Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 56
Toni gefur fjölbreytileika
Sama stúlkan. Sama permanentið.Ólíkt útLit
TONI lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að
leggja og greiða hár yðar hvemig sem þér óskið. Heldur lagningunni.
Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár
ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér
getið greitt yður á tugi mismunandi vegu.
Um Toni—Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin
fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið
aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvem
Iokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir
stííir broddar. Toni gerir hár yðaf mjúkt og skínandi. Auðveldar
hárgreiðsluna. Reynið Toni.
minna í augum ungrar, ame-
rískrar skrifstofustúlku.
Jæja ungfrú Taylor, sagði
Aikens.
— Góðan daginn, sir.
— Fáið yður sæti, ungfrú
Taylor, fáið yður sæti.
— Þakka yður fyrir, sir.
— Það hefur ekki verið mitt
hlutskipti að sjá mikið til yðar
nýlega. Hvernig förum við með
yður?
— Vel, sir.
— Nokkrar kvartanir?
Kay hló. Henni féll vel við
Aikens. Hann vissi hvað hann
var að gera. Hann var að ýta
undir vinnugleðina. Nú sá hún,
að honum fannst hann hafa gert
nóg af því. Það var komið mál
tíl að snúa sér að viðskiptun-
um. Hann ræskti sig. Hún var
ekkert taugaóstyrk. Það var til
að ganga úr skugga um að hún,
eða hver sem sæti hinum meg-
in við borðið, missti ekki af
einu einasta orði hans.
— Ungfrú Taylor, sagði hann
hægt og skýrt, — Randall við-
skiptin. Viðskipti við Bruce
Randall. Er yður kunnugt um
þau?
— Ég hef vélritað nokkur
bréf til Randall. Allt, sem ég
veit um hann, er að hann dvelur
erlendis.
— Já, hann ferðast mikið, þessi
Randall. Sannleikurinn er sá,
að síðan hann skildi við kon-
una fyrir sex árum, hefur hann
ekki stigið fæti á bandaríska
grund. Það á hann föður sín-
um að þakka, afa og langafa,
að hann hefur aldrei þurft að
gera ærlegt handtak á ævinni
og hann hefur aldrei gert það.
Blöndungar.
Aikens brosti og leit út um
gluggann á fertugustu og ann-
arri hæð, út yfir New York
borg. Þetta var svo fallegur
dagur, snemma í júní, að hann
átti erfitt að halda sig við starf-
ið. Þegar hann tók aftur til
máls var kominn eínhver hlýja
í röddina.
— Því miður var langafi minn
ekki eins framsýnn. Hann var
járnsmiður, svo ég hef orðið að
vinna alla ævina. Hann leit af
Staten Island á Key. — Hvað
gerði langafi yðar, ungfrú
Taylor?
— Ég veit það ekki. En ég
verð að vinna fyrir mér, svo
ég gizka á að hann hafi verið
járnsmiður.
Aikens hló við og spurði. —
Gezt yður að börnum?
— Ja, svaraði Key, án þess
að láta snögg efnisskiptin slá
sig út af laginu. Ég vona mér
getist að mínum eigin — en —
ég er ekki ein af þeim, sem
klappa börnum annarra manna
á kollinn. En misskiljið mig
ekki, sir. Ég er hlynnt börnum.
— Eigið þér nokkra yngri
bræður?
— Nei, aðeins tvær eldri
systur. Þær eru báðar fallegar
og giftar.
— Vottaði fyrir beiskju, ung-
frú Taylor? Eruð þér að gefa
í skyn, að þér séuð ekki falleg
og ógift?
Kay flaug í hug, að Aikens
hefði gjarnan getað greint ein-
hverja beiskju, og sá möguleiki
gerði hana vandræðalega. Hún
hló, ekki aðeins til að hylja
vandræði sín, heldur vegna þess,
að hún fann ekkert viðeigandi
að segja. Það var nokkuð, sem
sjaldan kom fyrir Kay Taylor og
það gerði hann enn vandræða-
legri. Aikens kom henni til
hjálpar.
— Ég dreg þessa spurningu
til baka, sagði hann. — Hún var
óviðeigandi, allt of persónuleg
og ........
— Aikens, sagði Kay og brosti
aftur. — Var spurning yðar um
það, hvort mér gætist að börn-
um viðeigandi?
— Mjög, væna mín. Randall
á tólf ára gamlan son. Skiljið
þér?
— Nei, ég skil það nú ekki,
sir.
— Drengurinn er í heima-
vistarskóla í New Jersey. Hann
heitir Charles. Þér ættuð að
taka eftir því.
— Charles, sagði Kay. <
— Nákvæmlega, sagði Aikens.
— Charles dvaldi í síðasta sum-
arleyfi hjá móður sinni í Suð-^
ur-Ameríku, Rio de Janeiro.
Hann á að dvelja í sumar hjá
föður sínum í Evrópu. Hafið
þér nokkurn tíma komið til
Madrid, ungfrú Taylor?
— Ég hef aldrei komið til út-
landa.
— Hvernig myndi yður líka
að eyða nokkrum dögum í
Madrid?
— Madrid! sagði hún. — E1
Prado, nautaat! Ó, Aikens!
— Má ég þá treysta því, að
þér afhendið Charles föður hans
á flugvellinum í Madrid tólfta
56 VIICAN
•I<U os