Vikan


Vikan - 08.09.1966, Síða 41

Vikan - 08.09.1966, Síða 41
Blæfagur fannhvítur þvottur me& SKip Sjálfvirka þvottavélin yðar verðurfyrst full- komin, er þér notið Skip — þvf það er ólíkt venjulegu þvottadufti. Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem veldur yfirrennsli og vatnssulli, og minnkar þvottahæfni hennar, heldur verður skolunin auðveld og fullkomin. Pvottaheefni Skip er svo gagnger að þcr fái8 ekki fannhvítari þvott. Notið Skip og sannfærist sjálf. sfr/þ -serstaklega framleitt fyrir sjálfvirkar þvottavélar XB-SKPIA/lCE 5443 nýjarhár í myndinni. Þess í stað væru komnir sverir járnhlekkir. A- stæðan væri sú, að nútíminn skyldi ekki rómantíkina í því,' að Hag- barður gat ekki slitið af sér Sig- nýjarhárið. Hins vegar væri hverj- um manni skiljanlegt, að hann ætti í vandræðum með að purpa af sér svera járnhlekki. Og nú eru Vestmannaeyingar líklega komnir í stríð við megin- landið. Dagana, sem þetta er rit- að, eru þeir að minnsta kosti búnir að segja útvarpsstjóra stríð á hend- ur. Þá langar að horfa á kanasjón- varpið blessað og hafa í því skyni komið sér upp sjónvarpsloft- neti uppi á Klifi minnir mig, með magnara eins og tíðkast í fjölbýlis- húsum í Reykjavík. Utvarpsstjóri lét loka fyrir rafmagnið að magnaran- um, en bæjarstjórn Vestmannaeyja tók þá bara rafstrenginr. eignar- námi og opnaði fyrir strauminn á ný. Ég var að lesa f Vísi áðan, að útvarpið teldi loftnetið og magnar- ann brjóta í bága við reglur út- varpsins og reglur um fjarskifli landa á milli. Næsta skrefið verður líklega að Vestmannaeyingar segi sig úr lögum við ísland og biðji um aðstoð Ameríkana til að fá að horfa á dátasjónvarpið þeirra, og það verður jafnvel enn verri klípa fyrir kanana heldur en Víetnam. Þvi menningarlega séð verða þeir að styðja kröfur Vestmannaeyinga eða viðurkenna öðrum kosti, að sjón- varpið frá Keflavík sé þeim ekki hollt, og þeir eru samningsbundnir til að vernda ísland og þá væntan- lega líka útvarpið og útvarpsstjóra. Þetta er fjarska erfitt. Næsti leikur af hálfu íslendinga verður senni- lega að loka fyrir allt rafmagn til Vestmannaeyja, og þá koma Vest- mannaeyingar sér sennilega upp einkarafstöðvum til að kynda und- ir magnaranum. Þá stöðvar ísland sjálfsagt framkvæmdir við vatns- lögnina til Eyja svo Vestmannaey- ingar verða að halda áfram að súpa úr þakrennunum. Þá fer víst að fækka leikjunum hjá þeim. En ef þeir skyldu nú hafa áfram uppi einhverjar brellur, endar sjálfsagt með því að Island lokar fyrir brennivínspóstinn til þeirra og þá fer nú að verða dýr magnarinn góði. Nú hefur bæjarfógetanum f Vestmannaeyjum verið skipað að stöðva sendingar magnarans, og kannski verður eitthvað gert, áður en þessar línur koma á þrykk. Skyldi þetta ekki vera vitlaus magnari annars? Hann magnar flest meira en sjónvarpsbylgjurnar. En það fer að verða ansi gaman að fréttum frá Vestmannaeyjum. Hvernig fór þetta með manninn, sem háttaði hjá annars manns konu í ógáti án þess að hún yrði vör nokkurt óvenjulegs, en uppgötvaði mistökin þegar fótatak rétta manns- ins heyrðist frammi í forstofunni og flúði þá eins og fætur toguðu? Var það líka fyrir áhrif einhvers magnara? Svo kemur haustið. Lauí trjánna verða gullin og væntanlega bylgj- ast fullþroska korn Ijúflega í and- varanum einhvers staðar austur á söndum. Annais sagði Páll í Gunn- arsholti í viðtali við Tímann um daginn, að kornrækt á íslandi væri jafn vonlaus og skógræktin. Hann vill víst bara rækta land. Líklega er það rétt hjá honum. Skógræktin verður aldrei hér upp á marga fiska, og ekki skánar veðráttan, þótt tæknin aukist í kornræktinni. En það hefur sýnt sig og sannað, að uppgræðsla sanda í graslendi get- ur blessazt aldeilis pryðilega. Fyr- ir 10 árum fór ég um Hólssand og aftur núna í sumar, þar hafa orðið gífurleg umskifti til hins grænra. Og Skógasandurinn — þar sem ekki var stingandi strá þegar maður var gæi f heimavistarskóla þarna rétt hjá fyrir mörgum árum — hann er iðjagrænt tún. Sandgræðslan er svo sannarlega nokkuð, sem gefur bæði árangur og arð. Þar að auki er slík uppgræðsla bókstaflega knýj- andi á okkar landi, þar sem allt er að fjúka til fjandans. Mér eru minn- isstæð rofabörðin ofan við Suður- árbotna, þar sem Ódáðahraun tek- ur við og teygir sig undan þessu dýrðlega gróðurlandslagi hérumbil þvert yfir landið. Þar er auðvelt að sjá, hvað horfið hefur af sverðin- um hin síðustu ár. Og reyndar hvar sem farið er, alls staðar blasa við rofin, þar sem veður og vindar naga undan gróðrinum og feykja iarðveginum brott. Mér er nær að halda, að vegagerðin eigi hér vond- an hlut að máli; þar sem vegum hefur verið ýtt upp og svörðurinn skemmdur, á eyðileggingin greiðan aðgang. Ég held, að þessu máli sé langt frá nægilegur gaumur gef- inn, og hér þurfi snör handfök og slatta af peningum strax, ef vel á að fara. Það þarf að fara með sáð- flugur yfir stærstu og verstu svæð- in og bæði sá og bera á, minni svæðin má taka með öðrum ráð- um. Það þarf að græða upp jarð- ýtusárin við vegina og halda f landið, ef afkomendur okkar eiga að verða langlífir; annars krókna þeir og svelta í hel á köldum klöpp- unum, þar sem aðeins vottar fyrir moldarlit í sprungum. Þetta er miklu brýnna mál og meira aðkallandi heldur en berjast við að stinga barrtrjám ofan í jörðina, til þess eins að horfa á þau rauð og dauð eftir vondan vetur, sem alltaf kem- ur við og við. Því þrátt fyrir Búrfell og Straums- vík, og þrátt fyrir 12 mílna land- helgi og kraftblökk, þrátt fyrir allt VIICAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.