelli, sem lemur hana, en hún hangir fast. Þú hleypur til þeirra og hún brosir, og Duclos lemur hana aftur og andlitið verður að ópi, um leið og hún fellur undir lestina, sem er að koma, og það er ekkert [ heiminum nema öskrið f lestinni og ærandi ískur í hemlun- um. Svo hleypur Duclos og heldur fast um peningatöskuna, sem þú gafst honum, en Pucelli hikar og býr sig undir að draga upp byss- una, og þú slærð hann þessu hræði- lega aðeins-einu-sinni-höggi, sem Japaninn kenndi þér, þegar þú varst að læra Karate. Þú heyrir brestinn, þegar mænan slitnar, og líkami hans þeytist fyrir lestina, og þú hleypur á eftir Duclos með Woodsmanninn í hendinni. Duclos hleypur í gegnum hver göngin á fætur öðrum, yfir handrið og grind- verk, að rennistiganum, og þýtur upp mannlaus þrepin. Járnbrautar- starfsmaður þrífur í þig og þú hrist- ir hann af þér án þess að taka eft- ir því. Duclos snýr sér við, sér þig, dregur upp byssu. Hann skýtur og kúlan skellur á handriðinu. Það var nærri, en það skiptir ekki máli. Þú hreyfir þig ekki, jafnvel ekki, þegar hann skýtur aftur. Siðan snýr hann við og hleypur upp. Þú stend- ur gleiður til að ná sem beztu jafnvægi og réttir fram handlegg- inn, eins og þú hefur lært Upp skal Duclos. Hann hleypur þangað, sem rennistiginn liggur upp í frelsið. Hann er næstum kominn upp, þeg ar þú skýtur. Líkaminn kippist við og nötrar, þegar kúlan skellur ! hann, og hann slengir frá sér tösk- unni. Hún opnast og bankaseðlarn- ir hrynja eins og haustlauf, þegar Duclos rennur niður stigann á grúfu,- þar til síhreyfandi tröppurn- ar ná taki á honum og bera hann aftur upp og fólkið stendur skelf- ingu lostið og horfir á, þegar tá- mjóir skórnir hans rekast ( stigann, þar sem hann gengur út í eitt og hverfur inn í gólfið, og það fer kippur um líkamann í hvert skipti, sem ný trappa kemur. Og þú stend- ur fyrir neðan og horfir upp þang- að, sem hann liggur og segir ekk- ert, vegna þess að nú hefurðu lært að gráta ... Craig stundi sárt ( svefninum og gamli maðurinn, sem sat við rúm- ið, þjáðist með honum. Croig var eins og sonur hans, og stuna af vörum Craigs vakti endurvarp í hjarta gamla mannsins. Hann beygði sig niður yfir Craig og hristi hann og Craig þrýsti sér að gamla manninum og kjökraði, þar til draumurinn var dáinn í honum og hann vissi, að hann var í kofa Serafins og úti fyrir skein sólin með því miskunnarleysi Ijóssins, sem aðeins er til í Eyjahafinu, og hann þurfti aldrei að fara út aft- ur. Allt, sem hann þarfnaðist, var áfengisflaskan, sem Serafin var að opna fyrir hann. Ef hann drykki nóg, myndi draumurinn ekki koma aftur. Philip Grierson ók til Queen Anne's Gate og alla leiðina frá Chelsea var hann að bisa við hugareikn- ingsdæmi varðandi bensín fyrir sjálfan sig. Lagondan fór fimmtán Þegar deild K í M.l. 6 sendi eftir John Craig, vissi hann á hverju hann átti von — vanda. Því deild K, þessi litla mjög leynda deild leyniþjónustunnar, meðhöndlaði aðeins þau verk, sem voru of hættuleg - eða of ó- þverraleg - til þess að aðrir gætu um þau sinnt. Hið nýja hlutverk Craigs var að líta eftir ríkum milljónera, en líf hans var í hættu vegna hagsmuna, sem hann hafði að gæta í Mið- Austurlöndum. Craig vissi, að starfið yrði vandasamt, en hversu vandasamt það var, komst hann að, þegar hann varð að eiga við: Naxox, gríska milljón- erann, sem gerði sitt bezta til að láta myrða sig; Philippu, hina fögru eiginkonu Naxos, fyrr- verandi smástirni í Hollywood, sem var að reyna að venja sig af eiturlyfjum; njósnara, sem jafnvel Hinir Rauðu réðu ekk- ert við Selinu, arabaprinsess- una, mjög fagra, en vandamál, sem Craig átti erfitt með að ráða VÍð; og gnæfandi yfir öllu öðru, eitilharðan brezkan föðurlands- svikara, sem hafði dauðann í báðum höndum og ískaldan, sterkan heila. Dey Ríkur Dey Glaður, er eftir sama höfund- inn og hin vinsæla framhaldssaga Sölumaður Dauðans, James Munro. 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.