Vikan


Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 23
ALLiT frá því að guðspjöllin voru rit- uð, hafa fáir viðburðir valdið mönn- um jafnmiklum heilabrotum og dauði Jesú Krists. Varðandi Krist trúarinnar þarf enginn að vera í vafa. En hvað um Krist sögunnar? Á síðustu tímum hafa vísindamenn og sagnfræð- ingar gert ítrekaðar tilraunir til að gera nána grein fyrir atburðum þeim, er skeðu í sambandi við dauða Frelsarans. Og hver ný hugmynd um þetta efni hefur vakið heitar rökræður, sem hafa venju- lega leitt til þess að menn hafa hverju sinni staðið uppi jafnnær. Læknismenntaðir menn eru til dæmis langt frá að vera sammála um, hvað olli dauða Krists á krossinum. Kanadíski skurðlæknirinn James Lyle Cameron hélt því fram 1947 að taugaáfall hefði verið banameinið. Árið sem leið lýsti franskur doktor í læknisfræði, Jacques Bréhant, því yfir að Jesú hlyti að hafa kafnað. Hann segir, að Jesús eins og aðrir menn, sem krossfestir voru, hafi til skipt- is reynt að láta þunga líkamans hvíla á höndum og fótum, og hafi hann með því móti verið að reyna að ná andanum. Þegar líkaminn varð um síðir máttlaus af þreytu, gátu lungun ekki lengur losn- að við kolsýruna, svo að hinn kross- festi dó. Það virðulega Parísarblað Le Monde sló skoðunum Bréhants upp sem meiriháttar frétt, en þá stóð ekki á því að þeim væri harðlega andmælt af fé- lagi samlendra sagnfræðinga, sem sér- staklega helga sig biblíurannsóknum. Þeir líta svo á málin að Jesús hafi senni- lega verið hengdur eða kyrktur áður en hann var negldur- á krossinn, enda hefði það verið siður á þeim árum. Fræðimenn, sem fást við rannsóknir á fornum biblíuhandritum, hafa ekki far- ið varhluta af þessum endalausu rugl- andi deilum. Nýfundin handrit, sem enn hefur ekki gefizt tími til að rannsaka, hafa oft komið ýmiskonar óstaðfestum orðrómi af stað. Þannig varð er hið svo- kallaða Nazarene-handrit fannst í Istan- bul, en það er nú í rannsókn í Hebrea- háskóla í Jerúsalem. Samkvæmt þessu handriti, sem geym- ir frásögn af píslarsögunni, neitaði Júdas í fyrstu að benda þjónum æðstaprests- ins á Jesús. Síðar sagði hann við Gyð- ingana að hann myndi kyssa höfuð Jes- úsar á markaðstorginu. Á markaðstorg- inu kyssti Júdas svo mann nokkurn, sem þá var handtelcinn. Sá hinn sami harð- neitaði því hins vegar að hann væri Jesús og hélt fast við þann framburð sinn frammi fyrir Heródusi og Pílatusi. Engu að síður krossfestu Gyðingar hann, og allt fram í andlátið hélt hann áfram að neita því, að hann vaéri sá sem hon- um var brugðið um . að vera. Um það leyti kom Júdas fullur skelfingar á af- tökustaðinn og spurði hvað gert hefði verið við manninn. Þegar hann sá hann á krossinum, hrópaði. hann upp: „Mað- urinn er saklaus.“ Síðan gekk Júdas af- síðis og hengdi sig. Samkvæmt þessari frásögn birti Times UMRÆDUR OG NÝJAR KENNINGAR IIM DAUÐA KRISTS í Lundúnum og fleiri blöð þá frétt, að Nazarene-handritið renndi stoðum undir þá skoðun, að einhver óþekktur maður hefði verið krossfestur í misgripum fyrir Jesús. En prófessor David Flusser, sem vinnur að rannsóknum á handritinu, lýsti því þá afdráttarlaust yfir, að hver slík túlk- un væri „villandi og án haldbærra sann- ana.“ Hann segir að notkun höfundarins á orðinu „maðurinn" í staðinn fyrir Jesús sé vísvitandi tilraun hans til stuðnings þeirri skoðun, sem Múhameðstrúarmenn hafi lengi haldið fram, að Kristur hefði alls ekki verið krossfestur. Að öllum þeim skoðunum, sem fram hafa komið um líflát Lausnarans, verður þó lík- lega engin umdeildari en sú, sem sett er fram í nýútkominni bók eftir brezka rit- höfundinn Hugh J. Schonfield. Hann hef- ur stundað biblíurannsóknir í fjörutíu ár og gefið út sjö bækur, þar á meðal eigin þýðingu á Nýja Testamentinu. Síð- asta bók hans, sem ber heitið Páskasam- særið, (The Passover Plot) er þegar orð- in metsölubók í Bretlandi og er í þann veginn að koma út í Bandaríkjunum. Schonfield notar einkum guðspjöllin sem heimildir og í hans augum er píslarsagan umfangsmikið samsæri, og aðalleiðtogi og skipuleggjandi þess er að hans dómi Jesús sjálfur. Hann á þá sem sagt að hafa látið píska sig og hæða, krýna sig þyrnum og negla sig á kross til að fram kæmu spádómar þeir í fornum ritum, er boðuðu komu Messíasar. Manni verð- ur ósjálfrátt hugsað til Hallgríms okkar Péturssonar: „svo ritningin hrein í hverri grein uppfylltist ein ......“ þótt hætt sé við að sálmaskáldið hefði ekki verið sátt við andann í bók Schon- fields. „Til þess að svo mætti verða“ skrifar Schonfleld, „urðu Heródes, Pílatus og jafn- vel leiðtogar Gyðinga, sem dæmdu Jes- ús, að leysa af hendi sín hlutverk án bess að gera sér grein fyrir, að þeir voru leikbrúður. Það varð að skipuleggja samsæri, og í því varð fórnardýrið sjálft aðalfrumkvöðullinn. Hugmyndin sjálf var martraðarkennd og framkvæmd hennar ekki síður, niðurstaða hrollvekj- andi rökhyggju sjúks hugar, eða snill- ings. Og samsærið tókst.“ Schonfield, sem er sextíu og fimm ára að aldri, heldur því fram, að Jesús hafi vandlega sett innreið sína í Jerúsalem „á svið“, líkt og stjórnmálamenn nútímans oftlega gera á kosningaferðalögum, og að hann hafi síðan neytt Júdas til að leika hlutverk svikarans. Af blákaldri skynsemi hefir hann valið nóttina fyrir páska til að láta taka sig fastan, þar eð hann reiknaði með, að ef líkami hans yrði tekinn niður af krossinum fyrir sabbatsdaginn (í samræmi við lög Gyð- inga), þyrfti hann ekki að hanga á kross- inum nema í rúmar þrjár klukkustundir. Hann hefði nefnilega alls ekki hugsað sér að deyja þar. Þegar Jesús hrópaði: „Mig þyrstir," samkvæmt Jóhannesar- guðspjalli, var honum gefið edik að drekka. Schonfield er helzt á því, að deyfilyfjum hafi verið komið í drykk- inn, er gerðu það að verkum að Jesús missti meðvitund og var þá álitinn dá- inn. Seinna tók Jósef af Arímáþeu hann niður af krossinum, og hafi það einnig verið gert samkvæmt hinni þrautskipu- lögðu áætlun Jesúsar. Samkvæmt frá- sögn Schonfields um Páskasamsærið hafi Jósef verið ætlað að hjúkra hinum Framhald á bls. 52. 50. tbi. VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.