Vikan


Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 24
Við börðumst - tvisvar sinnum, sagði Craig. - Hann var of góður fyrir mig. Alit of góður Ég vann hann aðeins með því að hafa rangt við. Hann tók hringinn upp úr vasanum. - Með þessum. Ég sló hann með þessum og hann blóðg- aðist. Honum er sama um blóð, ef það er úr öðrum. Hann þolir ekki sitt eigið. Eftlr James IVIunro 15. hlutl Craig rétti út hnefann, hratt, þungt högg, sem rann snöggt yfir enni stóra mannsins og risti fjórar jafn- hliða línur í hörundið. Dyton-Blease stundi og hikaði og Craig sló með hinni hendinni af öllu afli undir hjartastað. Það var eins og að berja eikartré. Dyton-Blease greip hönd um höfuð sér og leit á blóð- ið á fingrunum. — Þú svindlar, æpti hann. — Þú skarst mig. Craig þreif hringinn af fingri sér, renndi honum í vasann og beið þar til stóri maðurinn kraup aftur, blóðið lak hægt af andlitinu. Aftur sló Craig hann í andlitið og Dyton- Blease lyfti öðrum handleggnum til að verja það. Craig stökk til, þreif um úlnliðinn, sveiflaði stóra skrokknum, þannig að snerist upp á handlegginn. Dyton-Blease strauk enn um enni sér með lausu hend- inni. Craig miðaði vandlega og sló á axlarlið stóra mannsins og Dyton-Blease æpti upp. Craig hélt enn um úlnliðinn og kippti í. Dyton- Blease snerist eins og skoppara- kringla, skall á veggnum og fjaðr- aði frá honum aftur, á hnefa Craigs, allur Kkami haps miðaði eins og ör á harða kviðvöífc/ana. Dyton- Blease greip andann á lofti og lét fallast á Craig. Craig riðaði aftur á bak undan þyngslunum og fann að Dyton- Blease fálmaði eftir honum í von um faðmlag, sem gæti kreist úr honum tóruna. Hann lét fallast á bakið, renndi sér undan fálmandi hrömmunum, greip um úlnliðina, kippti stóra manninum fram á við, sparkaði upp, fann fæturna lenda á kviðvöðvum mannsins, rétti snöggt úr fótunum og horfði á hann þjóta í gegnum loftið. Þegar Dyton-Blease lenti, nötr- aði húsið, en þrátt fyrir það hafði hann kraft til að rísa aftur á fætur. Craig þreif um mitti hans og sveifl- aði honum í kring um sig, ýtti hon- um í áttina að pallinum. Naxos æpti að Þeseusi: — Skjóttu hann, og Craig stökk til aftur. Hann rak öxlina af öllum krafti ( bringu Dyton-Blease og hann snerist við einu sinni enn, svo fléttaði Craig saman fingurna og sló á háls stóra mannsins, banvæna höggið, sem Hakagawa hafði kennt honum, og hann hafði heitið að nota aldrei nema óvinurinn væri svo vondur og svo sterkur, að ekkert annað dy<gð(. Að þessu sinni reyndi stóri maðurinn ekki að rísa upp aftur og Craig vissi, að hann myndi ekki gera það, Hann stökk upp á pallinn. Harður hnefi hans hvarf í mjúkan belginn á Naxosi, svo vafði hann Flip örmum. Augu hennar sáu hann enn ekki, en hún fann þegar í stað snertingu handa hans. — Hæ, elskan, sagði hún. Craig lyfti henni upp úr stóln- um og hélt henni fyrir framan sig eins og skildi um leið og Pia velti sér burt frá Selinu og leitaði skjóls fyrir aftan hann. — Þú átt leik, sagði Craig. Sextándi kafli. Grierson hafði synt tvær mílur, klætt sig, klifið sjávarhamrana, brotizt inn í kastalann og klöngr- ast upp þrjá stiga. Hann var þreytt- ur, hræddur, í uppnámi og það voru dyr fyrir framan hann, þykk hurð úr ólíuviði og vottaði fyrir Ijósi undir henni. Að opna hana var ef til vill mesta hugrekkisverk, sem Grierson hafði unnið, samt opnuðust dyrnar og það fyrsta, sem hann sá, var Craig, og Craig hafði yfirhöndina. Craig var enn í grímubúningnum og sömuleiðis dökkhærða stúlkan, sem kraup fyrir aftan hann. Önnur dökkhærð stúlka, sömuleiðis í grímubúningi, að því er bezt varð séð, sat ( stól og horfði á hann. Hún brosti við honum. f örmum sínum hélt Craig á blondínu, sem tók langt fram jafnvel fantastum Nonos. Einu sinni enn hneigði Grierson sig fyrir meistaranum, jafnvel meðan hann kom aftan að Þeseusi, sem enn hélt á byssunni, klappaði honum fyrir aftan eyrað með hlaupinu á sinni eigin og horfði á hann falla. — Ég vildi óska, að þú hefðir ekki gert þetta, sagði Craig. — Hann er á góðum vegi með að verða vinur minn. — Ég kom til að bjarga þér, sagði Grierson. — Það er ætlazt til, að þú sért þakklátur. — Allt í lagi. Bjargaðu mér, sagði Craig. Blondínan kjökraði í örmum hans, og Craig talaði blíðlega og róandi við hana, réri með hana eins og hann væri með barn. Þegar hún var orðin róleg, leit hann á Naxos, sem nú var aftur kominn upp á fæturna, en riðaði þar sem hann hélt í borðið. — Þú ætlaðir að horfa á mig 24 VIKAN tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.