Vikan


Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 49

Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 49
listaverk í formi, litum og hugsun. Strákarnir fimm, sem nú eru orðnir fulltíða menn og eiga sjálfir svona stráka, stóðu í fjörunni á Snæfells- nesi þar sem Kjarval málaði þá í skyndi í hellirigningu. Ævintýrið liggur í laftinu þótt himinninn sé dá- lítið þungbúinn, líklega vegna stríðsins, en bót er í máli að þessir strákar hafa skilið himininn og eru ákveðnir í að bjarga heiminum, að minnsta kosti íslandi. Og málarinn sér þetta allt í einni leiftursýn og festir á blað. Þessi mynd mun verðá jafnmikið listaverk í augum Islend- inga árið 3000 og hún er í dag. Þeir menn eru til, Ragnar, sem halda því fram, að þú sért einhver snobbaðisti maður á þessu landi, og færa það þvi til sönnunar, að það sé alveg útilokað, að einn mað- ur geti haft svona einlægan áhuga á svona mörgum listum, eins og þú hefur. Mér þykir gaman að heyra svona mikið lof um mig óverðugan kaup- sýslumann. Helgi Sæm., sem er flóa- fífl eins og ég skrifaði fyrir nokkr- um árum í blaðið þitt eitthvað á þá leið, og mér hefur alltaf þótt mjög vænt um hann síðan. Eins og sagði þér áðan þá er ég kaup- maður, sem verzla með andlegar afurðir. Ég hef verið svo gæfusam- ur að kynnast mörgum listamönn- um, erlendum sem hérlendum, og ekki komizt hjá því að hafa nokkra nasasjón af mörgum listgreinum. Sá sem kynnist góðum listamönnum og öðrum stórmennum, án þess að vera það sjálfur, fer 'fljótlega að líta upp til þeirra — snobba fyrir þeim. Þetta er nú allt og sumt. Ef lýsa ætti sálarástandi mínu í ná- vist ýmissa þessarra manna, þyrfti að leita uppi sterkara orð en snobb. Ég vil eftirláta það orð minni spá- mönnum. Er snobb nauðsynlegt? Ég held ekki það sé neitt smán- arlegt að vera snobbari, ef það er eitthvað meira en nýr bíll sem það snýst um. í sambandi við myndagjöf þína til Alþýðusambandsins verðurðu lík- lega að skýra þetta betur. Ég hef skýrt það mál nokkuð hér að framan. En því mætti þar við bæta, að menn eru fyrir mér ann- aðhvort skemmtilegir eða leiðin- legir. Nokkur hluti borgarastéttar- innar, einkum í Reykjavík er dálítið þreytandi fólk, og kaupsýslumenn- irnir ýmsir talsvert forskrúfaðir, þessir kollegar mínir sumir nokkuð peningaglaðir. Það venst af þegar kreppan kemur. Það er bölvað fyrir okkur borgarana að kannast við það að alþýðan, til sjávar og sveita, erfiðisfólkið,býr yfir sannri lífsgleði og hefur ríkara hugmyndaflug, en við sem alltaf sitjum á rassinum á skrúfustólnum eða í bílnum. í þess- um hópi úrvalsfólks eru einnig lista- menn. Það þýðir ekkert að ætla að reyna að fela sannleikann. Þetta fólk ætti að stjórna landinu og einkum fjölmiðlunartækjunum. Ég gef þeim sem gefa mér, ég er nú Framhald á bls. 52. ■ Viðarbiliiir fullunnar og tilbúnar til uppsetningar. Viðartegundir: EIK ASKUR ÁLMUR CHERRY LERKI LIMBA TEAK o. fl. 0. FL. Verðið mjög hagstætt. HARDVIDARSDLAH S F. Þórsgötu 13, Rvík. Símar 11931, 13670 RAM SKEMMTILEGT HEIMILI SKEMMTILEG LÝSING RAMno™ osram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.