Vikan


Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 45

Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 45
UTAN REYKJAVlKUR x; stórfenglegasta, sem mannlegur hugur býr yfir. Sumir halda því fram að bæði Laxness og Gunnari Gunnarssyni hafi farið aftur með árunum. En þetta er fjarstæða, síð- ustu verk þeirra beggja eru há- punkturinn í skáldskap þeirra. Einhver greindur og góður mað- ur skaut því einu sinni að mér í sambandi við umræður um aldur skálda, að hin svonefndu lyrisku skáld entust oft illa og það stafaði af því, aS lyrikkin stæði í einhverju sambandi við kynkirtlana. Ég er alls ófróður um sambandið milli kynorku og skáldskapar yfir- leitt . . . Býst við að gott heilsufar kynkirtlanna sé þýðingarmikið fyrir allan skáldskap og sköpun yfirleitt. En að þeir starfi frekar í þágu Ijóð- skáldskapar en annarrar andlegrar framleiðslu held ég að hljóti að vera einhverjar kerlingabækur. Segðu mér annað: Finnst þér hafa komið fyrir okkur myndlistarmenn að drukkna svo í útlendum áhrifum, að það hafi ekkert orðið eftir af þeim sjálfum? Ég hef nú ekki fylgzt nægilega vel með allra yngstu kynslóð mál- aranna. En ég held ekki að þetta sé algengara hér en í Vestur Evrópu og Ameríku. En það er ekki hægt að neita því, að talsverð keppni, sem erfitt er að skýra útfrá þeirri kenningu að ,,Iistin taki ekki stökk", virðist hafa hlaupið í vesturevróp- íska og ameríska málaralist nú um tíma. Eitthvað í ætt við ofvöxt eða um of mikið undir áhrifum frá kaup- hallarviðskiftum. Ahrif, hvaðan sem þau koma, frá mönnum eða máttar- völdum, eru holl og hættulaus hverjum heilbrigðum manni. Spurn- ingin er aðeins hvernig úr þeim er unnið. Séu myndir aðeins klipptar í sundur og settar síðan saman eft- ir breyttu resepti, þá er það þjófn- aður og svik. Hér er þetta engan veginn óþekkt og víða annarsstað- ar mjög algengt, því miður. Hvenær er farið sviksamlega með áhrif frá öðrum? Þessu er erfitt að svara nema nefna ákveðin dæmi. Sumir halda því fram að Asgrímur Jónsson hafi orðið fyrir mjög sterkum áhrifum af myndum van Goghs, og Jón Stef- ánsson stundum siglt svo nærri landi hjá Cesanne að bátur hans hafi kennt þar grunns. En þetta er auðvitað misskilningur. Báðir þess ir menn eru fæddir snillingar, og ákafi þeirra, þó einkum Ásgríms, að fá sagt það sem honum sjálfum lá á hjarta oftast svo mikill, að hann líktist einna helzt ólmum hesti er hann hafði fundið stað er heill- aði hug hans. Hann þurfti ekki, og hvorugur þeirra, að ræna neinu frá öðrum. Hitt er þessu óviðkomandi að Ásgrfmur var svo uppnuminn er hann fyrst kom til Hafnar og sá sýningu á verkum van Goghs, að hann var stöðugt í mína áheyrn að rifja upp þá miklu stund. Þú munt hafa tekið eftir því á sýningum á abstrakt myndlist að margir eru ruglaðir í ríminu og vita ekki fyrir sitt litla líf hvort þetta við hæfi allra Stærðir ZANUSSI kæliskápar Hver einasta húsmóðir, sem sér ZANUSSI kæliskáp hrífst af hinni rómuðu ítölsku stílfegurð. Þær sem hafa reynt ZANUSSI kæli- skápa þekkja kostina. Komið og kynnið yður hina sérstaklega hagkvæmu greiðsluskilmála. SÖLUUMBOÐ Hafnarfjördur Jón Mathiesen Verilunin örin Siguróur Guðmundston, rafvm Vesturgötu 5 Einar Stefánsson, rafvm. Búðardalur Isaf jördur Baldur Saemundsson Fjarónrstraeti 33 Siglufjörður Verzlumn Raflysmg ólafsfjörður Magnús Stefánsson. /afvnt. Raufarhofn Reynir Sveinsson, rafvm. Akureyri Véla 6 Raftaekjasalan Húsayik RafvélaverkstKÖi Grims og Arna Sauðárkrókur Verzl. Vokull Blönduós Valur Snorrason, rafvm. - simi 1 6242 norra rau er góð list eða tómt svindl. Það er erfitt fyrir alla að átta sig á nýrri list. Sé hún í raun og veru ný, þýðir það að það, sem á borð er borið hefur aldrei áður mannshuga gist. Gagnvart slíkri ný- ung erum við mállaus og sjónlaus. Þetta gildir auðvitað jafnt um fí- gúratíva list og önnur form. En kannske er í bili auðveldara að blekkja okkur með abstraktmálverki en fígúratívu, en það er þá aðeins stundarfyrirbrigði. Andspænis síð- ustu fígúratívu málverkum Matiss finnum við t.d. Ijóslega hve skammt hann á ófarið yfir í hið afstrakta form. Þetta leiðir allt hvað af öðru, ef stjórnarvöld ekki annaðhvort setja listinni skorður eða keyra hana áfram með pískum, en hvorttveggja er algengt og við það býr heimur- inn núna, skorður í austri en hrað- akstur og yfirboð í vestri, og hvort- tveggja frá hinu illa. Ef einhver harla venjulegur mað- ur tekur sig til og fer í leikhús, þá kemst hann furðanlega nálægt sannleikanum um það, hvort vel eða illa er leikiS. Ef hann heyrir ein- söngvara syngja, þá getur hann venjulega skapaS sér skoSun um það, hvort honum hafi fundizt söngvarinn syngja vel eSa illa, en hann fer á sýningu hjá málara og hann getur ekki eSa þorir ekki aS skapa sér skoSun. Ætli þetta fari nú ekki nokkuð eftir því hvað leikið er eða sungið. Ég mátti n’ú gjöra svo vel að hlýða tíu sinnum á Tristan og Isold eftir Wagner, áður en ég taldi mig hafa áttað mig á verkinu og flutningn- um. Og alltaf er ég að skílja Ham- let nýjum og meiri skilningi. Ann- ars er leikhúslist sérstök listgrein, og gert ráð fyrir að hún sé aðgengi- legri almennt en bók eða mynd, og verður raunar að vera það. í stað endurlesturs í bókum kemur túlkun og leiksvið að auðvelda skilning á verkinu. En nú hefur myndlistin hér á Islandi fram eftir öllum öldum ver- iS iðkuS aSallega sem dekoration í vefnaSi og útskurði, en þaS er fyrst núna á þessarri öld, sem við upplifum svona sjálfstæSa mynd- list. Getur þaS ekki veriS að tím- inn sé of stuttur? Það er hugsanlegt, en um það verðurðu að tala við listfræðing- ana. Ég hef ekki rannsakað list- söguna. Framhald á bls. 47. SIGMAR & PÁLMI Hverfisgötu 16A, sími 21355 50. tbi. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.