Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 5
„RUN“
Ný hljómplata
með SANDIE SHAW
Þá hefur Sandie Shaw sent frá
sér eitt lagið enn, sem að öllum
líkindum á eftir að verða mjög
vinsaelt. Lagið heitir „Run“ og
er eftir Chris Andrews, þann
ágæta lagasmið, sem samið hef-
ur flest vinsælustu lögin, sem
Sandie hefur sungið.
Sandie þykir hafa breytzt tölu-
vert frá því hún kom fyrst fram
á sjónarsviðið fyrir tveimur ár-
um. Þegar fyrsta lagið hennar,
„There is always something there
FIMM
SYSTUR
Megum við kynna The Stones
Sisters frá London.
Myndin, sem er sú fyrsta og
eina, sem tekin hefur verið af
þeim, var tekin í New York,
þegar dömurnar voru þar ! heim-
sókn ekki alls fyrir löngu.
Lengst til vinstri stendur Syl-
via Jones, þá kemur Molly Ric-
hards, Sarah Jagger og Milli-
cent Watts en í hjólastólnum
situr fröken Penelope Wyman.
Þessi friði hópur vakti sem
vænta mátti feiknalega athygli
—Sylvia Jones þó mesta, og var
henni líkt við Marilyn Monroe.
Um sama leyti og dömurnar voru
í Bandaríkjunum, voru The Roll-
ing Stones staddi þar — en mikil
vinátta er ríkjandi með þeim
systrum og Rollingunum. Merki-
legt nokk sáust þau aldrei sam-
an, og þó er það kannski ekki
svo skrýtið, því að Rollingarnir
voru uppteknir alla daga —
lengst af voru þeir við plötu-
upptökur og léku meðal annars
á plötu nýjasta lagið sitt, ,,Have
You Seen Your Mother Baby,
Standing in The Shadow?"
to remind me“ komst í efsta sæti
vinsælddiilistans, þá vildi hún
ráða öllu sjálf. Hún neitaði að
koma fram öðruvísi en berfætt
_ og umboðsmenn hennar áttu
í erfiðleikum með að tjónka við
hana, því að hún var alltaf að
finna upp á einhverju, sem þeim
féll ekki allskostar í geð. Þá var
hún 18 ára, reglulegur stelpu-
gosi og sá framtíðina sveipaða
ævintýralegum ljóma.
Nú er hún orðin ögn fullorðins-
legri, eins og myndin hér ber
með sér. Söngstíll hennar hefur
líka breytzt, eins og heyra má
á nýjasta laginu hennar. Henni
hefur verið boðið kvikmynda-
hlutverk, sem hún segist muni
taka með einu skilyrði — að hún
þurfi ekki að syngja í myndinni.
THE
TROGGS
Óhætt er að segja, að The Troggs
sé sú hljómsveit, sem mesta athygli
hefur vakið í Bretlandi og víðar
undanfarna mánuði.
The Troggs, slógu í gegn með
laginu „Wild Thing" og síðan
„With a girl like you". Nyjasta lag-
ið þeirra, „I can't control myself"
virðist ætla að dafna álíka vel á
vinsældalistunum.
Þeir eru fjórir saman. Einn þeirra
heitir Presley — annar heitir Bond.
Auðvitað ekki hinir einu og sönnu
Presley og Bond, því að umboðs-
manninum, Larry Page, datt það
„snjallræði" í hug að skíra tvo
síðastkomnu hliómsveitarlimina
þessum nöfnum. Þegar Reg Ball og
Ronald James Bullis komu um borð
urðu þeir að láta sér lynda að
heita Reg Presley og James Bond.
Hinir Troggararnir tveir, Pete Stap-
les og Chris Britton hafa hins
vegar fengið að halda sinum nöfn-
um.
Pete og Chris léku upphaflega
með hljómsveit, sem hét The Trog-
lodytes. Fyrir um það bil sjö mán-
uðum komu Reg og Ronnie til sög-
unnar og þá var hljómsveitin skirð
The Troggs. Troggs er í rauninni
stytting á orðinu Troglodytes, en
það orð er haft yfir fólk, sem býr
frumstæðu lifi í hellum. Burtseð
frá miklum hæfileikum og sláandi
nafni hafa Troggs mikinn kost, sem
hefur tvimælalaust hjálpað þeim á
velgengisbrautinni. Það er hógværð.
Þeir láta aldrei 1 jótt orð falla
um kollega þeirra og þeir láta al-
drei hafa eftir sér álit á heims-
vandamálunum, eins og sumum
„stiörnunum" er títt.
— Við erum komnir til að leika
músik — ekki til að gefa yfirlýsing-
ar, segia þeir. Og þessi stefna
þeirra hefur fallið mörgum vel í
geð.
Þegar Sandie Shaw kvartaði yfir
þvi, að hún væri orðin of horuð
og of mikil himnalengia til að geta
kallazt aðlaðandi, lýsti Reg því
yfir, að draumadísir hans væru há-
vaxnar og grannholda — og með
það tók ungfrúin gleði sína á ný.
Þegaf þetta er skrifað hafa The
Troggs leikið inn á eina hæggenga
hliómplötu, en önnur er í undir-
búningi. Á fyrstu plötunni eru mörg
skemmtileg og lifleg lög eftir þá
sjálfa eða réttara sagt Reg Presley
— en hann hefur einmitt samið
vinsælustu lögin þeirra.
50. tbl. yiKAN 5