Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 29
'pagheUi
EGGERT KRISTJANSSON G CO.HF. SlMI 11400
stympingar. Hún var fílsterk.
Einn daginn hafði hún nærri
því bitið eyrað af Titusi, með
sterkum tönnurium, og annað
sinn sló hún hann í magann,
svo hann stóð á öndinni. En
hann var sjálfur sterkur sem
uxi, og ég vissi að það var að-
eins spurning um daga, þangað
til að hann næði yfirhöndinni.
Henny frænka var mér sam-
mála.
— Það verður drengur, herra,
flissaði kerlingin, — sjáðu til,
það verður drengur.
Að lokum, þegar allt var orð-
ið hljótt í þakherberginu, fliss-
aði hitt þjónustufólkið ennþá
meir, og nú var það aðallega
vegna þess að Titus dró hana
i rúmið, strax eftir kvöldmat,
og stundum, ef ég þurfti ekki á
honum að halda, líka á miðj-
um dögum. Hún beit og klór-
aði, en hann hafði betur.
En það var eitthvað ekki með
felldu. Ég hafði aldrei séð hann
svona önuglyndan. Hann flýtti
sér með verk sín, til að geta
komist upp á loft með hana, en
honum stökk aldrei bros. Á
morgnana, þegar hann lagði
fram fötin mín, sagði hann
aldrei annað en: — Já, herra, eða
— nei herra; aldrei orð þar
framyfir. En hvað það nú var,
sem að honum gekk, þá var
hann næstum grænn í framan.
Ég get svarið að hörund hans
varð grænbrúnt, eins og hann
væri að veslast upp af eitur-
lyfjum. Ég varð í raun og veru'
hræddur um að einhver væri
að eitra fyrir honum, en Henny
frænka kvað það vera af og frá.
— Hvað er þá að? spurði ég.
Hún hristi sig alla og skók, en
svaraði engu.
Einustu skiptin, sem Titus var
líkur sjálfum sér, var á sunnu-
dögum við húslesturinn. Ég hélt
gömlu venjunni, eins og mamma,
og las alltaf kafla úr Biblíunni,
á sunnudögum. Og eftir lestur-
inn hóf Titus upp sína hljóm-
miklu rödd og söng fyrir sálm-
ana. Nonny hékk alltaf í dyra-
gættinni og góndi á fólkið.
— Hún hefur ill augu, sagði
Henny frænka við mig.
— Vitleysa.
— Það er ekki vitleysa, herra,
líttu á hana.
Ef ég á að vera ærlegur, verð
ég að viðurkenna að mér fannst
hún hafa sérstaklega falleg augu;
dökkbrún, með gulleitum
flekkjum. Mill hafði vanið hana
á að horfa aldrei framan í hvít-
an mann, en þegar hún starði á
þjónana, urðu þeir stjarfir, eða
gerðu allt sem hún sagði þeim
að gera. Hún reyndi þetta við
Titus, en þegar hann hlustaði
á mig lesa úr Biblíunni, tók
hann ekki eftir neinu öðru. Hann
hafði ekki augun af gömlu Biblí-
unni hennar mömmu, þessari
með silfurkrossinum framan á.
Hún var alltaf látin liggja á
borðinu við sófann. Það var sem
krossin töfraði hann. Eftir lest-
urinn kastaði hann sér venju-
lega á hné og kyssti krossinn, og
tautaði eitthvað fyrir munni sér
á meðan .
— Hann er að biðjast fyrir,
kallaði Nonný og hló.
Henný frænka segir mér nú,
að hann hafi gert þetta oft, læðzt
inn í dagstofuna í laumi, og leg-
Framhald á bls. 32.
50. tbi. VIKAN 29