Vikan - 15.12.1966, Blaðsíða 13
19. janúar 1856.
K ÆRA frænka mín!
Jæja, þá er þessu aflokið. Titus var hengdur í morgun, í húsa-
garðinum, bak við borgarfangelsið. Lög eru lög, og þeim verður
að framfylgja, til verndar hvíta kynstofninum, en samt sem áður,
þykir mér þetta ákaflega leiðinlegt. Hann var framúrskarandi
þjónn, örugglega sá bezti hér í borginni, og þessutan gengur Nonny
með barnið hans. Læknirinn staðfesti það í gær, en hún er greini-
lega fædd vandræðaskjóða, og þess vísust að finna upp á því að
granda sjálfri sér, svo að ég neyðist víst til að selja hana.
En ég er nú samt sem áður heppinn. Ég skelf, þegar ég hugsa
um, hvað hefði getað skeð. Titus kom skyndilega upp að mér, rétt
eins og hann ætlaði að taka við hattinum mínum, og hefði það
ekki verið stafnum að þakka, það var stafurinn með fílabeins-
húninum, þú veizt, þessi sem ég erfði eftir pabba, þá hefði hann
kyrkt mig þarna á staðnum. Ég neyddist til þess að berja hann, og
ég barði hann svo fast að ég nefbraut hann, áður en hinir þræl-
arnir komu, tóku hann og bundu. Ég get ekki ímyndað mér, hvað
kom yfir hann. „Sjóð-bullandi vitlaus", er skýring Henry Mills á
þessu, og ég neyðist til að vera honum sammála. Og þó, ég hefði
skilið þetta betur, ef Titus hefði verið einn af þrælunum, sem
Mills misþyrmir daglega á tóbaksekrunum.
Þetta er allt svo torskilið. Benson lögreglustjóri sagði mér, að
Titus hefði ekki verið líkt því eins hræddur við hengingarólina,
eins og við eld helvítis, sem hann myndi örugglega lenda í, vegna
gerða sinna, þær sex vikur sem hann dvaldi í fangelsinu. Og þegar séra
Dover, sem var aldavinur mömmu, bauðst til að veita honum síð-
ustu blessun, neitaði hann; sagði að jafnvel þótt ég fyrirgæfi hon-
um, og það geri ég, þó ekki væri nema mömmu vegna, væri sú
synd sem hann hefði drýgt gagnvart sjálfum sér jafnvel stærri, og
þessvegna bezt að leggja hana undir dóm guðs almáttugs. Hann
gekk rólegur upp á aftökupallinn, hrasaði í efsta þrepinu, vegna
þess að fætur hans voru svo fast bundnir saman.
Ég þakka Guði fyrir að mamma þurfti ekki að lifa þennan dag.
Ég veit ekki hvort þú manst, að hún átti Titus. Hún keypti hann,
fimmtán ára gamlan, af þrælasala í New Orleans. Fyrst þjálfaði hún
hann sem vikadreng, en síðan sem þjón, fyrir rpig persónulega.
Það eiginlega hægt að segja að við höfum alizt upp saman. Hann
var alltaf auðsveipur og háttvís, en frekar þögull. Það var eins
með hann og með alla hina, það var erfitt að vita hvað hann hugs-
aði.
Hann var þó aldrei barinn, Það var aldrei ástæða tff þess. Vesalings
mamma reyndi að kenna honum undirstöðuatriði kristinnar trúar.
Á hverjum sunnudegi hafði allt þjónustufólkið leyfi til að taka
þátt í húslestrinum með fjölskyldunni. Þá söfnuðust allir saman
í dagstofunni; mamma spilaði á orgelið, og Titus lærði að syngja
fyrir sálmana. Þegar hann þroskaðist, fékk hann ljómandi fallega
bariton rödd. Þegar ég hugsa mig um, held ég að þetta hafi verið
einu skiptin, sem ég heyrði hann í raun og veru tjá sig. Hann hafði
yndi af söng, og stundum streymdu tárin niður kinnar hans. Mömmu
þótti mjög vænt um þetta, og ef hann söng sérstaklega vel, fékk
hann fullan bolla af sýrópi að launum, sem hann svo borðaði með
skeið.
Einu sinni spurði hann mömmu: — Er ég kristinn, frú?
— Já, ef þú trúir á Jesú Drottinn vorn.
— Já, það geri ég, það geri ég sannarlega.
— Þá ertu líka kristinn.
t— Hefi ég þá líka sál?
— Auðvitað, Titus. Allir menn hafa sál, sagði hún.
