Vikan


Vikan - 08.09.1966, Page 25

Vikan - 08.09.1966, Page 25
KONUNGSGARBUR í KEIDUBH Ljósmyndír Þorvaldur Ágústsson Ekki vantar aS fjölgi merkjunum um það að Islendingar séu nú skemur fró öðrum þjóðum en fyrrmeir; túr- istar streyma hingað í æ stríðari straumum og sjá þetta furðulega eyland elds og ísa og Gullfoss og Geysi, og þar á ofan eru erlend kvikmyndafélög farin að sækja hingað til að nota okkar hrikalega landslag sem ramma utan um bíó- myndir, hverra mótíf er sótt í álíka hrikalega fortíð germanskra þjóða. Nú eru hérna staddir Þjóðverjar til að taka kvikmynd af Sig- urði Fáfnisbana og Brynhildi, og undanfarið hafa danskir listamenn verið önnum kafnir norður í Hljóða- klettum við að filma þá gullfögru sögn um Hagbarð og Signýju. Að- alhluthafi í þvi fyrirtæki er ASA- film, en hið íslenzka Edda-fi'm og hið sænska MEA-film eiga þar einn- ig nokkurn hlut að máli. Leikstjóri er Daninn Gabriel Axel, en leik- endur eru valið lið af ýmsum þjóð- um; Svíar, Danir, Rússi, Þjóðverji og Islendingar. Myndagerðarfólkið og leikararnir búa í félagsheimil- unum Skúlagarði og Lundi í Keldu- hverfi, en myndatakan fer að mestu leyti fram í Hljóðaklettum, sem fyrr er sagt. Hefur þar verið reistur heill konungsgarður í þeim stíl, sem ætla má að tíðkaður hafi verið á öldun- um áður en ísland byggðist. — Myndin verður með íslenzku, dönsku og sænsku tali, og er gert ráð fyr- ir, að hún verði frumsýnd i Reykja- vík, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi snemma á næsta ári. Sögnin um Hagbarð og Sig- nýju, sem myndin er gerð eftir, er ein hinna frægari úr fornum heimi germanskra þjóða. Hún er ekki yngri en frá því á víkingaöld, því að Þjóðólfur úr Hvini, sem var eitt af skáldum Haralds hárfagra, vitnar í hana í kveðskap sínum; trúlega er hún miklu eldri. Þá vitnar Snorri í hana í Skáldskaparmálum og í Fornaldarsögum Norðurlanda er vikið að henni á fleiri stöðum en vuiiiiiUL ý Signý (Gitte Hænning) og einn bræðra hennar. Gunnar Björnstrand fær sér liér hressingu í kaffihléi. Við fætur hans liggur tíkin Friggja, sem leikur úlf í myndinni. Hún er líka svo grimm, að hafa verður sér- stakt fólk til að gæta þess, að hún lifi sig ekki inn í hlutverkið um of. Eva Dahlbeck ásamt einni af að- stooarstúlkum myndatökumannanna. Hið illfúsa gamalmenni Bölvís er hér á hökti milli húsa í kóngsgarði. Sigarr konungur eða Sigvarður, eins og hann er látinn heita í myndinni, sést hér á reið með liði sínu. Lisbetli Movin í hlutverki þernunnar. Hildigísl (Manfred Reddemann). O Oleg Vídoff í lilutverki Ilagbarðs. <Zy Leikstjórinn, Gabriel Axel (t.h.) og Oleg Vídoff í gerfi Hagbarðs ræðast hér við á myndatökustaðnum. í baksýn eru hús í kóngsgarði og starfsmenn að slá upp palli fyrir kvikmyndavélar. 24 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.