Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 6
6 VIKAN
RONSON
fyrir dömuna
RONSON
fyrir herrann
RONSON
fyrir heimiliö
RONSON KVEIKJHRI
er tiivalin jólagjöf
50. tbl.
WORLD'S GREATEST LIGHTERS
HANN ÞÓTTIST VERA SKOTINN.
Kæri Póstur.
Sagan sem ég ætla að segja
þér er víst dálítið ótrúleg, hún
gæti alveg eins verið sótt í eitt-
hvert vikublaðið (til dæmis Vik-
una), en þó er hún dagsönn og
hefur komið fyrir enga aðra en
mig sjálfa.
Fyrir eitthvað hálfu ári hætti
ég að vera með strák, sem ég
hafði verið með í næstum ár.
Ég var raunar alltaf dálítið skot-
inn í honum, en hann er svo
hræðilega montinn og sjálfselsk-
ur og vill að allt og allir snúist
í kringum hann og tilbiðji hann.
Þegar hann er með mér eða í
hópi með einhverjum öðrum, get-
ur hann um ekkert talað nema
sjálfan sig og sitt ágæti. Ég var
orðin svo yfir mig leið og svekkt
á þessu, að ég sagði honum upp,
þótt ég sæi nú raunar dálítið eftir
honum.
Ég vildi ekki að hann héldi að
mér stæði ekki alveg á sama og
fór því að vera svolítið með öðr-
um strák, sem hann þekkir vel
og vinnur með honum. En ég var
sannast að segja ekkert skotin í
honum, þótt ég léti sem ég væri
það. Þetta grunaði þennan nýja
vin minn og hann ákvað að reyna
mig. Hann gerði það með því, að
hann fékk einn kunningja sinn,
sem ég þekkti ekkert, til að fara
að reyna við mig og hringja í
mig í tíma og ótíma. Mér var
ekkert um þennan strák lengi vel,
en smámsaman fór ég að fá sam-
úð með honum, því að hann virt-
ist vera einlæglega hrifinn af
mér, og svo talaði hann mikið
um hvað hann hefði verið óham-
ingjusamur, hann væri skilinn og
ætti barn og ég væri eina mann-
eskjan í heiminum, sem hann
gæti borið nokkra virðingu fyrir.
Þetta gekk þangað til ég fór
smámsaman að láta undan hon-
um, og það endaði með því að ...
já, ég býst við að ég þurfi ekki
að skýra það nánar fyrir þér,
Póstur sæll. En síðan þá hefur
hann ekkert viljað við mig tala,
og svarar bara út úr og er eins
andstyggilegur og hægt er, þegar
ég reyni að ná sambandi við
hann. Og nú í gær sagði stelpa,
sem er góð vinkona mín og þekk-
ir alla þessa stráka, mér frá því
hvernig í öllu liggur. Ég ætla
ekki að reyna að lýsa því hvemig
mér líður, mig langar mest til
að sökkva niður í jörðina og mér
er ekki nokkur leið að líta upp
á nokkum sem ég þekki. Hvað
finnst þér að ég eigi að gera?
Þín Rósa.
Rósa mín. Það er engin hörgull
á andstyggilegu fólki í þessum
heimi, því miður, og bréfið þitt
er ekki fyrsta dæmið um það.
Þessir strákar, sem fóru svona
með þig, eru greinilega annað
hvort grunnhyggnir kálfar eða
óþokkar, nema hvorttveggja
komi til, og það er sennilegast.
Það er eðlilegt að þú sért niður-
dregin, en þú gerir engum nema
þessum þokkapiltum greiða með
því að láta á því bera. Reyndu
að bera þig vel og sýndu þessum
náungum afskiptaleysi eða algera
fyrirlitningu, ef þú rekst á þá.
Bíddu róleg, það er aldrei að vita
nema þér gefist síðar færi til að
ná þér niðri á þeim. Ef þú hefðir
aðstöðu til að skipta um um-
hverfi í bráðina, meðan þetta
ævintýri svíður þér sárast, þá
ættirðu að gera það. Nýtt um-
hverfi og nýjir kunningjar hjálpa
manni alltaf til að gleyma.
UM BJÓR OG SJÓNVARP.
Pósturinn, Vikunni.
Ég sá fyrir nokkru í dálkum
þínum bréf frá einum sem langar
í bjórinn, og nú langar mig að
bera fram nokkrar spurningar.
í fyrsta lagi: Ef að leyft yrði
að framleiða og selja hér hömlu-
leust áfengan bjór, þyrfti þá ekki
að vinda bráðan bug að því að
breyta umferðarlögum þeim, sem
fjalla um áfengi og akstur, þ.e.
þarf þá ekki að lina verulega
ákvæði 24. og 25. gr. umferðar-
laga?
Það finnst mér liggja í augum
uppi, að ef farið yrði að selja hér
áfengan bjór í svo til hverri
sjoppu, (því að það held ég að
yrði gert, þegar fram í sækti
a.m.k. þó að ef til vill yrði reynt
að hafa hömlur á því fyrst í stað),
að þá mundi fólk fara að þamba
þetta bæði í tima og ótíma.
f öðru lagi: Verða þá ekki
næstu flutningsmenn hins göfuga
bjórmáls á alþingi jafnframt
neyddir til þess að flytja breyt-
ingartillögur við áðurtaldar laga-
greinar, eða jafnvel fella þessar
greinar alveg niður?
Allavega held ég að nauðsyn-
legt yrði að gera á þeim breyt-
ingar ef að bjórfrumvarpið nær
fram að ganga, eða hvað? Ég
held ekki að lög sem eru þannig