Vikan


Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 29

Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 29
'pagheUi EGGERT KRISTJANSSON G CO.HF. SlMI 11400 stympingar. Hún var fílsterk. Einn daginn hafði hún nærri því bitið eyrað af Titusi, með sterkum tönnurium, og annað sinn sló hún hann í magann, svo hann stóð á öndinni. En hann var sjálfur sterkur sem uxi, og ég vissi að það var að- eins spurning um daga, þangað til að hann næði yfirhöndinni. Henny frænka var mér sam- mála. — Það verður drengur, herra, flissaði kerlingin, — sjáðu til, það verður drengur. Að lokum, þegar allt var orð- ið hljótt í þakherberginu, fliss- aði hitt þjónustufólkið ennþá meir, og nú var það aðallega vegna þess að Titus dró hana i rúmið, strax eftir kvöldmat, og stundum, ef ég þurfti ekki á honum að halda, líka á miðj- um dögum. Hún beit og klór- aði, en hann hafði betur. En það var eitthvað ekki með felldu. Ég hafði aldrei séð hann svona önuglyndan. Hann flýtti sér með verk sín, til að geta komist upp á loft með hana, en honum stökk aldrei bros. Á morgnana, þegar hann lagði fram fötin mín, sagði hann aldrei annað en: — Já, herra, eða — nei herra; aldrei orð þar framyfir. En hvað það nú var, sem að honum gekk, þá var hann næstum grænn í framan. Ég get svarið að hörund hans varð grænbrúnt, eins og hann væri að veslast upp af eitur- lyfjum. Ég varð í raun og veru' hræddur um að einhver væri að eitra fyrir honum, en Henny frænka kvað það vera af og frá. — Hvað er þá að? spurði ég. Hún hristi sig alla og skók, en svaraði engu. Einustu skiptin, sem Titus var líkur sjálfum sér, var á sunnu- dögum við húslesturinn. Ég hélt gömlu venjunni, eins og mamma, og las alltaf kafla úr Biblíunni, á sunnudögum. Og eftir lestur- inn hóf Titus upp sína hljóm- miklu rödd og söng fyrir sálm- ana. Nonny hékk alltaf í dyra- gættinni og góndi á fólkið. — Hún hefur ill augu, sagði Henny frænka við mig. — Vitleysa. — Það er ekki vitleysa, herra, líttu á hana. Ef ég á að vera ærlegur, verð ég að viðurkenna að mér fannst hún hafa sérstaklega falleg augu; dökkbrún, með gulleitum flekkjum. Mill hafði vanið hana á að horfa aldrei framan í hvít- an mann, en þegar hún starði á þjónana, urðu þeir stjarfir, eða gerðu allt sem hún sagði þeim að gera. Hún reyndi þetta við Titus, en þegar hann hlustaði á mig lesa úr Biblíunni, tók hann ekki eftir neinu öðru. Hann hafði ekki augun af gömlu Biblí- unni hennar mömmu, þessari með silfurkrossinum framan á. Hún var alltaf látin liggja á borðinu við sófann. Það var sem krossin töfraði hann. Eftir lest- urinn kastaði hann sér venju- lega á hné og kyssti krossinn, og tautaði eitthvað fyrir munni sér á meðan . — Hann er að biðjast fyrir, kallaði Nonný og hló. Henný frænka segir mér nú, að hann hafi gert þetta oft, læðzt inn í dagstofuna í laumi, og leg- Framhald á bls. 32. 50. tbi. VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.