Vikan


Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 42

Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 42
—w ----------W? ' HP -....ir ...... STÖLAR VINNUSTÖLAR TRÖPPUSTÖLAR OG ALLAR STÆRÐIR AF FERKÖNTUÐUM, HRINGLAGA OG SPORÖSKJULÖG- UÐUM BORÐUM V ■ ■ í- ,* f; l Króm-húsgögn Hvepfísgötu 82 - Slml 21irs þeirra að halda. Fæst þeirra lenda á opinberum söfnum. Og jafnvel þó allar góðar myndir lentu á söfnum, er þörf fyrir eftirprentanirnar að kynna myndirnar börnum og ungl- ingum, sem þurfa að lesa þau eins og bækur. Væri þessarri tegund listkynningar hætt, yrði málaralist- in afturúr, ekki aðeins bókmenntum og tónlist, sem fjölmiðlunartækin ausa út, heldur og fyrir skemmtiiðn- aðinum, sem alltaf vex ásmegin, einkum eftir að margir ábyrgðar- lausir stjórnmálamenn allra flokka og þjóða komu auga á nytsemi hans fyrir sig. Um virðuleika mynd- listarinnar skulum við fresta að tala meðan þeir málarar ná mestri hylli, sem ekkert hafa að segja né neitt kunna að segja okkur. Eg ætla að koma ykkur til aðstoðar að út- rýma vondum smekk, þessum hvim- leiða menningarsjúkdómi aldar okk- ar. Það er líka mjög liklegt, að það séu ekki nærri allir, sem kunna eins vel að meta Jón Stefánsson og þú. Ég hef einu sinni heyrt mann segja að Wagner væri vont tón- skáld. Ég þarf ekki að spyrja neinn um það hverju slíkum mönnum á að svara. Ég vil persónulega heldur hafa hjá mér uppá vegg góða eftir- prentun en vont málverk, og svo er mörgum farið. Ég hef hjá mér jöfnum höndum frummyndir og eft- irmyndir, mest þó frummyndir eft- ir yngri málara, sem ég er að reyna kynnast, og hafa vitanlega margir nýjan og sérstæðan boð- skap að flytja okkur um samtím- ann. Sumar þeirra hengi ég upp I fyrstu af því ég veit að nútíminn er lykill að fortíðinni ekki síður en hið gagnstæða, og smám saman verð ég svo þreyttur á þeim og fjarlægi þær, eða fer að þykja vænt um þær og vel þeim þá betri stað að njóta þeirra. Skólarnir gætu haft mikið gagn af eftirprentunum við listkynningar. Ég álít að ýmislegt af því sem eytt er gífurlegum tíma í að kenna, svo sem t.d. mörg tungumál ætti að minnka. í staðinn mætti örfa skiln- ing þarna á samtímanum, ekki sízt listum. Mörg börn eru alin upp á heimilum, þar sem aðeins er að finna eldri list, ekkert verk eftir yngstu og umdeildustu höfundana. Þetta er ekki aðeins ómenningar- vottur, heldur beinllnis stórhættu- legt fyrir hið unga fólk. Fólk sem lokazt hefur inni með fortíðinni einni saman, fær aldrei þar þá lifandi næringu sem lífið þarfnast. Það er eins og að borða tóman sýrðan mat eða saltaðan, ekkert nýmeti. Ég fer ekki á sýningar ungu málaranna til þess eins að njóta mynda þeirra beint, og eignast þær ef ég hef ráð á því, ég fer að kynnast þeim vegna þess að í þeim er fólginn sá kraftur til endurnýj- unar er vísar leiðina inní liðna til- veru engu síður en áfram. Mann- legt skap þarf til að hita upp, örva og æsa, annars verður maðurinn að kalkaðri gröf. Sá sem ekki lifir í sinni samtíð lifir yfirleitt ekki að neinu gagni. En eru menn ekki lengra komnir í reproduktion á músík en málara- list, Ragnar, er ekki góð stereoupp- taka miklu nær frumverkinu en eftirprentun er af málverki? Ef til vill, en öllu af þessu tagi fleygir mjög fram. En eins og ég hef áður bent á eru málverk mjög hlédræg og erfitt að handsama dulinn kraft þeirra. Því hefur verið haldið fram, að skáld og þá sérstaklega Ijóðskáld, entust skemur en myndlistarmenn og við getum bent á Ijóðskáld, sem hafa staðið uppá sitt bezta á milli tvitugs og þrítugs og virzt koðna niður á yrkingum þegar kom fram á ævina. Margir góðir málarar standa uppá sitt bezta, jafnvel þeg- ar þeir eru komnir yfir sextugt. Kjarva! er áttræður og Piccasso ní- ræður. Hver álitur þú að sé skýr- ingin á þessu fyrirbrigði? Ég er ekki viss um að þetta sé alveg rétt. Ég held að listamenn yfirleitt, ef þeir ekki missa heils- una eða gerast ofneytendur víns eða eiturs, stækki með árunum. Ef við tökum menn eins og Einar Bene- diksson og Matthías Jochumsson, þá ortu þeir allt sitt langa líf og því betur sem á leið ævina. En líklega er eitthvað til í því að málarar séu óvenju hraustir, og það hlýtur að stafa af því, að þeir reyna meira á sig líkamlega og eru meira úti. Eitt af okkar skáldum sagði í blaðaviðtali fyrir síðustu jól, að sér virtist að Ijóðlistin væri eins og hlutur, sem menn yxu uppúr með aldrinum. Ég tek þetta ekki alvarlega. Ég held það gildi með líkum hætti um allar listgreinar, að ef maðurinn heldur fullri andlegri heilsu, vaxi hann með árunum. En það er al- gengt að viðfangsefni þeirra verða flóknari og torveldari að átta sig á því. Það hefur oft kostað áratuga rannsókn að átta sig á ýmsu sem skapað hefur verið, einkum af eldri mönnum, sem fyrst hafa orðið al- frjálsir að þvi er virðist, er þeir hafa náð háum aldri. Mætti ( því sambandi nefna síðustu strengja- kvartetta Beethovens, sem jafnvel nánustu vinir hans töldu bera vott um einhverja bilun. Nú vita menn að í þessum flóknu verkum opin- beraði tónskáldið hið dýpsta og Framhald á bls. 45. 42 VIKAN 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.