Vikan


Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 8

Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 8
Barmnu liður vel í húðinni! Barninu lídur vel-þegar notað er Nivea babyfein. Hm reynda móðir veit hvers vegna hún velur babyfein handa barni sínu: Þessar samstilltu fram- leiðsluv'orur - krem, olía, púður, sáþa - innibalda allt, sem húðlxknirinn álítur nauðsynlegt hinni viðkvcemu húð barnsins. Börn, snyrt með babyfein, fá hvórki sœrindi, né rauða og bólgna húð. KarlmaSur óskar sér karlmannlegrar gjafar... G NIVEA r berast bíláhugamanna á milli um getu og endingu hinna ýmsu tegunda. Og þá er það spurning- in, hvað er svona gott við hann? Ég hefði tilhneigingu til að svara, að byggingarlag SAABs væri hans sterkasta hlið. Eggið er, og líklega verður — eitthvað sterkasta lag, sem til er, og Saab- inn er trúlega gerður í samræmi við egglagið. Þar við bætist, að verksmiðjurnar hafa gert sér far um að styrkja hann sem allra mest, þannig að hann er óumdeilanlega einhver örugg- asti bíll sem maður getur valið sér til að lenda í árekstri í eða velta. Mig langar í því sambandi að minna á myndafrásögn af árekstri og bílveltu sem birtist í 9. tbl. Vikunnar 1966. Þar sést glöggt, hvað Saabinn þolir af höggum og skrokkskjóðum, og það hefur ekki svo lítið að segja í landi, þar sem þriðji hver bíll er dæmdur til að verða fyrir áföllum af þessu tagi á ári hverju. Ég hygg, og reyndar veit, að bílakaupendur gera sér of litla rellu út af þessu átriði, þegar þeir velja sér bíl. í öðru lagi hef ég þá trú, byggða á samtölum við Saab- eigendur og verkstæðismenn, að SAAB þurfi öðrum bílum minna í viðhaldi. Stýrisútbúnaður er til dæmis sterkur og einfaldur (sem oftast fylgist að), brems- ur eru taldar endingargóðar og auðveldar í viðhaldi, gírkassi, drif og aflflutningur út í fram- hjólin hefur líka reynzt vel. Tví- gengisvélin er mér ókunn, ég hef aðeins óljósa hugmynd um gerð hennar og hvernig hún vinnur, en mér er sagt, að tví- gengisvél verði ekki „ónýt“, fyrr en hún stendur föst. Vera má, að hún sé úrbrædd í fjór- gengisskilningi, en hún gengur SATT bezt að segja, hef ég aldrei átt jafn erfitt með að skrifa um nokkurn bíl í bíla- prófun og Saabinn. Kemur þar til, að ég hafði töluvert álit á honum fyrir, og eins hitt, að flest í þessum bíl virðist vera svo gott og vandað, að það sé ekki réttlætanlegt, að fáein atriði skuli lakari. Og í þriðja lagi er ég afar ófróður um tvígengis- vélar, sem frá upphafi hefur verið aðall Saabsins og einkenni. Við getum strax slegið því föstu, að SAAB sé góður bíll. Við þurfum ekki annað en að líta ofurlítið í kring um okkur til þess; rifja upp það sem við höfðum séð til ferða hans og þær fréttir, sem óhjákvæmilega Made in Trollhattan by trolls. Bílaprófun Vikunnar 8 VIKAN 50-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.