Vikan


Vikan - 08.09.1966, Qupperneq 36

Vikan - 08.09.1966, Qupperneq 36
OSRAM flúrpípur, hringir, I I C B Á i |%i| startarar og almennar perur fást um - J s ;y K/A FTI land allt, vegna gæöanna. is. — Hann þarfnast hjálpar í þessu ævintýri. En hann er sá eini, sem getur greitt úr þessari flækju. Hann andvarpaði. — Haltu áfram með heimavinnuna, gáfnaljósið. Eg er að fara til Grikklands að endurreisa fylliraft. Það er hlægilegt. Maður í minni stöðu. Eg enda með að verða andskotans templari! Annar kafli. Schiebel skolaði kvöldverðinum niður með tveimur koníakssjússum og hugsaði um leið og hann drakk þann seinni, að Svisslendingar væru Þjóðverjar með franska matargerð- arhæfileika. Hann leit ( gegnum glugga veitingastofunnar út á Lé- manvatnið, og veitti því athygli, .ove nákvæmlega gufubátnum var stýrt og hve vandlega skemmtibát- arnir hlýddu reglunum, og síðan þegar honum varð hugsað til kvöld- voröar síno, staðfesti hann fyrri dóm sinn með sjálfum sér. Sviss var of lítið land til að stjórna heiminum, hugsaði hann, en það hafði rétt til að vera hreykið af sjálfu sér, jafn- vel hreyknara en það var. Hann kallaði eftir reikningnum, og þeg- ar hann kom, gaf hann meira þjór- fé en nauðsynlegt var, vegna þess að í kvöld var ástæða til að fagna. Um leið og hann fór út úr veitinga- stofunni, fór hann framhjá barnum. Yfir honum var spegill. Hann hik- aði og leit síðan á úrið. Enn átti hann eftir tuttugu mínútur. Hann pantaði einn koníakssjúss og sett- ist við barinn til að drekka hann og horfa á andlit sitt í speglinum. Það sem hann sá, var enskur yfirstéttarmaður, höfuðið hátt og fremur mjótt, nefið stórt en fallega lagað, varaþunnur munnurinn þurr- legur og sérvizkulega kaldhæðnis- legur, hörundið brúnt eftir ultra- fjólubláa Ijósgeisla, strengt yfir há kinnbeinin. Schiebel hafði sérstaka ánægju af því að horfa á þetta nýja andlit sitt. Hann naut síðustu koníaksdreggjanna með djúpri ánægju og veifaði andlitinu í spegl- inum, sem veifaði honum á móti, og lagði síðan af stað til stefnu- mótsins. Eftir flösku af Clos de Vougeot og þrjá koníakssjússa, gekk hann ennþá beint. Ef til vill var hann ekki alveg stöðugur, en það var afsakanlegt. Það er ekki á hverjum degi, sem maður finnur nýtt efni, til að sprengja upp heim- inn. Hann fór framhjá látlausum barrokstíl Temple Neuf og blóma- pöllunum og kaffistofunni á Place du Molard. Schiebel hataði kaffi- hús, sem voru full af sjálfskipuðum gáfnaljósum, sem deildu um Camus og Genet og Henry Miller, og veif- uðu eintökum af Encounter og les temps Modernes og Botteghe Oscuri með reiðilegu sigurfasi; alltaf kjaft- andi, aldrei hugsandi. Þeir minntu hann á Swyven, en Swyven hafði að minnsta kosti öðlazt gagnstil- finningu og vann nú að því að skapa sér hlutverk i sögunni. Lög og reglur sönnum kommúnista- heimi, eins og Marx, Stalin og Mao höfðu séð fyrir um hann. Dag nokk- urn myndi þessi heimur, þessar kjaftatífur, verða að temja sér aga sjálfir og vinna fyrir eitt, óhjá- kvæmilegt þjóðfélag án stéttar- skiptingar. Ef þeir neituðu, myndi þeim verða refsað grimmilega, öðr- um til