Vikan


Vikan - 08.09.1966, Qupperneq 45

Vikan - 08.09.1966, Qupperneq 45
SKRIFSTOFU-HÚSGÖGN SKRiFBORÐ - 180X 90 OG 160X80. RITVÉLABORÐ. RITVÉLA-TENGIBORÐ. PIRA-RAÐHUSGOGN - HILLUR OG SKAPAR. BORÐSTOFUSETT. RAÐSTÓLAR. SÓFABORÐ. Ábyrgðarmerki Húsgagnameistarafélags Reykjavíkur fylgir. $ HIÍSGAGNAVERZLUN HELGA EINARSSONAR LAUGAVEG 168. - SÍMI 2-38-55. 8EDRIIS HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830. Tveggja raanna sveínsóíi og samstæöir stóiar öskraði inni í húsinu, út í nóttina, spurði Burton leikstjórann. — Þegar ég fer niður úr rólunni, Mike, þarf ég að fara niður úr henni og upp í hana aftur? — Jó, þú verður að gera það, svaraði Nichols, rólega. — Það væri dólítið skrýtið í mynd- inni, ef það væri einhver annar maður sem stykki niður úr ról- unni. Það var einu sinni þegar hann var að syngja með Elaine May, í sjónvarpsþætti hjá Dinah Shore, að Mike Nichols fékk þá flugu að hann vildi ekki vera skopleikari lengur. Að vera leikstjóri hentaði honum miklu betur og innan tveggja ára hafði hann stjórnað þrem skopleikjum á Broadway, sem allir slógu í gegn og það sýndi sig að Mike Nichols var snilling- ur í því að ná því bezta út úr leik- urunum. Eftir að hafa haft fyndnina að brauðstriti ( mörg ár og síðan að græða stórfé á því að láta aðra vera fyndna, greip Mike Nichols fegins hendi tilboðinu um að stjórna kvikmyndinni Virginia Woolf, eftir leikriti sem var álíka fyndið og henging á gálga. í kvikmyndinni gerist allt á einni nóttu. Þegar atriðunum á háskólan- um var lokið, tók það mörg rigning arkvöld að komast í gegnum atrið- in fyrir utan barinn, sem næstur var háskólanum. — Mig langar ekkert til að hafa það á tilfinningunni að ég sitji á bar, segir Nichols, sem situr á bar- stól. — Eg vil hafa þá tilfinningu að ég sé að stjórna kvikmynd. Manni verður það á að draga al- vöruna í þessum orðum ( efa, þv( að hann situr þarna í félagi við 3 fallegar stúlkur, sem hann er í orðaleik við. Ein þeirra hafði gef- ið honum peysu, með nafninu MILT NIMOLS letruðu stórum stöfum á bakið. Hún sagðist hafa gert þetta til að hann þekktist úr, það gat verið gott, þar sem hann var inn- anum svona frægt fólk. Framleiðandinn, Ernie Lehman, kom og spurði hvort nokkurt atriði hefði verið tekið þetta kvöld. — Þeim dytti ekki í hug að gera það, nema að segja þér frá því Ernie, sagði ein stúlkan. Lehman fór og hann var ekki viss um að hún segði satt. — Þessi hópur, sagði hann, — myndi ekki eingöngu taka myndina, þau myndu gefa hana út, klippa hana, auglýsa og jafnvel selja hana ( sjónvarp, án þess að segja mér frá því. — Ernie er fyndinn, sagði Nichols. En það var fyndið hvernig Nichols sagði þetta. Lehman var á sinn hátt eftirlátur við leikstjóra sinn. — Fólkið þyrpist að honum, sagði hann. — Nichols getur fengið það til að leika. Og það eru margir sem hafa mikið álit á Mike Nichols. — T.d. George Segal. — Hefur Mike sagt nokkuð um mig, spyr hann. — Eg skal segja það sem ég veit um hann. Hann hefur enga löngun til að vekja athygli leikar- anna á sjálfum sér, það einci sem fyrir honum vakir er að myndin verði góð. Hann þekkir á okkur öll; Elizabeth, Richard, Sandy og mig, og hann veit hvernig hann fær það bezta frá okkur. Lee Stras- berg gæti lært af honum. Heyrðu, hversvegna skrifarðu ekki niður gullkornin, sem ég er að segja? Þú skrifaðir allt niður sem Ernie Lehman sagði. Burton var með vodkaglas ( hendinni og keltnezkt glott á vör- unum og bauðst til að koma með fyrirfram undirbúna álitsgerð um Nichols. — Hann er stórspiIItur, glæsileg- ur snillingur, sagði hann. Nichols var að tala við frú Burt- on, í mestu rólegheitum. — Hæ, þið þarna, hættið þessu! hrópaði Burt- on til þeirra. — Eg vil ekki hafa þetta, þú verður að fá staðgengil fyrir hana, Mike. Kallaðu í stað- gengilinn hennar! Svo sneri hann sér skælbrosandi að mér. — Þau væru nokkuð sniðugt par? Hug- myndir hans eru töfrandi. Við báð- um hann um að stjórna þessari mynd og mættum auðvitað þessum venjulegu mótbárum. Eg sagði að allir yrðu einhverntíma að byrja á fyrstu myndinni. — Hvað sagði Burton um mig? spurði Nichols. — Hann gaf þér einkunn sem stórspi11tur snillingur, þessa sörnu, þú veizt. Hversvegna segir hann alltaf þetta sama? Það hafði stytt upp, en aðstoð- armaðurinn, sem átti að tilkynna Nichols það, kom ekki. — Ætli ég verði ekki að fara að segja honum að rigningin sé hætt, sagði Nichols. Klukkan var orðin 5.30 um morg- uninn, þegar Burton kom út í svala morgunþokuna. Hann kallaði allt fólkið saman, stóð upp á kassa og ávarpaði það með hljómmikilli Shakespeare-rödd: — Þið verið eflaust undrandi á því að ég skuli kalla ykkur hér saman á þessum óguðlega tíma, sagði hann, hátíðlega. Og án þess að segja eitt einasta orð í viðbót, steig hann upp í bílinn sinn og ók heim með konu sína. Nichols fór aftur inn á barinn og andvarpaði yfir ástandi sínu. — Ég vildi að einhver vera frá ann- arri plánetu vildi ættleiða mig. Ég vildi að sú vera gengi með mig um gólf, gæfi mér leikföng og reyndi að ala mig upp og hreinsa til eftir mig. Ernie Lehman sagðist vera að fara til New York til þess að hvíla sig. — Vatnaðu þá blóm- unum mínum ( leiðinni, kallaði Nichols eftir honum. — Og segðu mömmu að ég hafi þyngzt um tíu pund. Svo sneri hann sér að stúlk- unni sem gekk um beina: — Ég ætla að fá þessa köku þarna, þú skilur hvað ég á við. En ég vil láta taka af henni krem- ið . . . Leikritið var sýnt við miklar vin- sældir hér í Þjóðleikhúsinu og víð- ar um landið. Þar léku Róbert Arn- finnsson og Helga Valtýsdóttir eldri hjónin en Gísli Alfreðsson og Anna Herskind þau yngri. Því er ekki að neita, að sumum fannst efnið nokk- uð ameriskt, fylliríiskjaftæði af því tagi sem fordrukkið partýfólk kann að viðhafa. Sumum fannst þetta dæmigert og snjallt, en til voru þeir, sem álitu að leikrit Albees ætti ekki erindi við venjulegt fólk og það væri VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.