Vikan


Vikan - 08.09.1966, Síða 23

Vikan - 08.09.1966, Síða 23
NY FRAMHALDSSAGA EfftiP James Munro tiöfund íramhaldssögunnar Sölumaður dauðans. mílur á gallóninu; á hennar aldri var það ekki svo slæmt; samt þýddi það fimm shillinga og sex pence aðeins að fara til skrifstofunnar og aftur til baka. Bílgeymsla var þrjú pund á viku. Trygging, tvö pund á viku. Viðhald þrjátíu shillingar í viðbót. Annað eitt pund. Allt [ allt kostaði farartækið hann að minnsta kosti sex hundruð og fimm- tíu pund á ári og hann gat ekki komið helmingnum af því á kostn- að þjónustunnar. Hann yrði að biðja um launahækkun. Hann lagði bílnum í öngstrætinu bak við húsið, og gekk síðan að framdyrunum, framhjá röð af kop- arplötum: Dr. H.B. Cunnington-Low, Lady Brett, Major Fuller og séra Hugh Bean. Engin af bjöllunum undir nafnspjöldunum var í sam- bandi. Grierson þrýsti á hnappinn, sem merktur var húsvörður, og dyrnar opnuðust undir eins. Hús- vörðurinn var í samfestingi með ólundarlegan kurteisissvip húsvarð- arins. Hann var lágvaxinn, vöðva- mikill og snar í hreyfingum, fyrr- verandi liðþjálfi úr kommandó- sveit og Grierson vissi að hann hafði drepið þrjá menn. Undir sam- festingnum var hann með Smith & Wesson og Kommandóhníf. Endrum og eins neyddist Grierson til að þjálfa með honum vopnlausan bar- daga. Honum fannst það gagnlegt en sárt. — Daginn, sagði húsvörðurinn. Grierson var ennþá niðursokk- inn i hugareikninginn, og lét nægja að yggla sig. — Það var rétt, sagði húsvörð- urinn. — Hans hágöfgi Goggur kom snemma í morgun; hann var ekki sérlega glaður heldur. Grierson gekk upp stigann að skrifstofu sinni, íbúðinni, sem merkt var ,,Lady Brett". Einkaritarinn hans beið þegar eftir honum með há- an stafla af bréfum og minnis- blöðum fyrir framan sig. Grierson varð hugsað til dagsins, þegar hann var fyrst beðinn að ganga í þjónustu deildar K og hafði kom- izt að því sér til undrunnar, að M.1.16. hafði fylgzt með honum allt frá því að hann yfirgaf konung- lega flotann. Litli, uppþornaði maðurinn sem hafði samband við hann, hafði varað hann við; sagt að deild K væri miskunnarlausasta deild leyniþjónustunnar, deildin, sem sæi um verkin, sem voru of hættuleg — eða of óþverraleg — til að nokkur annar gæti átt við bau, og Grierson hafði næstum grát- ■ð af gleði. Já, hann hafði svo sannarlega fengið sinn skammt af hættum og svo sem óþverra líka. En inn á milli var alltaf pappirs- virina, heil fjöll af pappírsvinnu. Hann yggldi sig aftur og einkarit ar!nn hans, ófríð ekkja, andstyggi- legur afkastahestur, hugsaði ( milljónasta skipti hvað hann væri glæsilegur, og ýtti hugsuninni strax hratt og miskunnarlaust frá sér. — Fundur klukkan ellefu, sagði hún. — Aðeins eitt fundarefni, á- standið í Mið-Austurlöndum. Ég er með öll skjölin hér. Grierson dæsti. — Loomis sagði mér að segja þér . . . hún hikaði. — Láttu mig hafa það orðrétt, sagði Grierson. — Eg er orðinn vanur því. Rödd einkaritarans var tjáning- arlaus: — Segðu þessum letihundi, að kynna sér staðreyndirnar al- mennilega, til tilbreytingar. Hún þagnaði og bætti svo við: — Loom- is er ekki í góðu skapi. Ég myndi gera eins og hann segir. Grierson pældi í lexíunni þang- að til klukkuna vantaði fimm mfn útur í ellefu, þá tók hann sér stöðu fyrir utan dyr Loomis og minntist, eins og ævinlega, allra annarra skipta, sem hann hafði beðið fyr- ir utan þessar dyr. Um leið og stóri vísirinn á úrinu hans var kominn á ellefu, lyfti hann hendinni og bank- aði laust; opnaði síðan undir eins, þegar hann heyrði Loomis urra. Loomis var risavaxinn: Gífurlegt mannskrímsli með andlit, sem var á litinn eins og óveðurssólsetur, með föl, brjálæðisleg augu, rautt hár, stráð hvítu eins og snjó á hveitiakri, og stórkostlegt nef. Gri- erson vissi, að hann hafði aðeins tvær tegundir skaps: Fýlulega móðgandi eða villimannlega hrotta- legt. í dag var hið síðara uppi á teningnum. Hann velti því fyrir sér í milljónasta skipti, hversvegna hann væri að vinna fyrir þennan illskeytta dinosaurus og komst að þeirri niðurstöðu, að það var að- eins ein möguleg ástæða: Loomis var fullkominn í sínu starfi. — Þú ert þó á réttum tíma, hreytti Loomis út úr sér. Þú hlýtur að vilja mér eitthvað. Grierson varpaði frá sér allri von um launahækkun. — Nei, sir, sagði hann. — Allt í lagi meðan það eru ekki peningar hélt Loomis áfram. — Eg var að fá snepil frá fjármála- ráðuneytinu. Ekki meiri peningar. Maður skyldi halda, að það væri blóðið úr forsætisráðherranum. Hann opnaði skúffu með einfaldri hreyfingu hins feita og tók upp kort. — Ég vildi að það væri það, sagði hann og breiddi úr kortinu, lagði öskubakka, sigarettukveikjara og þykka svartviðar reglustiku á sitt hvert hornið og síðan hlamm- aði hann holdmiklum vísifingri of- an á það. — Þetta, sagði hánn, — eru Mið- Austurlönd. — Já, sir, sagði Grierson. — Og það er það síðasta, sem ég segi þér, og þú veizt fyrirfram. Þú skalt ekki reyna meira af þess- ari gljófægðu kaldhæðni á mig, sagði Loomis og hlunkaði vísifingr- inum niður aftur. — Aden, Kuwait, Musquat, Om- an. Okkar megin. Góðir náungar. Yemen. Móti okkur. Vondir náung- ar. En þeir hafa sín vandræði. Þeir skipta sér ekki af okkur. Hér er það, sem skiptir sér af okkur. Hann hlammaði fingrinum aftur niður, á næstum ferhyrnt lítið svæði, suður af Yemen, sem náði ofurlítið inn í verndarríki Aden, Zaarb. — Hið sjálfstæða lýðveldi Zaarb. Segðu mér eitthvað um það, Grierson. — Zaarb er að verða rautt, sagði Grierson. — Kommúnistaflokkurinn er sá eini, sem hefur nokkur völd, og staðurinn er krökkur af kín- verskum tæknifræðingum. Þegar Framhald á bls. 34. VIICAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.