Hann kraup á kné, fyrir framan arninn og kyssti á hönd henn-
ar. Stundum — á sunnudagskvöldum — las hún upphátt fyrir
hann úr Nýja Testamentinu. Hann sat þá á gólfinu og hlustaði
hugfanginn á Fjallræðuna og söguna af Lazarusi. Það er ekki gott
að segja hvort hann skildi, það sem lesið var, en hann gat setið
stundum saman, án þess að hreyfa einn einasta vöðva.
Um þetta leyti var mamma orðin mjög þjáð, og það var erfitt
fyrir hana að lesa lengi upphátt, svo hún fór að reyna að kenna
honum að lesa, svo hann gæti lesið Biblíuna sjálfur. En þegar
pabbi komst að þessu. varð hann reiður og bannaði það, sagði að
það væri á móti lögunum. Mamma hugsaði sig um, en sagði svo,
eins og venjulega, að hann hefði á réttu að standa.
Þegar hún dó, Guð veri með sál hennar, brast Titus í grát, og
hann fékk oft grátköst í miðjum klíðum, þegar hann var að bursta
skóna mína, eða að binda á mig hálstauið. Hann var aldrei hrifinn
af pabba, það var enginn af þrælunum. Ég held þeir hafi verið
hræddir við þrumuraust hans. Svo var það líka þessi mikla vin-
átta við Mill, sem aldrei lét hjá líða, að segja frá því hvernig hann
færi að því að kúga þrælana á ekrunum.
Þó var það, þegar pabbi dó og þrælarnir komust að því að ég
hafði ekki í huga að selja neinn þeirra, að Titus bað um leyfi til þess
að tína rósir í garðinum til þess að leggja á leiði hans. Og þegar ég
hugsa um það, var það þennan dag, sem vandræðin byrjuðu. Og
það var Mill, sem kom þeim af stað. Hann var að koma frá ekrun-
um, með vagnhlass af tóbaki, og kom við hjá okkur, til að heilsa
upp á mig. Þegar hann kom auga á Titus, sem var að tína rósirn-
ar, setti hann glasið frá sér.
— Þetta er laglegur piltur, sem þú hefur þarna, sagði hann.
— Þakka þér fyrir.
— Hve gamall er hann orðinn?
— Ég veit ekki, — tuttugu — tuttugu og eins.
— Þá er kóminn tími til að þú náir í konu handa honum.
— Ég býzt við því.
— Það er góð fjárfesting. Maður verður að hugsa um framtíðina.
— Ég býzt við að þú hafir á réttu að standa.
Hann saup á glasinu og kveikti í vindli. — Hvað hefurðu marga
negra hérna? Átta? spurði hann.
— Sex.
— Já, það er rétt, ég man það núna. Þrjár konur og þrjá karl-
menn. Það eru bara vandræði, að konurnar eru of gamar.
— Hvað meinarðu? Ég skil ekki hvað þú átt við.
— Ég er að hugsa um Titus. Þú getur ekki látið hann hafa Henny
frænku eða Carolinu. Og, — hvað heitir hún nú aftur — elda-
buskan, — hún hlýtur að vera um fimmtugt.
— Hvað finnst þér að ég eigi að gera?
— Ja, ég á átján ára múlattastúlku. Þú getur fengið hana fyrir
1500 dali.
— Það er nokkuð hátt verð.
— Segðu það ekki. Hún er góð til undaneldis. Hún er nú þegar
búin að eignast tvíbura.
-— Það er ekki það. Þetta er bara of há upphæð.
— Þetta er fjárfesting, sonur sæll. Hún og Titus geta átt að
minnsta kosti eitt barn á ári.
— Ég ætla að hugsa mig um.
— Ég veit hvað ég geri. Ég þarf að fara til borgarinnar aftur á
fimmtudaginn. Þá skal ég koma með hana, svo þú getir séð hana
sjálfur.
— Það er sanngjarnt.
— Þá er allt í lagi.
Við tókumst i hendur. Ég man eftir að ég hugsaði með mér, að
það væri ekki vert að segja Titusi frá þessu, fyrr en við hefðum
gengið frá viðskiptunum. Síðdegis, næsta fimmtudag, kom Mill
með Nonny. Hún var í fallegum bláum bómullarkjól, með rautt
band í hárinu. Hún var falleg, hávaxin og ljós á hörund, með
frekar þunnt nef og sérlega fallegar, hvítar tennur. Mill sagði
Framhald á bls. 28.
STÚLKAN HAFÐI KOSTAÐ HÚSBÖNDA SINN 1200 DALI, EN ÞRÆLLINN BORGAÐI FYRIR HANA
N»EÐ LÍFI SÍNU.
50. tbi. VIKAN 13