varnaðar. Schiebel flaug í hug, að hann myndi hafa gaman af að stjórna þeirri refsingu. Meðan hann hugsaði þetta, þrammaði hann upp langa, þreyt- andi leiðina til Hotel de Ville. Hann gekk framhjá óaðlaðandi forhlið- inni og beygði síðan inn í fátæk- legt, illa lýst hverfi, sem ekki var getið um í leiðsögubókum um borg- inga, því ferðamenn höfðu ekkert gaman af þessu hverfi. Enginn fræg- ur eða illræmdur hafði dáið hér, eða jafnvel búið. Schiebel hélt á- fram, en hægði síðan ferðina allt í einu þegar hann heyrði fótatak á eftir sér. Hann stirðnaði upp, en gekk síðan ofurlítið lengra frá hús- unum, út á gangstéttarbrúnina. Sá, sem á eftir fylgdi, hvataði förinni, þegar hann nálgaðist mannlausa byggingu, en Schiebel jók ekki hraðann. Þetta var róstusamt hverfi á Genfarmælikvarða, og ef hann hlypi, gæti verið, að það yrði skot- ið á hann, og enginn í þessum borgarhluta myndi vera svo heimsk- ur að skipta sér af því. Schiebel hægði ofurlitið meira á sér og beið eftir fótatakinu og þegar hann heyrði það, var hann mjög ánægð- ur með sjálfan sig. Maðurinn nálgaðist mjög hratt, en Schiebel beið þar til maðurinn hafði næstum náð honum, síðan sneri hann sér við, beygði sig og sparkaði [ legginn á árásarmann- inum; þegar hann sá kúbeinið, sem maðurinn hélt á, sparkaði hann aft- ur og nú á úlnliðsbeinið, og glotti ánægður með sjálfum sér, þegar hann heyrði manninn æpa. Hann hafði brotið úlnliðinn. Þetta gekk prýðilega. Hann brosti aftur, þreif undir hendur mannsins dró hann á fætur og skellti honum upp að veggnum. — Hver ertu? spurði hann. — Hvað viltu? Hinn maðurinn hikaði og Schie- bel sló hann einu sinni. Arásar- maðurinn greip andann á lofti og svaraði: — Bloch. Ludwig Bloch. Eg — ég ætlaði að ræna þig. — Þú varst óheppinn, sagði Schiebel. Hann horfði á árásar- manninn, þar sem hann stóð sjálf- ur í skugganum. Ómerkilegur glæpamaður. í ódýrum fötum, í ódýrum skóm. Ódýrar sígarettur í vasanum og tuttugu svissneskir frankar, ekkert annað. Litill maður með lágkúrulegar hugsjónir og kú- bein. Tunglið kom fram milli skýja og skein beint framan í Schiebel. — Þú ert svo sannarlega óhepp- inn, sagði Schiebel, og hægri hönd- in hreyfðist svo hratt, að hún varla sást, svo glampaði á hníf í tungls- Ijósinu og Bloch reyndi of seint að æpa, um leið og Schiebel sneri hon- um við og rak hnífinn undir rifja- hylkið og upp á við, og Bloch var dauður, ennþá fast uppi við vegg- inn, þangað til hnén létu undan og hann rann niður á götuna mjög hægt en Schiebel kippti hnífnum úr sárinu og strauk af honum á jakka Blochs (dauðum mönnum er nokkuð sama um fötin sín) og gáði á eigin föt, hvort þar væru nokkrar blóðslettur. Þar var ekkert. Þær koma mjög sjaldan, er hnífnum er lagt réttilega og aftan frá. Framhald í næsta blaði. Eftir sumarfrí Framhald af bls. 11. r an á húsinu sínu, heldur kaffæra það í millagrjóti og timbri, jafnvel í rándýrum innfluttum múrsteinum. Það er allt komið svo á kaf í milla- grjóti, tekki, eik og furu, að manni ofbýður. Sérstaklega er mér minnis- stæður ofhlæðisíburðurinn í nýju 36 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.